12. útgáfa
Read in English    
12. mars 2021
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Ég skil hugtakið fyrirmyndir sem það fólk sem hefur áhrif á líf þitt. Þannig er hægt að sækja fyrirmynd til allra sem koma inn í líf þitt. Allir skilja eftir sig einhver spor. Hvað sem þér finnst um það. Hvort við sjáum þar eiginleika sem við viljum tileinka okkur eða forðast. 

  Þegar við erum lítil eru skilaboðin þau að fyrirmyndirnar séu fólkið sem við lítum upp til og leitum ráða hjá, sterkar fyrirmyndir eins og kennararnir og foreldrar. Sá skilningur er heftandi. Sérstaklega fyrir þau sem búa ekki við gott atlæti eða eru ekki svo heppinn að eiga kennarann sem túlkaður er í kvikmyndum, sem veitir nemendur innblástur og skilur eftir hjá þeim skilning á styrkleikum sínum. Dæmi um andstæðu slíks kennara er sá sem kenndi mér, ómeðvitað, að það er grimmd að horfa uppá einelti og ofbeldi án þess að stíga inn og stöðva það. Ég kom þeim skilning ekki í orð fyrr en þremur áratugum seinna og því síður að ég gerði mér grein fyrir hversu mótandi það var. Hversu mikla skömm því fylgdi að fá ekki staðfestingu fullorðinna á að slíkt væri ofbeldi. En það markaði mig, bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Ég er þakklát fyrir að gera mér grein fyrir því í dag og að geta meðvitað dregið af því lærdóm. Fyrir vikið varð ég snemma einstaklingur sem horfði ekki þegjandi upp á að aðrir væru niðurlægðir eða settir á varamannabekkinn en aldrei hleypt inn á völlinn. Ég gerði mér heldur ekki grein fyrir því að það kenndi mér að skilja áhrif ofbeldis í víðara samhengi. Það er líklegast ein af ástæðum þess að hluti ævistarfs mís varð að berjast gegn kerfislægu ofbeldi í réttarkefinu. Kannski er það þess vegna sem mér misbýður að réttarkerfið axli ekki þá ábyrgð sem það ber á því að gerendur kynferðisofbeldis séu gerðir ábyrgir gjörða sinna, leiði þá ábyrgð hjá sér, án almenns rökstuðnings, sem skilur þolendur eftir í meiri sárum en þegar upprunalega var brotið gegn þeim.  Ég vel hins vegar í dag að verða fyrir áhrifum þeirra kvenna sem láta sig sitt eigið líf, og annarra, varða. Sem taka ábyrgð á því ef þær eru svo hlaðnar verkefnum að bakið er alveg að brotna. Sem taka ábyrgðina sem felst í að horfa ekki í hina áttina þegar eitthvað er erfitt og leyfa því frekar að snerta við sér.

  Einnig þeim sem gera sér grein fyrir eigin takmörkunum og reyna ekki að axla ábyrgð á öllum vandamálum heimsins. Mér sýnist ég líta upp til þeirra sem láta æðruleysisbænina vera sitt leiðarljós, meðvitað eða ómeðvitað. Sem berjast ekki gegn því sem þær geta ekki breytt heldur hafa kjarkinn og skilninginn til að breyta því sem þær geta breytt, og skilja á milli baráttunnar og sjálfrar sín. Sem verða ekki að vandamálunum sem þær þurfa að leysa og geta gefist upp fyrir lífinu þegar það á við. Þora að halda áfram í trausti þess að allt muni fara eins og það á að fara því öðruvísi geti það ekki farið. Það eru háværu konurnar sem vaða fram með látum og ryðja veginn en ekki síður rólegar konur sem með hógværu og látlausu yfirbragði hola steininn hægt og rólega þar til á endanum er ekki annað hægt en að veita því athygli. Það eru eiginlega allar konur. Allar konur sem ég hef hitt búa yfir eiginleikum sem ég lít upp til. Ég virði þær og dáist að þeim fyrir styrkleikana, ekki síst fyrir styrkinn sem felst í viðkvæmninni og berskjölduninni. Því í viðkvæmninni felst mikill styrkur. Ég kenni dætrum mínum markvisst að hugrekki felst í því að gera það sem þær vilja, þrátt fyrir að þær séu dauðhræddar og óöruggar í fyrstu, jafnvel alltaf. Ég held að allar sterkar konur geri sér grein fyrir því að í viðkvæmni felst styrkur.

  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Fyrirmyndir: Í viðkvæmni felst styrkur