1. útgáfa
14. september 2018
myndir og texti:
Una Hallgrímsdóttir
Flokkar
Höfundar
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Eva Sigurðardóttir
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Ísold Halldórudóttir
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Mars / Margrét Andrésdóttir
 • Nadine Gaurino
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Mansour
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Sunna Ben
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • ,,Við konur sem bændur, ekki við bóndakonur, konur bóndans.“

  Við erum fjórar sem tókum okkur saman um verkefnið. Fjórar konur, allar í sama náminu, allar frá mismunandi löndum og allar með mismunandi bakgrunn þegar kemur að landbúnaði.

  Oft er hugsað um bændur sem sterka karlmenn, og jafnvel þótt konur séu einnig viðurkenndur hluti af landbúnaði, þá eiga kynjahlutverkin það til að vera mjög aðgreind og hefðbundin. Við vildum því sýna að slíkar kynbundnar hefðir eru takmarkandi, og einfaldlega leiðinlegar, með því að sýna hvað í okkur býr sem konur í þessum hlutverkum. Við konur sem bændur, ekki við bóndakonur, konur bóndans. Við erum auðvitað meðvitaðar um það að við erum ekki líkamlega sterkar á sama hátt og margir karlmenn, en það þýðir ekki að við getum ekki þjálfað okkur upp í að sinna sömu störfum. Og það er einmitt það sem við viljum koma á framfæri.

  “THE FEMINIST FARMING PROJECT”

  The Feminist Farming Project er verkefni sem er sprottið úr Hönnunardeild Linné Háskólans í Växjö í Svíþjóð. Þar stunda ég nám í almennri hönnun með áherslu á aukna sjálfbærni. Ég ásamt þremur samnemendum mínum í náminu tókum að okkur að setja af stað lítið landbúnaðarverkefni á landsvæði sem deildin fékk úthlutað. Þetta er hönnunarverkefni sem kannar möguleika þess að endurhanna neyslukerfið okkar og vonandi bæta hringrás í hagkerfinu í nærumhverfi okkar. Verkefnið hófst formlega núna í maí og er að miklu leyti tilraunaverkefni. Í verkefninu felst að prófa mismunandi aðferðir við að rækta ýmsar plöntur, en við vonumst til að geta nýtt uppskeruna í frekara tilraunastarf.

  HÖNNUN OG LANDBÚNAÐUR

  Hönnun er oft tali vera ferlið sem í felst að ákveða hvernig hinir ýmsu hlutir eiga að líta út, ýmist föt, húsgögn eða grafík. Það er auðvitað alveg rétt, það eru alltaf hönnuðir sem koma að þessum ferlum. Hönnun er samt sem áður mun breiðara svið en það. Námið mitt er nokkuð framarlega í því að líta á hönnun með opnari hug; hönnun þar sem pælingin skiptir oft meira máli heldur en útkoman,

  hönnun þar sem megin markmiðið er að gera aðeins betur fyrir heiminn, ekki bara að hanna nýjan hlut í heim sem þarf ekki endilega á nýjum hlutum að halda.

  Landbúnaðarverkefnið er því liður í því að hugsa um hönnun algjörlega frá byrjun, alveg ofan úr moldinni, því af jörðu erum við komin og allt það.

  Þegar kemur að sjálfbærri hönnun er mikilvægt að skoða ferlið frá grunni og vera með á hreinu hvað felst í ferlinu á öllum stigum þess. Það getur verið hættulegt að hanna með lokuð augun, alveg sama hvort þú ert að hanna hettupeysu, mjólkurfernu eða landbúnaðarkerfi.

  Ég ræddi við Hólmfríði Maríu Bjarnardóttur, sem ólst upp á stórum bæ í Súgandafirði fyrir vestan. Hennar reynsla af því að hafa alist upp í sveit staðfestir ýmsar kenningar mínar um ólík kynhlutverk í landbúnaði á Íslandi. Henni og systrum hennar voru gefin önnur verkefni en bróður hennar. Það voru ákveðin konu og krakkastörf sem einkenndust af því að gefa kálfunum mjólk eða hjálpa til við eldamennskuna, á meðan karlarnir sjá um að keyra traktora og standa í meiri „erfiðisvinnu“. Þetta er ekki eitthvað sem kemur okkur mikið á óvart og Hólmfríður segir sjálf að hún hafi ekki kippt sér upp við þetta á meðan, því svona var þetta bara. Það var ekki fyrr en síðar að hún áttaði sig á því að svona þyrfti þetta ekki að vera.

  Aðgreind kynjahlutverk eru augljós hvert sem litið er, og yfirleitt eru þau nokkuð saklaus. Er það ekki? Hefur þetta ekki alltaf verið svona?

  Kynjahlutverk hafa meiri áhrif en sýnist í fyrstu, þetta snýst ekki bara um verkaskiptingu, heldur hugmyndafræði sem hefur áhrif á sjálfsmynd kvenna og karla. Hvernig væri ef ungar stelpur myndu alast upp við skilaboð um að þær væru alveg nógu sterkar og gætu unnið alveg sömu störf og karlar, og sömuleiðis að strákar myndu sjá að þeir eru ekki einir um að vera duglegir og kraftmiklir. Svona hefur þetta bara alltaf verið, en ætti þetta alltaf að vera svona?

  Þegar leitað er að myndum af bændum á veraldarvefnum kemur skýrt og greinilega í ljós hvaða hugmyndir samfélagið hefur um kynjahlutverk í landbúnaði. Prófaðu!

  FEMINISMI OG LANDBÚNAÐUR

  Það er ekki einungis nafnið á verkefninu sem endurspeglar feminískt viðhorf okkar, heldur erum við alltaf að hugsa um hvernig við getum stuðlað að sjálfbærari þróun með verkefninu, bæði á félagslegum og umhverfistengdum nótum. Verkefninu er ekki einungis ætlað að kanna betri leiðir til að rækta plöntur, við vonumst einnig til að gera þetta að félagslegu verkefni með viðburðum sem tengja saman samfélagið. Feminismi byggist auðvitað á pælingum um aukið jafnrétti, og þannig helst þetta allt í hendur — jafnrétti og umhverfið.

  Hvernig ætlum við að stuðla að jafnrétti kynja og annarra hópa ef við getum ekki skipt jörðinni jafnt og fallega á milli okkar?

  Í grunninn snýst landbúnaður um að sjá okkur fyrir næringu, sem er algjör grunnþörf lífs okkar. Þessi þörf endurspeglast líka í hefðbundnum kynjahlutverkum okkar, móður- og föðurhlutverkinu og hvernig við sjáum til þess að við og fólkið okkar lifi af. Hvað felst eiginlega í því að við lifum af í dag og lifum vel?

  Almenn virðing fyrir móður náttúru, jafnrétti í aðgengi að auðlindum hennar, og félagslegt jafnrétti meðal allra íbúa hennar. Þetta hljómar kannski eins og einhver útópía, en ætti ekki að gera það. Þetta ætti að hljóma eins og raunverulegur heimur, okkar heimur.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  Feminist Farming Project