12. útgáfa
Read in English    
12. mars 2021
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Þú fylgdir hjartanu og þannig snertir þú hjarta mitt. Með orðum og hugrekki. Orðum sem snertu mig. Í þeim býr hugrekki sem ég  fann og fylgdi. Orðin höfðu vængi og lyftu mér upp. Í þeim var hluti af sál þinni, sársauka, sorgum, baráttuanda. Viljanum til að rísa upp, hátt yfir kúgun og ofbeldi. Vængir sem ætlaðir voru til flugs, farþegaflugs. Þau bera kraft þinn til kynslóðanna, upp og áfram.

  Og ég. Hér á hjara veraldar, norðar en nokkur maður ætlaði að búa. Þar til þau sigldu yfir hafið til að leita skjóls frá kúgun eða eigin syndum. Til þess að finna enn meiri kulda en fundu í staðin land sem varð að heimili. Til þess síðan að ræna sjálf og kúga í ránsferðum um heiminn. 

  Og þannig var það en við gleymum fljótt hvaðan við komum og neitum þeim um skjól sem leita hingað, frá ógnarstjórn og ofbeldi. Og hjartað grætur því ég er þau og þau eru ég. 

  Já og ég. Hér sem hef í raun allt sem ég þarf. Hef búið við öryggi á yfirborðinu en þó aldrei örugg. Ekki alveg því ógnin við ofbeldi gegn konum umlykur mig. Samfélagið. Þegar kona deyr af völdum heimilisofbeldis veit ég að ég er hún og hún er ég. 

  Því við erum ein heild. Keðja sem stöðugt slitnar því við gætum ekki að okkar veikustu. Leyfum þeim sterku að brjóta hlekki,  tengsl og bein, já brjóta bein. 

  Þú gefur mér orð sem hafa vængi og ég man að ég fæddist til að rísa upp, enn og aftur, rísa upp. Orð þín gefa mér kraft til að líta ekki undan. 

  Og ég stari beint inn í ógnina. Og ég sé að ég er þú og þú ert ég. Og við erum við, þannig rísum við hærra og hærra. Hátt.  

  Og orð þín rísa. Þau rísa og hífa okkur upp. 

  Takk Maya Angelou.
  — — —  Enn ég rís. 

  Ljóð eftir Maya Angelou, Still I rise. 
  Þýðing Steinunn Ýr

  Þú getur skráð mig í sögubækurnar 
  sem bitra litla norn, heimska og ljóta. 
  Sparkað mér í drulluna með skítugum skóm
  en ég rís samt, eins og örn, upp úr  rykinu. 

  Er ég of plássfrek fyrir þig? 
  Þegar ég geng um eins og drottning 
  líkt og ég eigi olíulind, í bakgarðinum
  sem þú kemst aldrei með klærnar í? 

  Lengra en stjörnur og sólir,
  tignalegri  en hafalda í ólgusjó, 
  hærra en hæstu vonir 
  enn ég rís

  Viltu sjá mig sem brotna og auma,
  lúta höfði og gráta, hversdagstárum.
  Bogna í baki líkt og visnað tré,
  veikburða eftir dagsins önn. 

  Skín ég of skært fyrir þig? 
  Færðu ofbirtu í augun, þegar ég glitra
  líkt og gullnáma sé innra með mér
  sem þú getur aldrei augum litið. 

  Þú getur skotið mig á færi með ljótum orðum,
  rist mig á hol með beittu augnaráði.
  Drepið mig hægt með innantómu hatri
  en samt, rís ég eins og örn, yfir heiðar. 

  Er ég of seiðandi fyrir þig? 
  Ertu hissa hve kynþokki minn er lokkandi
  að ég get dansað eins og villimey
  sem geymir demanta milli læranna. 

  Yfir smánun aldanna
  Ég rís.
  Frá fortíðarskömm. 
  Ég rís 
  Ég er dimmblátt hafið, voldugt og stórt.
  Í ölduróti og á móti straumi stend ég sterk
  og skil eftir dimmar nætur og sorgartár. 
  Ég rís.
  Hátt eins og sól að morgni sumardags
  Ég rís.
  Og færi fram gjafir kvenna frá örófum alda,
  Því ég er vonir og væntingar formæðranna. 
  Og ég rís.
  Og ég rís.
  Og ég rís. 

  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Maya Angelou