11. útgáfa
Read in English    
2. febrúar 2021
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Óvissa um þróun kórónuveirufaraldursins hefur skiljanlega leitt af sér áhyggjur varðandi námsframvindu, líðan og fjárhag meðal stúdenta. Við Háskóla Íslands eru rúmlega fimmtán þúsund stúdentar sem fer ört fjölgandi og eru að takast á við mismunandi áskoranir. Stúdentar hafa leitað til Stúdentaráðs í miklum mæli frá því að faraldurinn hófst hérlendis og hefur ráðið gert sitt besta til að kortleggja aðstæður stúdentahópsins með því að kanna líðan og fjárhagsstöðu stúdenta sem og stöðu þeirra innan skólans. Fyrir marga hefur einveran verið vandasöm sem rekja má til skorts á félagslega þættinum sem alla jafna einkennir háskólagönguna. Niðurstöður könnunar Stúdentaráðs frá 9. október sýndu að 67% stúdenta leið ekki vel á haustmisserinu sökum faraldursins og að rúmlega 73% stúdenta væru að upplifa mikið álag sem þau töldu að hefði áhrif á námsframvindu sína. Frá því í september hafa biðlistar eftir sálfræðiþjónustu við Háskóla Íslands lengst töluvert samanborið við önnur ár. Eftirspurnin hefur verið gríðarleg allt síðasta haustmisseri, umfram getu til að koma til móts við hana. 

  Átak Stúdentaráðs í geðheilbrigðismálum síðustu 3 árin hefur skilað góðum árangri og má segja að Háskóli Íslands sé ágætlega í stakk búinn að takast á við eftirspurnina. Þetta er eitt mikilvægasta baráttumál stúdenta vegna þess að það snýr beint að lífskjörum þeirra, andlegri og líkamlegri heilsu. Á tímum sem þessum duga úrræðin þó skammt. Ráðstafanir eru nauðsynlegar og þarf geðheilbrigðisþjónusta einnig að vera aðgengileg utan veggja skólans. Það eru því einnig mikil vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til að tryggja að sálfræðiþjónusta og aðrar klínískar viðtalsmeðferðir séu niðurgreiddar, eins og samþykkt var á þingi í sumar.

  Um er að ræða mikilvæga þjónustu sem hefur ef til vill aldrei verið jafn nauðsynleg og einmitt núna.


  [Myndin hér að ofan, Mantra for the desolate eftir Joav Devi, er fáanleg hér á Uppskeru listamarkaði.]

  Við þetta bætast áhyggjur og efasemdir um góða námsframvindu og hvernig það kunni að bitna á fjárhagsstöðu stúdenta, séu þeir til dæmis á námslánum eða í leiguhúsnæði. Stúdentaráð hefur talað fyrir því að stúdentum sé tryggt fjárhagslegt öryggi til frambúðar og brýnt fyrir stjórnvöldum mikilvægi þess að huga að stúdentum við ákvarðanatöku sem þeim viðkemur. Ein helsta krafa ráðsins er að tryggja stúdentum rétt til atvinnuleysisbóta að nýju. Það er staðreynd að af launum stúdenta rennur atvinnutryggingagjald í atvinnuleysistryggingasjóð, eins og hjá öllum vinnandi landsmönnum. Þá áttu stúdentar rétt á atvinnuleysisbótum, í námshléum, fram til ársins 2010 en með því að öðlast þann rétt að nýju gætu þeir einfaldlega sótt aðstoð sem þeir hafa áunnið sér. Stúdentar standa höllum fæti en þannig er mál með vexti að það liggja ekki fyrir fullnægjandi gögn um stöðu stúdenta á vinnumarkaði af hálfu stjórnvalda og því hefur Stúdentaráð sjálft staðið fyrir slíkri gagnaöflun. Þessi krafa hefur hingað til mætt lokuðum dyrum jafnvel þó að stúdentahreyfingarnar hafi mætt undirbúnar til leiks.

  Stúdentum er ennþá meinaður aðgangur að sjóði sem þeir eiga fullan rétt á, á sama tíma og námslánakerfið virðist ekki geta þjónað tilgangi sínum sem jöfnunartól er veitir námsaðstoð.

  Þetta er raunveruleiki stúdenta. Það eru margs konar atriði sem hafa áhrif á heilsu, félagslega og efnahagslega stöðu þeirra og yfirleitt haldast þau í hendur eins og hefur verið raunin á tímum heimsfaraldurs. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar vegna ýmissa vandkvæða sem stúdentar rekast á eru þeir látnir sitja eftir því aðgerðir stjórnvalda hafa lítið tekið tillit til fjölbreyttra þarfa og aðstæðna þeirra. Þá spyr ég mig, ef kallinu er ekki svarað þegar neyðin er mest, hvenær þá?  — — —

  Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og fulltrúi stúdenta í háskólaráði.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Ef kallinu er ekki svarað þegar neyðin er mest, hvenær þá?