12. útgáfa
Read in English    
12. mars 2021
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • „Hver er ykkar helsta fyrirmynd?“ spurði fyrirlesarinn og hélt svo áfram „er það kannski Helen Keller?“

  Hann stakk upp á Helen Keller eins og ekkert væri sjálfsagðara, enda áheyrendur allir daufblindir, það er að segja bæði heyrnarlausir og blindir. Umræddur fyrirlesari var staddur í norrænum sumarbúðum fyrir daufblind ungmenni og hafði nýlokið við að segja ævisögu sína og fjalla um sínar helstu fyrirmyndir. Ég ranghvolfdi bara í mér augunum yfir uppástungu hans, enda Helen Keller vel þekkt dæmi og jafnvel dálítið þreytt hjá okkur daufblinda fólkinu, svona eins og Vigdís Finnbogadóttir eða Michelle Obama.


  En hver var þessi kona, Helen Keller? Í stuttu máli er hún líklega ein af fyrstu fötluðu aktívistum í heiminum, og sú þekktasta. Hún var bandarísk kona af efri stigum samfélagsins og var uppi á 20. öld, en hún var fædd árið 1880. Hún barðist fyrir réttindum fatlaðs fólks, tók þátt í baráttu verkalýðsins og kvennréttindabaráttunni auk þess sem hún var á móti kapítalisma, rasisma og stríði.

  Ekki nóg með það, heldur var hún sjálf daufblind og braut blað í sögunni með því að verða fyrsta daufblinda manneskjan til að útskrifast úr háskóla. Þá gaf hún út bækur og ritgerðir, þar á meðal sjálfsævisögu sína My Life sem hefur verið kvikmynduð.

  Í hugum margra, ekki bara daufblinds fólks, er Helen afar merkileg persóna.  Ég hef oft heyrt daufblint fólk segja að hún sé sín fyrirmynd enda var hún brautryðjandi. Jafnvel eru haldnir viðburðir í hennar nafni á borð við Helen Keller World Conference og í Bandaríkjunum er heil stofnun sem heitir í höfuðið á henni, Helen Keller Center. Síðast en ekki síst er alþjóðadagur daufblindra á afmælisdegi hennar, 27. júní. Það vill þó oft gleymast að hún var flókin persóna og barðist ekki einungis fyrir réttindum daufblindra, heldur tók hún þátt í pólitískri umræðu og kom með eldfimar skoðanir sem ekki allir tóku fagnandi. Þrátt fyrir það er hún þekktust fyrir að vera daufblind og hafa lært að hafa samskipti sjö ára, enda segja margar bandarískar barnabækur frá því hvernig kennari hennar Anne Sullivan dýfði hendi hennar í brunn og stafaði: VATN. 

  Nú nýlega brá mér heldur betur í brún þegar það fór af stað umræða á Tiktok þar sem tilvist Helen Keller var dregin í efa. Samsæriskenningarnar ganga meðal annars út á að Helen hefði aldrei getað komist í háskóla á þeim tíma sem hún lifði vegna fötlunar sinnar eða tekið þátt í umræðunni. Hún væri því tómur uppspuni og svo virðist sem margir hafi tekið þessum samsæriskenningum trúanlega. Þetta kom heldur betur illa við marga úr samfélagi daufblindra, enda spunnust umræður um málið á þeim vettvangi á samfélagsmiðlum. Samsæriskenningarnar afhjúpa ableisma og hvernig hann fær að vaxa og dafna á miðlum eins og Tiktok. Vissulega tilheyrði Helen Keller þeim minnihlutahópi að vera fötluð kona, en það má ekki gleyma því að hún var af efri stigum samfélagsins í Bandaríkjunum, í stöðu sem gerði henni kleift að fá aðstoð, mennta sig og verða baráttukona á þeim tíma sem hún lifði. Hún skildi eftir sig ævisögur og ritgerðir og hún var orðin það vel þekkt að hún fékk að vera á frímerki. Það að ganga út frá því að manneskja geti ekki gert eitthvað vegna fötlunar sinnar kallast ableismi og það er sorglegt að sjá hvernig hann bitnar jafnvel á einni helstu baráttukonu fatlaðs fólks.

  Það má auðvitað setja spurningamerki við raunverulega kunnáttu fólks um líf þessarar konu, hvort það þekki skrif hennar og framlag til samfélagslegrar umræður, eða hvort það þekki einungis söguna af kraftaverkinu við vatnið — en ableismi sprettur einmitt upp frá fáfræði.


  En aftur að fyrirlesaranum í sumarbúðunum, hverju svaraði ég þá? Ég sagði auðvitað ekki Helen Keller, enda ekki vel að mér um hana né sammála öllu sem hún sagði eða gerði. Svo ég endaði á að segja: „Þegar stórt er spurt… Ætli það sé ekki bara amma mín?“


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Sígilda fyrirmyndin Helen Keller lendir á Tiktok