12. útgáfa
Read in English    
12. mars 2021
texti:
Eva Lín Vilhjálmsdóttir

myndir:
Skjáskot af vef- og instagramsíðu The White Pube
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir

 • Í augnablikinu prýða plaggöt veggi á víð og dreif um Lundúnir — sem og aðrar borgir í Bretlandi. Plaggötin kalla eftir auknu gegnsæi í listheiminum, borgaralaunum og að fjarlægð verði rasísk verk úr opinberum stofnunum Bretlands. Á bakvið plaggötin stendur tvíeyki sem kallar sig The White Pube. Þær Gabrielle de la Puente og Zarina Muhammad nálgast list og ýmislegt sem þeim dettur í hug af nánd og einlægni — í því er markmið þeirra falið: að fá persónulega nálgun á eitthvað sem við köllum „Listheiminn“ og er oft nokkuð ópersónulegt fyrirbæri, sérstaklega þegar það kemur að umræðu eða listrýni. Nafnið, The White Pube, er skírskotun til og grín að gallerí keðjunni The White Cube, sem á sér bækistöðvar víðsvegar um heim og nær samtímis að vera fyndið en líka djúp gagnrýni í sjálfu sér.

  Almennt er hinn hvíti kubbur hugsaður sem eins konar rými þar sem hægt er að skilja umhverfið eftir fyrir utan — gallerírýmin eru hvítmáluð vegna þess að það er listin sjálf sem á að fá að njóta sín án truflana. Lífið getur beðið fyrir utan galleríið og hið hversdagslega amstur og álag á ekki að hafa áhrif á nautnina eða tilfinningarnar sem listin sjálf á að tjá og einstaklingurinn að túlka.

  En virkar það í alvöru þannig að skoða list? Ef einhver er spurningin þá er þetta spurningin sem vakir fyrir þeim. Er listheimurinn laus við hversdaginn?

  Svarið er nei, langt því frá. Og með þessu nei-i varpar tvíeykið ljósi á breitt umræðuefni. Sem spannar allt frá byrjun ferlisins, við gerð listaverksins og möguleikann til listnáms, til loka afurðarinnar sem er til sýnis og gestir virða fyrir sér á opinberri stofnun eða í galleríi. 

  Í fyrsta lagi er áhorfandinn ekki hlutlaus, þrátt fyrir að rýmið sé strípað. Áhorfandinn getur verið í vondu skapi og líkað listin illa eða á hinn bóginn ástfanginn og finnst allt æðislega nett. Huglægt mat á listaverki frá okkar eigin sjónarhorni á alveg jafnan rétt á sér hvort sem við erum menntuð til að „skilja“ tilvísanirnar sem verkin eiga að vitna í eða ekki. Okkur getur einfaldlega fundist eitthvað verk óþægilegt, bíómynd sorgleg eða lag leiðinlegt vegna þess að það er vont veður og við erum blaut í fæturna.

  Í öðru lagi þá hafa ekki allir jöfn tækifæri til þess að vera listamenn. Til dæmis: hvernig hafa listamenn efni á að vera listamenn? Stór spurning sem varpað er fram á einu af plaggata þeirra: 004: „people across the creative industries need to declare if they have rich parents who helped them get where they are today.“

  Það er ekki eingöngu það að vera listamaður: það eru líka umsóknirnar, leigan og tíminn sem fer í að vinna til hliðar við listina. Hvernig sækir myndlistarfólk um styrki? Hvaða áhrif hafa þessar fjárhagslegu hliðar á listina? 

  Gagnsæi er eitthvað sem þær halda í hávegum. Eitthvað sem er erfitt að nálgast í jafn óreiðukenndum starfsferli og í listum. Þær gefa upp á heimasíðunni sinni hvað þær fá borgað að hverju sinni og eru ekki styrktar af opinberum stofnunum. Þær bjuggu til bókasafn fyrir styrki, með dæmum af verkefnum sem hafa fengið styrki (í Bretlandi) og hægt er að skoða á heimasíðunni. Gagnsæi getur líka verið gaman og einlægt. Því gaman og gagnsæi er ekki andstæðupörun. Ekki allir hópar hafa jafnan aðgang að upplýsingum. Það er leiðinlegt, viðheldur einsleitni og takmarkar möguleika hópa til listsköpunar og sýnileika.
  Þegar ég var að velja fyrirmyndir sem ég myndi vilja skrifa um fyrir þennan pistil hugsaði ég mig um vel og lengi. Fyrirmyndir geta verið ýmiskonar og af öllum kynjum. Hvaða fólk ætti ég að taka fyrir? Það eru svo margar fyrirmyndir sem koma til greina, dánar eða lifandi? Gamlar eða ungar? 

  Ég fékk fluguna í höfuðið einn morguninn meðan ég var að skrolla á Instagram, stoppaði við póst hjá The White Pube og hugsaði með mér ,,ohh þær eru svo cool – af hverju er ég ekki svona óhrædd við að tjá mig á netinu? Hvernig fara þær að því að vera með svona einlægan internet presence?“ og hægt og rólega áttaði ég mig á því að ég væri í raun bara smá abbó. En það er ekkert að því að vera smá abbó — þær eru tussu cool!

  Og þess vegna valdi ég þær sem fyrirmyndir. Í stað þess að velta mér upp úr því hversu lítilsverð afbrýðissemi mín var í morgunsárið þá hugsaði ég að hún væri kannski til marks um að þær gerðu eitthvað sem mér fyndist töff en þorði ekki að gera sjálf. Að kannski langaði mig sjálfa að vera aðeins einlægari á internetinu.

  Hvað þýðir það að vera einlæg á netinu? Þær birta greinar einu sinni í viku og eru vinsælar á Instagram. Það gæti talist auðvelt að vera einlæg á persónulegri heimasíðu sinni en aðrir miðlar eins og Instagram meta efnið sem birtist á út frá öðrum stöðlum. Mælieiningarnar eru þannig gerðar erfiðar, sérstaklega þegar það kemur að einlægni, og margir eiga erfitt með að feta þann gullna milliveg á milli þess að „vera það sjálft“ og að vera birtingarmyndin ein á miðlinum. Þeim tekst einmitt að feta þennan milliveg. Geggjuð blanda af málefni og persónuleika er eitt af því sem heillar mig við þær. Lesandinn getur verið ósammála og það skiptir ekki öllu máli því það er samtalið sem er mikilvægt.
  Markmið þeirra er hrátt og nálgunin einnig. Það er ekki stórbrotið umbrot á samtímanum sem sóst er eftir heldur er það hversdagsleg gagnrýni á einhverju sem þarf að breyta en mun ekki breytast nema að umræðan haldi áfram. Það þarf þó ekki að vera sligandi. Í einlægni tvíeykisins er mikilvægi gamansins falin. Þær binda sig ekki takmörkunum um hvað skrifin ættu að vera og þannig ná þær einnig að skrifa einlægt og frá hjartanu. Önnur byrjaði sem dæmi að skrifa gagnrýni um tölvuleiki frekar en list vegna þess að það höfðaði meira til hennar. Það er hægt að vera gagnrýnin og alvarleg án þess að vera leiðinleg (sem er vond steríótýpa sem við viljum losna við).

  Það eru einstaklingar, ungir og aldnir, sem eru að vinna að breytingum á samtímanum, stórar sem smáar, og það er mikilvægt að viðurkenna það og geta fagnað því. Setjast með á vagninn og vera aðeins einlægari á netinu, viðurkenna misskiptingu upplýsinga sem og tækifæra og taka þátt í breytingunum. Skilaboð The White Pube eiga ekki bara við um myndlist, eða listheiminn, heldur um flesta starfsferla og hópa í samfélaginu okkar: hvort sem það er í pólitík, í viðskiptalífinu, eða í persónulega lífinu — þá má spurja sig hvort allir standa jafnt þegar það kemur að auði, tækifærum og upplýsingum. Það er einfaldlega ekki þannig, við ættum að hætta að láta eins og það sé raunin vegna þess að það er kúgandi. Því meira sem við þorum og erum viljug til að tala um það, þeim mun betra — og sérstaklega þegar það er af einlægni.  
  — — —

  Heimildir:

  www.thewhitepube.co.uk

  www.tate.org.uk/art/art-terms/w/white-cube

  www.thewhitepube.co.uk/podcast-origin-story

  — — —

  Skoðaðu vefsíðu The White Pube hér.
  Fylgdu The White Pube á instagram hér.

  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  The White Pube