13. útgáfa
nýsköpunarvikan.
Út fyrir kynjatvíhyggjuna – My Genderation
26. maí 2021
texti:
Viktoría Birgisdóttir
myndir:
Heiðdís Buzgò
Skipta um letur
Skipta um letur
Skipta um letur
Skipta um letur
Flokkar
Höfundar
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Viðtal við Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur og Fox Fisher stofnendur My Genderation

  Ég hafði samband við Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur og Fox Fisher til að ræða um fyrirtæki þeirra My Genderation sem þau reka saman í Englandi ásamt fleirum. My Genderation eru vaxandi kvikmyndaverk um líf trans fólks og hafa nú þegar verið gerðar yfir 100 myndir. Verkin hafa verið sýnd á fjölmörgum kvikmyndahátíðum víðsvegar um heiminn og eru einnig mikið notuð til fræðslu. Fyrirtækið gengur út frá hugmyndum um samfélagslega nýsköpun en efnið fjallar um jaðarhóp sem upplifir kerfisbundna fordóma og mismunun og er tilgangurinn að varpa ljósi á líf þeirra. Með því að beina sjónum að lífi trans fólks er hægt að uppræta fordóma og leyfa röddum þessa jaðarhópa að heyrast. Á heimasíðu Trans Íslands er trans skilgreint sem  „regnhlífarhugtak fyrir allt það fólk sem er með kynvitund, kyntjáningu eða kyngervi sem er á skjön við það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu.” 

  Hugmyndina að My Genderation fengu Fox Fisher og Lewis Hancox eftir að hafa tekið þátt í heimildarverkinu My Transsexual Summer árið 2011. Fox fannst erfitt að geta ekki útskýrt eða tjáð sjálfsmynd sína sem kynsegin trans. Kynsegin einstaklingar skilgreina kyn sitt fyrir utan tvíhyggju kynjakerfið, þ.e. skilgreina sig ekki sem eingöngu karlkyns eða kvenkyns.

  My Genderation var stofnað með það að markmiði að sýna trans fólk eins og það raunverulega er. Myndirnar eru gerðar af trans fólki, um trans fólk, fyrir allt fólk.

  Ég spurði Fox Fisher nánar út í uppruna hugmyndarinnar: „Framleiðendur þáttanna báðu mig um að einfalda upplifun mína þar sem áhorfendur myndu annars ekki skilja” segir Fox og heldur síðan áfram: „Flest efni um trans fólk er gert af fólki sem er ekki trans, sem þýðir að fólk fær í raun aldrei að upplifa okkar raunverulega líf. Oftast er áhersla sett á hluti eins og skurðaðgerðir, viðbrögð fjölskyldna við að koma út sem trans og breytingarferlið. Sjaldan er talað um hluti eins og drauma, ótta og vonir, það að ná langt í lífinu og yfirstíga hindranir. En það er einmitt þar sem við viljum sýna með My Genderation. Með sameiginlegri reynslu okkar getum við sýnt fólki raunverulegt líf trans fólks og með því komið í veg fyrir þessar þreyttu klisjur sem eru oft drifkraftur neikvæðra hugmynda um trans fólk”. 

  Ugla tekur í sama streng: 

  „Við fjöllum oft um mismunandi gerðir fordóma, hvort sem um er að ræða samfélagslega eða kerfislæga, eins og t.d. aðgengi að heilbrigðisþjónustu, neikvæð viðhorf, útskúfun og ofbeldi. En okkar sjónarhorn er alltaf öðruvísi heldur en sjónarhorn þeirra sem eru ekki trans, þar sem við getum kafað dýpra og þekkjum þessa reynslu á eigin skinni. Sömuleiðis treystir trans fólk okkur til að sýna þau í réttu ljósi og fara vel með sögur þeirra. Á þann hátt erum við að brjóta upp áralangar birtingarmyndir trans fólks, sem hafa sögulega verið mjög neikvæðar og jafnvel skaðlegar.” 

  My Genderation er miklu meira en kvikmyndaverk, þetta er samfélag af fólki sem á það sameiginlegt að vilja fræða um réttindi og líf trans fólks.

  Allir sem hafa tekið þátt í verkunum eru sem ein stór fjölskylda. Þau eru virk á samfélagsmiðlum og halda einnig ýmsa viðburði líkt og Trans Pride Film Festival í Brighton.
  Ugla nefnir hversu gríðarlega dýrmætt það er að trans fólk fái tækifæri til þess að tjá sig og búa til eigið efni. Því miður eru ekki mörg tækifæri fyrir trans fólk til þess. Með þeirra nýsköpun hefur My Genderation tekist að skapa slíkan vettvang, þrátt fyrir að hafa lítinn aðgang að fjármagni, forréttindum og tenglsum inn í kvikmyndaheiminn. Efnið er öllum aðgengilegt á netinu algjörlega gjaldfrjálst, og er mest öll vinnan gerð í sjálfboðavinnu. 

  „Sem betur fer hefur verið meiri vitundarvakning undanfarið að fólk sem vinnur í þágu svona málstaðs eða í samfélagslegri nýsköpun eigi að fá borgað fyrir vinnuna sína. Okkar reynsla er í rauninni sérþekking sem hvergi annars staðar er fáanleg og eigum við því að fá viðurkenningu og tækifæri til þess að segja okkar eigin sögur og fá borgað fyrir okkar framlag til samfélagsins, hvort sem um er að ræða að búa til efni, tala í pallborði eða koma fram á viðburði eða í fjölmiðlum. Þannig er hægt að skapa verðmæti og fólk þarf ekki endalaust að vinna sjálfboðavinnu og leggja ótrúlega mikla vinnu í eitthvað án þess að fá neitt fyrir tíma sinn. Aktívistar og fólk sem berst fyrir ákveðnum málstað á svo sannarlega skilið að fá borgað fyrir sína sérþekkingu og vinnu” segir Ugla. 

  Viðtal við Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur og Fox Fisher stofnendur My Genderation

  Þegar kemur að samfélagslegri nýsköpun þá er mikilvægt að horft sé til fjölbreytileika þar sem áhersla er lögð á að skapa pláss fyrir mismunandi raddir samfélagsins.

  Samfélagsleg nýsköpun leitast við að finna lausnir við samfélagslegum áskorunum, sem eiga það til að vera kerfislægar.

  Tilgangurinn er að þróa nýjar hugmyndir sem fela í sér ávinning samfélagið. Það felst mikill ávinningur fyrir samfélagið að uppræta þá fordóma í garð trans fólks sem hafa náð að grassera í samfélaginu óhindrað. Áhrifaríkasta leiðin til þess er fræðsla og persónuleg tengsl við fólkið sem um ræðir. Flest fólk sem á einhver alvöru persónuleg sambönd við trans fólk á mun auðveldara með að átta sig á eigin fordómum og aflæra þá. Í huga Uglu og Fox er nýsköpun, líkt og My Genderation, einmitt það — að búa til samfélag þar sem við getum öll verið örugg í okkar eigin skinni og að sérþekking og vinna sé metin að verðleikum.   — — —  Nýsköpun á jaðrinum í samstarfi við Nýsköpunarvikuna  — — —  Skoðaðu heimasíðu My Genderation hér (https://mygenderation.com/)

  Einnig er hægt að fylgja þeim á instagram (https://www.instagram.com/MyGenderation/)

  Og svo er hægt að finna öll verkin á youtube (https://www.youtube.com/channel/UCsDRRuhpz3oCi5PABiiY5kA)

  (Heimild: https://transisland.is/ordalisti/).


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Út fyrir kynjatvíhyggjuna – My Genderation