12. útgáfa
Read in English    
12. mars 2021
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Við eigum okkur öll fyrirmynd eða –myndir. Sama hvort við áttum okkur á því eða ekki. Í mínum huga er fyrirmynd ákveðin áhrifavaldur í þeim skilningi að fyrirmynd er manneskja sem hefur áhrif á það hvernig við sjáum heiminn. Fyrirmyndir geta breytt sýn okkar til hins betra, sýnt góð fordæmi í verki. Mér er það minnisstætt þegar að móðir mín, ein mín stærsta fyrirmynd, sagði mér frá Vigdísi Finnbogadóttur. Ég ætlaði varla að trúa þessu, einstæð móðir á Bessastöðum óhrædd við að taka pláss og hugrekki hennar að svara skrítnum spurningum sem að aðrir frambjóðendur fengu ekki. Að standa með sér gegn ákveðnu veldi varð til þess að hún leiddi heila þjóð og gerði það með kærleik að leiðarljósi og í verki, eða það var mín upplifun.    Þú varst alinn upp á tros 
  í lífsins ólgusjó 
  síðan varstu lengi á opnum bát 
  í lífsins ólgusjó   Ég lærði mikið um íslensku skáldin í menntaskóla og línan “í lífsins ólgusjó” eftir Hörð Torfason og Halldór Laxness fylgdi mér út í lífið eftir útskrift. Upplifanir hvers og eins eru eins misjafnar og þær geta verið margar. Ég lít í kringum mig á hverjum degi meðvituð um að fólk er ekki að upplifa hlutina eins og ég. Við erum öll á okkar eigin opna bát í lífsins ólgusjó. Ég þoldi ekki þessa klisju en þegar ég horfðist í augu við það upplifði ég ekki beint einmanaleika heldur skilning. Það er svo margt sem að spilar inn í það hvernig man upplifir hlutina — félagsleg staða, heilsufar, áfallasaga, fátækt, félagslegur stuðningur og svo mætti lengi telja. Það mætti segja að það sé leikrit lífsins að við náum oft ekki öll að njóta saman en það er líka fjölbreytnin og sagan okkar sem býr að baki.

  Ég sé það á fallegan hátt ef ég hef það á bakvið eyrað að upplifun annarra er ekki mín en ég get sýnt þeim samhygð. Góður hjúkrunarfræðingur sagði eitt sinn við mig: ,,sorgir annarra eru ekki sorgir mínar. En ég sit með þeim í sorgunum.“
  Upplifun hvers og eins mótar því líka ef man verður fyrir vonbrigðum með fyrirmynd. Ég er óhrædd að segjast taka mér eitthvað til fyrirmyndar, sama hver manneskjan eða dýrategundin er. Ég dáist að hugrekki kettlingsins míns þó ég verði stundum fyrir vonbrigðum með ákvarðanir hans. Ég dáist að seiglu maka míns í tónlist, að hjúkrunarnemum sem ég hef kennt og allt sem þau kenna mér til baka, ég dáist að notendum skaðaminnkunarúrræða og seiglu þeirra. Ég tek mér til fyrirmyndar góð verk og reyni að breyta rétt. En ég er líka mennsk. Manneskjur eru brigðular og gera mistök.

  Jafnvel fyrirmyndir gera mistök.  

  Á stuttri ævi hef ég átt margar fyrirmyndir en því líka orðið oft fyrir vonbrigðum. Í mínum huga snýst þetta þó ekki um væntingastjórnun heldur að bera virðingu fyrir mismunandi upplifunum án þess að fara í vörn. Þetta snýst um að leyfa sér að upplifa vonbrigði, því við erum öll mennsk (eða kettir). Að sýna hugrekki og vera óhrædd við að taka okkur til fyrirmyndar þá eiginleika sem við viljum ekki endurspegla. Það er allt í lagi. Fyrirmyndir eru kannski líka allskonar.  

  Að því sögðu geta manneskjur, sem verða fyrirmyndir, líka öðlast óskýr eða kýrskýr völd og það er ekki hægt að líta framhjá því. Engin manneskja er heilög og það getur orðið skaðlegt ef svo ber við. Því miður er enginn ómissandi en það þýðir ekki að þú sért ekki mikilvæg. Við erum ómissandi fyrir okkur sjálf því annars gætum við ekki siglt áfram í lífsins ólgusjó. Við berum ábyrgð sama hver við erum og að gangast við því að hafa gert mistök er líka í lagi. Í því felst sigur, ekki ósigur. Við getum öll á okkar eigin hátt í hversdagsleikanum verið fyrirmynd.

  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Fyrirmyndir í lífsins ólgusjó