11. útgáfa
Read in English     Czytaj po polsku    
2. febrúar 2021




Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir






 • Háskólanemendur hafa lengi fengið að kenna á því og litla hvíld fengið. Margir hafi glímt við erfiðar afleiðar faraldursins og er þar sérstaklega einn hópur sem hefur litla sem enga athygli fengið og hefur alltaf verið þrýst út á jaðar íslensks vinnuafls: námsmenn hér á landi frá löndum utan EES. Mörg okkar hafa verið í erfiðleikum að halda sér á floti fjárhagslega þar sem heimsfaraldurinn hefur annað hvort ollið því að við misstum vinnuna eða að dregið hefur allverulega úr vinnutíma okkar, líkt og hjá öðrum. Reikningar saxa hratt á fjárhaginn, fólk byrjar að borða aðeins minna og einkunnir fara lækkandi vegna fjárhagslegra streituvalda. Staðreyndin er þó sú að þessir streituvaldar voru því miður til staðar fyrir heimsfaraldurinn. Hinsvegar má segja í ljósi aðstæðna og þrátt fyrir viðburði síðasta árs, ásamt álagi núverandi lagakerfis og reglna, að við erum að ná ótrúlegum árangri innan háskólans og utan. Við vonumst til þess að varpa ljósi á nokkrar af þeim hindrunum sem við höfum staði frammi fyrir, ekki aðeins í heimsfaraldrinum heldur einnig út frá kerfinu hér á landi.

  Stúdentar með íslenskan ríkisborgararétt hafa, á meðan covid stendur, fengið ívilnanir hjá stjórnvöldum. Eitt slíkt dæmi snýr að Menntasjóði Námsmanna þar sem tekjumörk stúdenta, sem staðið hafa vaktina í framlínustörfum, voru nýlega fimmfölduð. Engar slíkar tilslakanir hafa verið gerðar fyrir alþjóðlega stúdenta, og enn síður fyrir þá sem koma frá löndum utan Evrópska Efnahagssvæðisins (hér eftir EES). Þegar best lætur er fjárhagur erlendra nema ansi óáreiðanlegur en hefur faraldurinn króað okkar af og erum við mörg hver á milli steins og sleggju. Aðgangur okkar að fjárhagsaðstoð, hvort sem um ræðir lán eða atvinnutækifæri, eru af skornum skammti bæði hér sem og annarsstaðar.

  Afhverju erum við svona blönk, gætir þú spurt. Margir gera ráð fyrir að okkur skorti metnað og að við óskum þess að lifa á peningum ríkisins á meðan við búum á Íslandi. En sú er ekki raunin.

  Við glímum við fjáhagserfiðleika vegna hinna ýmsu utanaðkomandi þátta sem við höfum litla eða enga stjórn á. Til að mynda skortur á störfum sem okkur standa til boða. Þegar stúdentar koma frá löndum utan EES verða þeir að sækja um atvinnuleyfi til Útlendingastofnunar (ÚTL) og eru því bundin samþykki frá þeim. Þetta veldur því að við erum óæskilegir umsækjendur um störf, óháð ferilskrá og fyrri reynslu, vegna þess að atvinnurekendur leitast oft við að fylla laus störf hratt og örugglega án vandkvæða. Ennfremur virðast atvinnurekendur og almenningur yfirleitt ómeðvitaðir um þann eld og brennistein sem við þurfum að vaða til þess eins að eiga í okkur og á. Því miður skortir vitneskju um ferlið þar sem atvinnurekendur telja umsóknir um atvinnuleyfi flóknari en þær eru, raunin er sú að þær taka einungis nokkrar vikur. Vankunnátta og skilningsleysi á ferlinu veldur því að við getum ekki séð okkur farborða á meðan grunnframfærsla fer síhækkandi. (Samkvæmt Útlendingastofnun er sú upphæð núna 207.709 kr á mánuði) Satt best að segja er ómögulegt að vinna sér inn þessa upphæð á hverjum mánuði þar sem hámarksvinnutími okkar eru einungis 15 tímar á viku, eins og fram kemur hjá Útlendingastofnun. Af þessu leiðir að aðgengi okkar að störfum, og jafnvel lágmarkslaunastörfum, verður lítið eða ekkert.

  Málið er að við erum líka námsmenn og það að standa í fjárhagserfiðleikum á meðan á námi stendur er ósanngjarnt. Rétt eins og innfæddir íslenskir stúdentar erum við að reyna að koma á jafnvægi milli einkalífs og náms. Hins vegar, ólíkt Íslendingunum í námi, er ekki í boði fyrir okkur að létta þunga námsins með því að taka færri en 30 einingar. Sú ákvörðun myndi leiða til brottrekstrar. 

  Háskólar landsins státa sig af þeim fjölda alþjóðlegra nema sem sækja skólana sem og afrekum okkar innan veggja þeirra, en launa okkur hvorki góðan árangur né þrautseigju.

  Nemendur sem tilheyra löndum EES, ESB eða EFTA njóta ákveðinna forréttinda að geta nýtt sér fríðindi Fríverslunarsamtaka Evrópu á kostnað stúdenta utan EES í námi hérlendis, búsetu þeirra og atvinnutækifæra. Sumir námsmenn koma til landsins til að forðast stórkostleg skólagjöld í heimalandi sínu en lenda lenda í flóknum vef fjárhagsvandræða við komuna til landsins sem fær þá til að efast um ákvörðun sína. Ætlast er til að nemendur í Bandaríkjunum sæki nám í því ríki sem þeir hafa búsetu, þannig þurfa þeir að greiða hærri skólagjöld ef þeir kjósa að sækja nám utan þess ríkis sem þeir búa í sem samsvarar þeim kostnaði sem erlendir nemar í Bandaríkjunum þurfa að leggja út fyrir námi. Í leit að betra lífi, lægri skuldum og betri tækifærum koma stúdentar til Íslands en í stað þess að sjá hið nýja líf sem blessun verður hún að bölvun. Bölvun í formi þeirrar martraðar að þurfa að sanna fjárhagslega getu sína, undir því yfirskyni að kallast stuðningur, til þess eins að fá námsmannaleyfi og öðlast rétt til búsetu. Til þess að forðast streitu við flutningana þyrfti maður að hafa lagt fyrir árslaun sem einungis færu í ferlið að koma til Íslands og koma sér fyrir. Eins er nánast ómögulegt að landa starfi fyrir ríkisborgara utan Evrópu og listinn heldur áfram.






  [Myndin hér að ofan, Let’s grow together 2 eftir Daisy Wakefield, er fáanleg hér á Uppskeru listamarkaði.]





  En eru kostirnir einhverjir fyrir nemendur aðra en Evrópska? Svörin eru ólík og fara meðal annars eftir upprunalandi, persónulegum eignum og jafnvel kynþætti. Misræmi er varðandi upplýsingar um námsstyrki í einkareknum háskólum en þetta er ekki vandamál sem varðar íslenska stúdenta því skólagjöldin þeirra eru lægri. Upplýsingarnar eru misvísandi og er eitt dæmi um slíkt þegar tveir nemendur, ekki frá Evrópu, ræddu inngöngu í sama einkarekna háskólann. Báðir spurðu út í námsstyrki, fengu þau svör að ekki væri boðið upp á styrki en seinna hafði annar þeirra fengið að vita að sú væri ekki raunin, honum var boðin kennsla á afsláttarverði (sem er, þegar allt kemur til alls, skólastyrkur). Báðar umsóknir voru í meginatriðum þær sömu, svipuð reynsla og árangur, en öðrum var boðinn námsstyrkur en hinum ekki. Nemenda úr fyrsta heims ríki var boðinn afsláttur en málið er að þeim hefði báðum átt að vera boðinn styrkur.

  Svo virðist sem sýnilegur fjölbreytileiki sem háskólinn öðlaðist af boði til þessa nemenda hafi gert útslegið, skólinn græddi á öðrum en ekki hinum.

  Aðalatriðið er að misskipting réttinda, milli nemenda frá öðrum heimsálfum en Evrópu, er einnig til staðar. Sumir strita, aðrir ekki.

  Baráttunni lýkur ekki þar. Vegna himinhás leiguverðs lendir fólk af ákveðnum þjóðernum í leigusölum sem nýta sér bága stöðu þeirra og sannfæra það um að sætta sig við lélegt húsnæði fyrir of háan pening, því leigusalarnir vita að fólkið hefur ekki efni á öðru en því sem þeir dirfast til að bjóða upp á. Þannig býr fólk oft við aðstæður sem kemur í veg fyrir að það getur uppfyllt grunvallarþarfir, svo sem íbúðir og herbergi án salernis. Afskipti háskólans í málum sem þessum gæti útrýmt þess konar svikum og veitt stúdentum hugarró — að þeir standi ekki einir í þessum málum og fái aðstoð við að tryggja sér öruggt húsnæði á íslenskum markaði.

  Með þessum rökum erum við ekki einungis að skrifa skáldsögu fulla af kvörtunum heldur að upplýsa fólk um þá stöðu sem erlendir námsmenn sem búa á Íslandi eru í. Ef aðeins væru til úrræði sem veittu erlendum nemum meiri stuðning, væri það nóg. Þeir vilja fyrst og fremst að á þá sé hlustað og að rödd þeirra heyrist og gæti nýst til jákvæðra breytinga.

  Þannig að. Hvað er það sem við viljum?

  Við viljum jöfn tækifæri. Alþjóðlegir nemar eru orðnir þreyttir á því að vinnuréttur þeirra einskorðist við 15 tíma á viku í bland við þungt námsálag. Önnur norðurlönd veita erlendum nemendum rétt til 20-25 klst vinnuvikna eða jafnvel ótakmarkaðs magns. (20 klst í Noregi og Danmörku, 25 í Finnlandi og ótakmarkað í Svíþjóð) Óskin er sú að háskólar komi til móts við nemendur og veiti þeim einhverskonar styrki, á borð við þann sem minnst er á fyrr í pistlinum eða Stúdentasjóð í HÍ, sem styður við bakið á alþjóðlegum nemendum. Ef ekki fyrir stúdenta á meðan námi stendur, þá fyrir þá sem stefna að því að setjast hér að eftir útskrift og munu þannig vinna að því að verða fullgildir meðlimir íslensks samfélags.

  Skortur á breytingum mun hugsanlega verða til þess að nemendur og verðandi meðlimir samfélagsins leita annað en í háskóla á Íslandi, á stöðum þar sem þeim finnst þeir velkomnir og borin er fyrir þeim virðing.

  Að öllu þessu sögðu, þökkum við þér ef þú komst þetta langt við lesturinn. Með því að varpa ljósi á vandkvæði og sprungur í kerfinu, verða vonandi breytingar. Við höfum hingað til þjáðst í hljóði. Þó svo að baráttan okkar hafi ekki bein áhrif á þig persónulega, þá getur þetta haft áhrif á vini þína, eða vini vina þinna. Við erum alltaf í leit að bandamönnum og vonumst til þess að eiga greiðari leið að sömu tækifærum og aðrir stúdentar sem tilheyra löndum ESB, að einfaldari vinnumöguleikum og sanngjarnari meðferð. Við viljum að þið sjáið okkur og berið virðingu fyrir okkur líkt og öðru fólki. Við höfum upp á svo margt að bjóða.














  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.




  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
















  Hvað er það sem við viljum?