12. útgáfa
Read in English    
12. mars 2021
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir
 • Fyrirmyndir geta skipt miklu máli og haft áhrif á mótun einstaklinga og val þeirra á námi og störfum. Af hverju hafði mér aldrei dottið í hug að verða verkfræðingur? Það sagði mér enginn að ég gæti það ekki, en það var heldur enginn kvenkyns verkfræðingur í mínu umhverfi. Af hverju vildi ég verða búðarkona og flugfreyja þegar ég var lítil stelpa? Voru það sýnilegu störfin sem konur sinntu? Fyrirmyndir síast inn í undirmeðvitund okkar og það er ferlega erfitt að uppræta þær og jafnvel erfiðara að koma auga á þær staðalímyndir sem þær leiða af sér.
  Það er ekki meðvitað val að okkur finnist eðlilegra að konur eldi matinn og sjái um heimilisþrif á meðan karlar gera við bílinn og skipta um ljósaperur. Ég ákvað ekki sjálf að mér fyndist leikskólakennari og hjúkrunarfræðingur vera kvennastörf og framkvæmdastjóri og lögregluþjónn vera karlastörf. Það er ekki börnunum að kenna að stelpurnar vilja vera prinsessur á öskudaginn og strákarnir ofurhetjur. Þessi viðhorf má rekja til samfélagslegra vandamála sem eiga sér djúpar rætur og engar tilbúnar skyndilausnir. Staðalímyndir eru afleiðing fyrirmynda og birtingamynda kynjanna sem umkringja okkur frá blautu barnsbeini í auglýsingum, sjónvarpi, kvikmyndum, bókum, fréttum og daglegu lífi. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. 

  En af hverju datt mér ekki í hug að ég gæti orðið verkfræðingur?

  Afburðanámskona í öllum fögum, þá sérstaklega raungreinum þar sem ég fór leikandi létt í gegnum stærðfræði, eðlisfræði og náttúrufræði. Samt hvarflaði aldrei að mér að skoða háskólanám í þessum fögum og hvað þá verkfræði eða tölvunarfræði. Það var bara ekki einu sinni inni á radarnum hjá mér. Þarna hefur mig greinilega skort fyrirmyndir og þess vegna tek ég fagnandi verkefnum eins og Stelpur og tækni á vegum HR, sem hefur það að markmiði að vekja áhuga ungra stúlkna á tækninámi. 
  Það vildi þó þannig til að vinkona mín var hugrökk og skráði sig í heilbrigðisverkfræði. Mér fannst námið hljóma virkilega spennandi og sameina mín helstu áhugasvið, mannslíkamann og raungreinar.

  En ég hugsaði samt að það væri alveg ómögulegt val því það væri alltof erfitt og flókið nám fyrir mig. Þessi vinkona mín, sem hafði farið með mér í gegnum grunnskóla og menntaskóla, sagði svo við mig eftir fyrstu önnina sína “fyrst ég gat þetta, þá getur þú það”.

  Það kom svo á daginn að hún hafði rétt fyrir sér og fimm árum seinna útskrifaðist ég með M.Sc. í heilbrigðisverkfræði. Áhrif jafningjafyrirmynda eru nefnilega mikil. Það er svo áhrifaríkt þegar þú sérð vinkonur þínar og stelpur á þínu reki afreka hluti sem veita þér innblástur til þess að elta þína eigin drauma.   Ég hef mikið sótt í þessar jafningjafyrirmyndir í bland við hinar hefðbundnu eldri fyrirmyndir í félagsskap Ungra Athafnakvenna (UAK) en helsta markmið félagsins er að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu. Stjórn UAK vill gera allt sem í valdi félagsins stendur til að jafna stöðu kynja á íslenskum vinnumarkaði með því að styrkja stöðu og framtíð ungra kvenna sem stjórnendur og þátttakendur í atvinnulífinu. Þar skipta fyrirmyndir höfuðmáli og við þreytumst ekki á því að minna á hvað þær eru mikilvægar, því auðvitað skiptir það máli að ég sjái t.d. konu sem er forstjóri til þess að undirmeðvitund mín meðtaki það að konur geta verið forstjórar.

  Það er svo hvetjandi að sjá konur ögra fyrirfram ákveðnum staðalímyndum og ryðja veginn fyrir þær kynslóðir sem á eftir koma. 

  En hvernig getum við svo breytt þessum staðalímyndum til frambúðar? Til þess þurfum við hugrekki til þess að stíga fram, þora að fara á móti straumnum, finna kjark hjá okkur sjálfum og fá innblástur frá fyrirmyndum. 

  Dropinn holar steininn og breytingin byrjar hjá okkur sjálfum.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Ef hún getur það, þá get ég það