1. útgáfa
15. september 2018
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Allt sem þú
  ert 

  var einu sinni
  mitt. 

  Kom frá mér
  til þín. 

  Blóð,
  rjómi,
  kossar. 

  Allt sem ég
  gat ekki orðið, 

  ég mun grafa göng,
  brjóta þök,
  steypa af kolli,
  hringja símtöl,
  vaka um nætur,
  rista mig á hol,
  aftur,
  og aftur,
  og aftur, 

  til að þú getir orðið
  nákvæmlega
  hvað
  sem
  er.   Þetta ljóð orti ég til dóttur minnar stuttu eftir að hún kom í heiminn. Tilfinningin sem ég lýsi ― tilfinningin að horfa á barnið sitt og þrá ekkert heitar en að það fái rými og frelsi til að blómstra ― er líklega sú sem ég brennur ennþá heitast innra með mér, 18 mánuðum síðar. Eftir því sem dóttir mín hefur orðið eldri og ég fengið tíma til að ofhugsa hlutina þá hefur þetta verkefni vaxið mér í augum. En það er víst fullseint að hætta við núna. 

  Við fórum í ljósmyndaverslun um daginn, ég og stelpan mín. Það var mars og stórhríð úti, henni var pakkað í kerrupoka þannig að hausinn einn stóð upp úr og á honum var lambhúshetta. Hún situr í kerrunni í makindum sínum, skríkir og pirrast til skiptist, á meðan ég tala við starfsmann. Í röðinni á eftir mér er kona sem sér að dóttir mín er pirruð og af borgaralegri skyldu sinni byrjar að fíflast í henni, sem var kærkomið. Þegar ég fer að ferðbúast byrjum við konan í röðinni að spjalla, og svo segir hún mér hvað henni þyki strákurinn minn glaður og flottur. Ég ákveð að vera ekkert að gera stórmál úr því, þessu með kynið skiljiði, og tek undir með henni og segi að hún sé alltaf svona skemmtileg og hress í skapinu.

  Þegar konan áttar sig á því að hún hafi dregið ranga ályktun um kyngervi barnsins á þeim forsendum sem henni voru gefnar (brosandi haus með gráa lambhúshettu), biður hún mig innilegrar fyrirgefningar, og leiðréttir sig: ,,Mikið er hún þá fín og sæt.“ 

  Á leiðinni heim hefði ég ekki haggast í versta stormi ― svo þungir voru þankar mínir eftir þessi stuttu og hversdagslegu orðaskipti sem ég átti við konuna. Það eina sem þurfti til að þess að barnið mitt færi úr því að vera séð sem „glatt og flott“, aktífur einstaklingur, yfir í „fínt og sætt“, orð sem mætti til dæmis nota til að lýsa borðskreytingum, var einungis það að fyrst var hún álitin strákur en svo var hún („nú ó, fyrirgefðu mér“) stelpa. 

  Samtalið sem ég átti í ljósmyndabúðinni birtist mér sem foreldri daglega á einn eða annan hátt, og er langt síðan ég gerði eitthvað veður úr misskilningi sem þessum. Ég geri mér grein fyrir því að það er eðlilegt að vilja þreifa fyrir (ekki bókstaflega, díses) kyngervi fólks til þess að geta átt í samskiptum við það, eða tala um það. 

  Eðlilegt, já, en ekki endilega nauðsynlegt, og leyfi ég mér að ganga svo langt að segja það skaðlegt ― skaðlegt því að fólk geti alist upp frjálst til að vera nákvæmlega eins og það vill vera. 

  Eðlilegt, því tungumálið okkar reiðir sig á kyn þeirra sem við tölum við eða um. Það er þannig sem íslenskan er uppbyggð, og því áfellist ég konuna ekki, né nokkurn annan sem vill vita kyngervi barnsins míns til að geta átt í eðlilegum og flæðandi samræðum. Ekki nauðsynleg krafa til tungumáls samt. Þetta er hins vegar ekki það sem er til umræðu í dag. Kannski seinna. 

  Eðlilegt, því við höfum ólíkar væntingar til fólks út frá því af hvaða kyni það er. Strákar eru glaðir og flottir, stelpur eru fínar og sætar. Skaðlegt, einmitt af þeirri ástæðu. 

  Það eru auðvitað óteljandi atriði sem móta okkur, og móta þar með drauma okkar og þrár, og spilla mögulega þessu frelsi. Margt af því er nauðsynlegt og erfitt að koma í veg fyrir, til dæmis það að ég þurfi að aðlaga mínar væntingar til lífsins að þeim staðreyndum að ég er fædd á Íslandi. Sum eru hins vegar ónauðsynleg. 

  Allt frá því að við fæðumst, og jafnvel fyrr, verðum við fyrir áhrifum fyrirframgefinna hugmynda samfélagsins um kynin. Fólk sem fylgist með sér að óneitanlega er komið öðruvísi fram við börn út frá kyngervi.

  Við notum ólík orð til að lýsa kynjunum, klæðum þau í ólík föt til að merkja þau (svo ekki komi upp samskonar misskilningur eins og sá sem varð í ljósmyndabúðinni), við spyrjum stráka hvort þeir ætli að verða atvinnumenn í fótbolta, undirbúum stelpur betur undir foreldrahlutverkið o.s.frv. Þið vitið hvert ég er að fara. Þessi framkoma er ekki byggð á neinu öðru en félagslegum eiginleikum sem við eignum ólíku kyngervi, og er tilefnislaus að öllu leyti nema fyrir þær sakir að vera fléttuð inn í menningu okkar sem leggur ofuráherslu á kyn fólks. Kynbundnar væntingar móta okkur og takmarka þar með það sem við leggjum fyrir okkur. Þegar við tölum um að fólk hafi frelsi til að blómstra ― vera og gera það sem það vill ― þá þurfum við að sjá til þess að þessir mótandi þættir séu sem opnastir. Þetta gildir að sjálfsögðu um börn, og einna helst um þau. 

  Börn læra sjálf kynjaðar staðalímyndir mjög snemma en það er ekki fyrr en miklu seinna sem krakkar fara að geta greint lærðar steríótýpur frá staðreyndum. Börn læra fljótt að staðalímynd okkar af hjúkrunarfræðingi er kona en fatta seinna að þrátt fyrir það þá geti karlmenn auðvitað alveg verið hjúkrunarfræðingar. Þau læra að stelpur eigi að vera sætar og að strákar eigi að vera harðir af sér en þau læra ekki að það eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. Og þegar þau læra það þá gæti það verið fullseint í rassinn gripið. Þá eru strákarnir bara betri í fótbolta. Þá eru stelpurnar bara með betri einkunnir.

  Við sem uppalendur (og þorpsbúar) þurfum að vera vakandi og leiðrétta þessar hugsanavillur hjá börnunum okkar, en aðallega hjá sjálfum okkur. 

  Ég ætla ekki að stinga upp á því að við tökum höndum saman og klæðum stráka í bleikt og hvetjum stelpur til að dreyma um að verða verkfræðilegir eðlisfræðingar. Eiginlega bara akkúrat ekki. Ég segi: gerum ekkert. Berum engar kynbundnar væntingar til barnanna okkar. Það þýðir þó ekki að sitja fullkomlega aðgerðalaus í þessum efnum og ætlast til að kynbundnar væntingar þyrrkist út. Þá taka ríkjandi gildi völdin og allt fer í vaskinn aftur.

  Við þurfum meðvitað, og af gífurlegri vandvirkni, að gera ekkert. 


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Mikið er hún þá fín og sæt