10. útgáfa
18. janúar 2021
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Hvað viltu vera þegar þú ert orðin stór? 

  Þessa spurningu kannast eflaust margir við og hafa eytt miklum tíma í að hugleiða. Sem ungt barn voru skilaboðin alltaf sú að ekkert væri ómögulegt og aðeins þyrfti kjark til að láta drauma sína rætast. Ég man að ég vildi sjálf verða söngkona-og dansari einsog Britney Spears, en svo líka rithöfundur og leynispæjari einsog krakkarnir í SpyKids. En þeir draumórar visnuðu með tímanum, aðallega útaf praktískum ástæðum – hvar ætti ég svo sem að sækja um sem leynispæjari og hvaða menntun myndi ég þurfa að hafa? 

  Það er alveg dásamlegt að spyrja leikskólabörn að þessu en þá heyrir maður hin ótrúlegustu svör ,,Ég ætla að vera búðarkona, læknir og kanína‘‘ og þá helst allt á sama tíma. Það er ekkert sem virðist ómögulegt á þessum aldri og allir vegir færir. Með þroskanum komast börn lengra inní hið svokallaða kynjakerfi og er það ótrúlegt hvað þau eiga til að detta inní kynhlutverkin snöggt, sama hvað foreldranir reyna að ala barnið upp kynhlutverkalaust. Þá reynist erfiðara en áður að stíga inní feril sem hefur fáar eða engar fyrirmyndir af sama kyni og barnið sjálft. Ég get ekki svarað því hvenær ég sjálf áttaði mig á að sumt myndi reynast mér erfiðara afþví ég væri sem stelpa en ég man eftir vonbrigðunum þegar ég fattaði að ekki voru allir vegir mér jafn færir og ég hélt í upphafi. 

  En þar sem kynjakerfið er svo djúpt inní mænu okkur þá er erfitt að koma auga á það og ómögulegt benda til nákvæms orsakasamhengis. En ennþá er hin almenna hugmynd sú að strákar eigi að vera harðir og stelpur mjúkar. Dæmið gengur samt strax ekki upp því að það er fullt af fólki sem skilgreinir sig utan kynjatvíhyggjunar. 


  Það er hægt að sjá þetta á svört-hvítu þegar það kemur að menntun. Í Háskóla Íslands þar sem flestir stúdentar á landsvísu eru, er stór meirihluti stúdenta í hjúkrunarfræði kvenkyns og yfir höfuð á Heilbrigðisvísindasviði en á móti kemur á Verk-og Nátturuvísindasviði er merihluti stúdenta karlkyns. Hægt er að sjá frekari dæmi um þetta í Tækniskólanum en þar eru nemendur meirihluta karlkyns líka. Í húsasmíði hafa tæplega 8000 manns útskrifast í heildina og þar af minna en 50 konur, að sama skapi hafa 165 einstaklingar útskrifast úr skipastjórn og þar af aðeins 5 konur. Þess má þó geta að reynt er að minnka kynjabilið í þessum greinum með átökum einsog #Kvennastarf og námskeið sérstaklega ætlað ungum stelpum í forritun. Augljóslega eru engin þessara starfa mikilvægari en hin, öll eru þau nauðsynleg fyrir íslenska menningu og efnahag, sérstaklega hjúkrunarstörf á tímum heimsfaraldurs. En það er athyglisvert að hin svokölluðu ,,kvennastörf‘‘‘ eru að meðaltali metin lægra til launa. Þá er vitnað í aðra kynjamýtu sem afsökun fyrir því – að konur séu ekki nógu duglegar að biðja um launahækkanir afþví þær eru ekki eins ákveðnar og karlar, og ef þær eru ákveðnar þá er þær bara leiðinlegar frekjur. 

  Það er auðvitað ekkert við þessi störf í sjálfu sér sem er kynjað, það var ekki einhver aðili sem ákvað að flokka störf eftir kynjum og banna öðrum að taka þátt. Þetta er kerfi sem hefur þróast yfir kynslóðir og viðhelst af fólki sem græðir á kerfinu, en langt mest þó á hvað kynjakerfið er sterkt og umvefur okkur algjörlega. 

  Það þarf að muna að það er alltaf meiri innan-kynjamunur heldur en milli-kynja munur, svo sé ekki minnst á fólk sem skilgreinir sig utan kynjatvíhyggjunar. Ef við neitum fólki fyrir störf eða gerum það erfiðara fyrir þau að komast áfram að starfinu, vegna fyrirfram ákveðna skoðana þá erum við að missa af miklu. Kynjuð störf hjálpa engum og heftir framferð samfélagsins. Í betri heimi þá ætti engin að þurfa að upplifa vonbrigðin að kyn þeirra minnki möguleika þeirra að velja feril, hvort sem það er sem hússmiður, spæjari eða hjúkrunarfræðingur. Við öll getum rýnt í okkar hegðun og staðalímyndir og reynt að henda þeim út ef þær gera okkur ekkert gagn. Við erum öll miklu flóknari, dýpri, einstakari en staðalímyndir og blæðum alltaf út fyrir kynja-boxið sem okkur hefur verið steypt í. 

  — — —

  Tölfræði var sótt af Kvennastarf.is og hægt er að sjá frekari tölfræði inná Kvennastarf
  — — —

  Myndir eftir Stefaníu Emils eru fáanlegar hér á Uppskeru listamarkaði.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Stefanía Emils og Theódóra Listalín