11. útgáfa
Read in English    
2. febrúar 2021
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Konur eru meirihluti námsfólks ofar grunnskólastigs á Íslandi og hlutfallslega enn fleiri í háskólanámi eða 60% stúdenta. Í óbirtum niðurstöðum könnunar Maskínu, framkvæmd frá 29. maí til 11. júní 2020, sem send var út að beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytisins en samin af SHÍ og yfirlesin af ráðuneytinu og LÍS, sögðu 71,9% kvenna að þær ynnu með námi en 61,1% karla sagði hið sama. Yfir 10% munur á svörum þessara kynja og hvort unnið sé með námi. Þegar kemur að sumarstörfum sögðu 10,4% karlanna að þeir hefðu ekki verið í vinnu sumarið 2019 meðan 7,5% kvenna voru ekki í sumarvinnu 2019. Niðurstöðurnar gefa þá vísbendingu að konur vinni fremur samhliða námi og í námshléum en karlar. Þá vaknar spurningin hvort takmörkun á aðgangi vinnandi námsfólks að atvinnuleysistryggingasjóði sé aðgerð sem bitni óbeint á konum?  

  Hér á landi er lögfest bann við mismunun. Óbein mismunun er þegar að skilyrði sem virðist hlutlaust, bitnar verr á öðru kyninu og engar málefnalegar ástæður eða lögbundið markmið réttlætir það. Séu fleiri gögn skoðuð sýna vinnumarkaðsrannsóknir Hagstofunnar að hlutfall starfandi kvenna í námi er ætíð hærra en hlutfall karla frá því að mælingar hófust árið 2003:


  Þá má benda á niðurstöður annarrar könnunar sem SHÍ sendi út, í samstarfi við ráðuneytið og LÍS, til nemenda allra háskóla landsins þar sem 2.500 stúdentar svöruðu á tímabilinu 14. maí til 26. maí 2020.

  Samkvæmt henni unnu 59% karla með námi en 68% kvenna skólaárið 2019-2020 og er það sambærilegt hlutfall og í fyrrnefndri könnun Maskínu. Konur virðast því vinna frekar en karlar samhliða námi.


  [Myndin hér að ofan er hluti af mynda-parinu Systur eftir Evu Sigurðardóttur, sem er fáanlegt hér á Uppskeru listamarkaði.]

  Hér á landi er lögbundið að stjórnvöld geri áætlun um kynjaða fjárlagagerð. Kynjuð fjárlagagerð felur í stuttu máli í sér að leggja kynjað mat á fjárútlát ríkisins og endurskipulagningu tekna og útgjalda þannig að þau stuðli að jafnrétti kynjanna. Í Grunnskýrslu kynjaðrar fjárlagagerðar frá mars 2019, útgefinni af forsætisráðuneytinu, var leitast við að varpa ljósi á stöðu kynjanna innan einstakra málefnasviða og málaflokka ríkisins. Þar var ekki að finna greiningu á stöðu mála vinnandi námsfólks.

  Kynjaskipt tölfræði og gögn eru nauðsynlegur grundvöllur við skilvirka stefnumótun um jafnrétti kynjanna og við kynjaða fjárlagagerð. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld ráðist í gagngera greiningu á stöðunni. 

  Þau gögn og þær upplýsingar sem til eru gefa þá vísbendingu að tekjur ríkisins af tryggingagjöldum námsfólks eru frekar runnar frá konum en körlum. Um leið á sá hópur í heild sinni ekki rétt á greiðslum sem gjaldið á að standa undir.

  Sú takmörkun að námsfólk eigi ekki rétt á atvinnuleysisbótum í námshléum kann að virðast hlutlaust en þar sem konur vinna frekar með námi til að framfleyta sér og eru meirihluti námsfólks bitnar sú takmörkun meira á konum. Konur verða því frekar fyrir réttindaskerðingunni sem lög kveða á um en karlar, og það leiðir til óbeinnar mismununar. 

  [Myndin hér að ofan er hluti af mynda-parinu Systur eftir Evu Sigurðardóttur, sem er fáanlegt hér á Uppskeru listamarkaði.]

  Í ljósi kynjaðrar fjárlagagerðar og með það að markmiði að stuðla að efnahagslegu jafnræði kynjanna er fullt tilefni til að endurskoða takmörkun á aðgengi námsfólks að atvinnuleysistryggingasjóði.   — — —

  Heimildir:

  1 Samkvæmt 2. tl. 2. gr. laga nr. jafnréttislaga telst óbein mismunun vera þær aðstæður þegar að því er virðist hlutlaust skilyrði kæmi verr við einstaklinga af öðru kyninu, borið saman við einstaklinga af hinu kyninu, nema slíkt sé unnt að réttlæta á málefnalegan hátt með lögmætu markmiði og aðferðirnar til að ná þessu markmiði séu viðeigandi og nauðsynlegar.  — — —

  Grein þessi byggir á kafla úr meistararitgerð höfundar í lögfræði „Réttindi námsfólks til framfærslu í atvinnuleysi – „… fjármagn úr ríkissjóði fyrir að gera ekki neitt“. sem skilað var 4. janúar sl., varin 22. janúar og gaf prófdómari og leiðbeinandi 9,0 í einkunn. Ritgerðin verður aðgengileg í heild sinni á Skemmunni þann 21. febrúar 2021.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Atvinnuleysistryggingakerfi sem bitnar á konum í námi