12. útgáfa
Read in English    
12. mars 2021
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Birtan gægist inn um gluggann í niðurgröfnu kjallaraíbúðinni. Ljósakrónan titrar þegar konan á efri hæðinni þrammar fram og til baka, eins og til að minna mig á tilvist sína og þegar fótatak hennar nálgast sameiginlegan snertiflöt okkar heyri ég hrópað: „Viltu bragðaref elskan?“ Ég silast upp stigann og samþykki boðið með dauflegu brosi.

  Ég sest með foreldrum mínum fyrir framan sameiningartákn fjölskyldunnar og fylgist með karlmanni í kolsvörtum jakkafötum með þráðbeint bak og galopinn munninn: „Virkjanaframkvæmdir eru öflugt mótvægi við þeim gífurlegu efnahagsáhrifum sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér,“ segir hann. Annar (sem er líka í jakkafötum) er ósammála, bendir á að huga þurfi að umhverfisáhrifum. Svo leiðir umræðan aftur að efnahagnum. Ég ranghvolfi augunum meðan ég japla á jarðarberjum og þristi og finn gamla ísinn bráðna á tungunni. Svo hristi ég hausinn yfir umhverfissóðunum sem hyggjast rétta heiminn af með mengun. En hrollur læðist um líkamann þegar frauðílátið utan af ísnum minnir mig á þátt minn í eyðileggingu jarðar. „Afhverju tókstu ekki fjölnotaílát,“ hrópa ég á aumingja móður mína. „U afsakið,“ svarar hún stjörf svo ég biðst afsökunar og hraða mér niður í kjallara í leit að lausnum.


  Út á við er ég umhverfisvæn (ég held að margir fylgjendur mínir myndu segja að ég lifi fyrirmyndarlífstíl). Ég lofa sjálfri mér að þetta sé minn seinasti dagur sem umhverfissóði.

  Frá og með morgundeginum ætla ég að halda mig heima til að lágmarka kolefnissporið. Hætta að nota einnota grímur og hanska, einstaka sinnum mun ég leyfa mér heitt vatn, sjampó og sápu en að öðru leyti mun ég byggja líferni mitt á lífrænum afurðum. Kjallarinn verður eins konar byrgi, læst fyrir utanaðkomandi áhrifum neyslusamfélagsins.

  Fyrst ætla ég að hjóla niður að fjöru, tína ofgnótt af íslenskum þara og veiða fullt af fisk sem ég gæti ýmist fryst eða þurrkað til að endast mér út veturinn. Þá þarf ég líka að kaupa frystikistu, helst notaða gamla frystikistu sem ég get fundið á Facebook. Ég myndi líka fylla hana af öllu grænmetinu og ávöxtunum í Krónunni sem eru á síðasta séns og kostar 99 krónur. Maturinn myndi endast mér út veturinn, alveg þangað til ég get komið á fót mínum eigin grænmetis- og matjurtagarði.

  Ég horfi bjartsýn á bækurnar í svefnherberginu, þessar sem hafa skapað sér sess í áramótaheitum mínum í áraraðir en aldrei verið opnaðar. Ég myndi þræða þær allar og endurnýta blöðin með eigin skáldverkum. Svo þyrfti ég að hverfa af samfélagsmiðlum, losa mig við snjallsímann, stunda jóga og verða hugleiðslugúrú. Veraldleg gæði yrðu óþörf. Ég gæti hætt að skanna fasteignavefi og loksins sætt mig við sjálfskipuðu vistina í kjallaraíbúð foreldra minna. Blaðamenn muna svo líklegast flykkjast að kjallaranum og fjalla um einstakt framlag mitt til umhverfismála sem mun ef til vill leiða til þess að fleiri muni fara að mínum ráðum, bílar verða sjaldséðir í Reykjavík og álverum lokað.

  Ég byrja að laga til, geri birgið heimilislegra og móta pláss fyrir frystikistu. Seinasta notkun símans í bili er til að finna notaða frystikistu á Facebook. Ég opna appið, en þegar ég er við það að hefja leitina grípur auglýsing frá Kringlunni athygli mína: „ÚLALA ÚTSALA“ og „Seinasti dagur útsölunnar!“

  Með einni fingrahreyfingu er ég búin að hækka yfirdráttarheimildina í bankaappinu, fylla bílinn af bensíni og stend á Stjörnutorgi með ótal plastpoka í höndunum.

  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Seinasti dagurinn