12. útgáfa
Read in English    
12. mars 2021
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Þankagangur um hinseginleika og fyrirmyndir

  Ég vildi óska þess að ég gæti verið fyrirmynd, hvort sem það væri fyrirmynd annarra eða mín eigin fyrirmynd. Eina fyrirmyndin sem ég gæti hugsað mér að vera er „fyrir” parturinn af fyrir-eftir ljósmyndum megrunakúra, fitubollan sem enginn vill vera. Þá þyrfti síðan að photoshoppa myndina af öðrum líkama yfir minn til að geta logið til um einhvern árangur sem að samfélagið hefur ákveðið að geri fólk að fyrirmyndum. 

  Með ólympískri hugarleikfimi get ég þá kallað líkaman minn fyrirmynd. Feiti, hinsegin, kynsegin og taugsegin (e. neurodivergent) líkaminn minn. Hver er þá eftirmyndin. Eftirmyndir af því sem að samfélagið vill að við öll sækjumst eftir: manneskjurnar sem að við erum ekki ennþá heldur eigum eftir að verða, seinna. Kapphlaup um að verða betri, en umfram allt — eins og aðrir. Sanna fyrir öðrum, og sjálfu mér, að allir lestir mínir eru yfirstíganlegir. Eiga mynd af mér úr fortíðinni, til að sýna öðrum hversu mikið mér hefur farið fram. Stranglega bannað að horfa aftur á við með hlýhug, heldur halda áfram, gera betur. Gleyma tilhugsuninni að vera nóg eins og við erum núna, nema í því samhengi að við erum aðeins skárri núna en við vorum einu sinni. Undirliggjandi skilaboðin um það að besta útgáfan af okkur er ekki komin, við getum ekki elskað okkur, ekki strax.

  Kannski þegar að ég er búin með mennta mig, kannski þegar ég hef fjárfest í steypu, kannski með því að eignast börn og maka. Kannski þá, þá verð ég ánægt. Kannski. Það vantar alltaf bara eitt í viðbót, næsta skrefið. Bara þetta eina í viðbót, áður en að ég verð betri útgáfa af mér. Hamingjusamt.
  Markmiðið að nálgast hamingju með að sækjast eftir veraldlegum eiginleikum. Markmið sem verða til af því að heyra „fyrir-eftir” sögur; „léttist um 50 kíló og fann ástina“, „fann sig í móðurhlutverkinu“, „dúxaði og fékk draumastarfið“. Þetta eru fyrirmyndirnar, þau sem að lifðu hamingjusöm til æfiloka. Eftirmyndirnar þeirra koma sjaldnar upp á yfirborðið: hvert líf þeirra leiddi eftir þennan hápunkt, hver var fórnarkostnaðurinn. Þau lifa hinu fullkomna líf, það hlýtur að vera. Svo heldur lífið áfram og ég reyni að troða mér í mótin sem mér eru sett. Mótin til að verða eftirmynd þeirra, líkt og stjúpsystur Öskubusku gerðu þegar þær skáru af fótum sínum til þess að fanga drauma prinsinn.

  ,,Sátt manneskja kaupir sér ekki neitt”1, markaðsöflin vinna í því að gera okkur óhamingjusöm og búa til fyrirmyndir til að selja okkur varning. Ekki bara varning, heldur ímynd sem að verður af veruleika, en bara ef að við eignumst þennan varning.

  Þekja almannarými með endurteknum skilaboðum um að þú ert ómöguleg manneskja nema að þú eignist þeirra vöru. Þá er ástæðan bak við þessi skilaboð ekki flókin: Það að fólk sé óánægt með sjálft sig getur ýtt undir alveg gríðarlega neyslu, sérstaklega ef að skilaboðin eru sú að hægt sé að kaupa sér hamingjuna. Tekjurnar á bakvið megrunariðnaðinn einan og sér velta á mörgum milljörðum, hvort sem um ræðir djúskúr, ketó eða lífsstílsbreytingar. Sömu lögmál gilda um marga aðra iðnaði sem að búa til tekjur með að grafa undan sjálfstrausti einstaklinga. Að fólk sé ekki nógu góðir foreldrar, nógu fallegt, nógu skemmtilegt, nógu gáfað. Þau skilaboð enduróma og skjóta niður rótum í samfélaginu. Hið venjulega hugsanafar fer að snúast um að við erum ekki nóg.
  Það róttækasta sem að ég get ímyndað mér að gera er að stefna að því að vera sátt við að vera ég sjálft. Að stefnan sé ekki að breyta því sem er að utan, heldur að leyfa lífinu að ganga í sínu nátturulega flæði. Það eina sem ég stefni á er að elska mig í öllum mínum myndum, bæði „fyrir og eftir” viss tímabil, en mest af öllu því sem að ég er núna.  — — —  1 Ragna B. Garðarsdóttir – www.ruv.is/frett/satt-manneskja-kaupir-ser-ekki-neitt og www.ums.is/leitin-ad-peningunum/hladvorp/satt-manneskja-kaupir-ser-ekki-neitt-ragna-benedikta-gardarsdottir  — — —  Höfundur er master í félagssálfræði og framtíðar keramiker.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Eftirmyndir