12. útgáfa
Read in English    
12. mars 2021
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Komdu þér vel fyrir undir sænginni, púttaðu tánum og sperrtu eyrun því nú ætla ég að segja þér sögu af því hvernig ég fann mig … ekki.

  Sum segja að menntaskólinn sé til þess að finna sig, önnur segja heimsreisan eftir útskrift. Enn önnur segja eflaust að ef þú átt næga peninga til að leggja í heimsreisu býrðu yfir nægum forréttindum til þess að þurfa ekki að pæla í þessu. Eða akkúrat nægum forréttindum til þess að vera alltaf í stöðugri tilvistarkreppu þar sem birgðir fjárhagsáhyggja og lífshlaupsins vega ekki eins á öxlum þínum og þeirra sem þurfa að hafa meira fyrir því að eiga í sig og á. 

  Setjum sviðið. Ég er 18 ára unglingur. Nýúrskrifað úr menntaskóla og að vinna í sumarbúðum, mætti segja í blóma lífsins. Og lífið er ljúft! En samt ekki :/ Eða jú, jú, það er frábært. Dagbækurnar mínar frá þessum tíma eru eins og einleikshandrit úr íslenskri bíómynd, klisjukenndar og fullar af þverstæðum á sínum bestu síðum. Innihalda samt ekki einn skilnað og hvorki vímuefnavanda né tæpt kynlíf.

  Það sést ekki á myndunum frá þessu sumri en þarna voru að festa rætur fræ sem lengi lengi höfðu legið í þurri mold og fengu loksins vökvun

  (Kannski engin furða enda varði ég drjúgum hluta sumarsins í sundlauginni, allir sem hafa komið í Reykjadal vita hvernig þetta er :)). Ég var í fyrsta sinn laust allra kvaða í lífinu, þurfti ekki að sinna neinu námi, vera í kringum bekkjarfélaga sem ég vingaðist aldrei almennilega við né sinna félagsstörfum.  Af hverju leið mér þá eins og ég væri í miklu meiri hlutverkaleik núna en nokkru sinni fyrr?

  Hoppum yfir nokkra mánuði af tilfinningum og fleiri fleiri síðum af einleiknum góða fram á mitt haust. Ég hafði unnið mér upp einlægan áhuga á transmálefnum. Las viðtöl og bækur eftir transfólk um sjálfsuppgötvanir þeirra, horfði á hrúgur af youtube-myndböndum og gat ekki skilið fyrir mitt litla líf af hverju ég hafði svona mikinn áhuga á þessu.  Ég er bara sís stelpa??

  En mér fannst og finnst þetta fólk bara vera svo alvöru, ég tengdi bara við það því það er hugrakkt og ekta (svo margt vandasamt við þennan hugsunarhátt en það er efni í aðra grein.)

  Málið var að ég var að uppgötva samfélagskima, hluta af hinseginleikanum, sem ég hafði aldrei fyrr heyrt almennilega um og hvað þá séð og átt samskipti við. Þegar ég byrjaði að lesa mér til um þetta datt mér ekki í hug að ég gæti tengt við þetta persónulega, því ég hafði aldrei séð slíkt áður. Ég þekkti engan sem hafði komið út sem trans, var með stafla af innri transfóbíu og allskonar fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hinseginfólk sem ég átti eftir að meitla hægt í burtu næstu mánuðina. En eftir marga mánuði af mishröðum hamarsslætti þá voru mér nokkrir hlutir ljósir:

  1. Ég gæti ekki haldið áfram að lifa í kvenhlutverkinu
  2. Karlhlutverkið passaði mér ekki heldur
  3. Fyrst ég væri ekki kona og ekki karl þá hefði ég ekki hugmynd um hvað ég væri.

  Og það var flókið. Því þótt það sé stutt síðan, sirka 4 ár, þá var nær ekkert kynseginfólk í sviðsljósinu. Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera til að finna út úr þessari krísu.  Svo ég fór í heimsreisu. 

  Eða ekki beint heimsreisu, ég fór til útlanda og var í burtu í nokkra mánuði. Nægilega lengi til þess að meta út frá eigin tilfinningum, fjarri fjölskyldu og vinum, hvað ég vildi gera með þessar sjálfsuppgötvanir. Á þessum tímapunkti sá ég þetta sem krossgötur. Ég gæti valið að fara til hægri og komið út úr skápnum á almannafæri, átt það á hættu að missa vini og fjölskyldumeðlimi og þurfa stöðugt að fræða fólk um tilvist mína en gæti svo komist að því seinna meir að þetta væri ekki 100% ég (því ég hafði, aftur, engar fyrirmyndir til að sýna fram á að maður gæti verið kynsegin og fullorðinn). Hinn möguleikinn var að ég gæti farið til vinstri og bara gert ekki neitt.

  Ekki sagt neinum, lifað bara mínu lífi áfram sem Kona, notað mitt gefna fornafn ‘hún‘ og farið á mitt kvennaklósett takk og bless. Ýtt því svo djúpt, djúpt niður að það yrði eins og aldrei hefði verið möguleiki á neinu öðru. 

  Guði sé lof valdi ég að fara til hægri, þó ég hafi ekki verið viss með valið lengi vel eftir að beygjan var tekin. Í dag lifi ég frábæru lífi út úr skápnum, en það er samt sem áður flókið að það enn séu einungis fáar fyrirmyndir. Eftir svona mikinn tíma af því að lifa lífi sem er hvorki skrifað um í bókum, né leikið í myndum og varla rætt um í fréttum, þá myndi ég segja mig vera mína helstu fyrirmynd og merki um sýnileika, eins klisjukennt og það hljómar. 


  Be somebody your younger self would look up to“ 

  Ég las þessa tilvitnun af tepoka um daginn. Teið fór ekki vel í mig og tilvitnunin enn verr.  Það er ekki endilega það að ég sem barn hefði ekki litið upp til þeirrar manneskju sem ég er í dag. Litla ég hefði ég örugglega dýrkað mig núna. Manneskja sem stendur upp fyrir sjálfu sér, prufa nýja hluti og gengur í smekkbuxum hversdagslega. 

  Málið er að það að hitta einhvern eins og mig núna, unga kynsegin manneskju sem er ekki aðeins komið út og sátt með sig í lífinu heldur blómstrar í eigin skinni, það hefði getað breytt svo miklu.

  En ég gerði það ekki og það olli mér þungum vangaveltum og andvökunóttum. En nú ætla ég að gera mitt allra besta til þess að vera fyrirmynd næstu kynslóðar kynsegin barna, svo þau þurfi ekki að ganga í gegnum það sama og ég gerði.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Að finna sig – mikilvægi fjölbreyttra fyrirmynda