1. útgáfa
13. september 2018
Flokkar
Höfundar
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • ,,Hver ákvað að við hefðum áhuga á að vita hverju konur klæðast en ekki hvað þær segja?“

  Fjölmiðlar eru alltumlykjandi. Fréttir, skoðanir, dægradvöl, áróður, mótmæli og fróðleikur flæðir fyrir vitum okkar hverja sekúndu og við pöpullinn eigum ekki séns á að beita gagnrýninni hugsun á þann urmul upplýsinga sem sífellt blasir við okkur. Í raun er lítið af vitneskju okkar um veröldina upprunnið í eigin upplifunum heldur í fjölmiðlum og þeirri mynd sem þeir birta okkur af heiminum. Fjölmiðlar eru fyrir vikið ansi valdamiklir ― þeir ráða því kannski ekki hvað okkur finnst en hafa mikil áhrif á hvað við hugsum um.

  Af og til eru birtar greinar sem hrista duglega upp í samfélaginu, eins og nýverið þar sem Fréttablaðið fjallaði um hvernig konur eiga að hegða sér á ströndinni á sumrin. Ekki borða meira en hnefafylli af mat og grafa lærin létt í sandinn svo þau virki minni ― gæti vissulega virkað saklaust uppfylliefni í mest lesna dagblað landsins. Fréttablaðið vissi aldeilis ekki hverju það átti von á. Yfir samfélagið steyptist flóðbylgja umræðna um skaðleg fegurðarviðmið og í hverjum kima netheima ómuðu reiðar gagnrýnisraddir þar sem allir voru og eru sammála um hve gamaldags og röng slík skilaboð eru. Þegar betur er að gáð og rýnt í annað almennt fjölmiðlaefni sem beint er til kvenna, er nákvæmlega þetta að finna allastaðar, kannski aðeins betur orðað, aðeins meira í takt við tíðarandann, aðeins meira undir áhrifum frá áhrifavöldum. En sannarlega alls staðar, alltumlykjandi.

  Við gerum okkur nefnilega enga grein fyrir því í amstri hversdagsins hve stóran þátt fjölmiðlar eiga í að viðhalda valdamisrétti milli kvenna og karla. Allt sem er ekki gagngert femínískt efni hefur tilhneigingu til að vera akkúrat and-femínískt og karllægt ― og yfirleitt alveg óvart. „Harða“, mikilvæga efnið í fjölmiðlum er fyrir karla, um karla, skrifað af körlum, þar sem talað er við karla og fréttirnar fluttar af körlum ― og hitt fjölmiðlaefnið um fólkið, lífið og útlitið á sama hátt ætlað konum. Við lítum svo á að verið sé að höfða til ólíks áhugasviðs kynja.

  Við gerum einfaldlega ráð fyrir að konur hafi meiri áhuga á uppskriftum og kremum heldur en jafnlaunavottun eða vísitölum.

  Fjölmiðlaefnið sem ætlað er konum er beinlínis valdur að því að jafn fáar konur og raun ber vitni vita að launaleynd m.a. heldur launum kvenna lágum og launum karla háum. Hvað græðum við eða töpum á kynjakvótum? Hver ákvað að við hefðum áhuga á að vita hverju konur klæðast en ekki hvað þær segja?

  Blessunarlega erum við alls konar og höfum áhuga á alls konar og ég er því ekki hér til þess að setja út á áhuga á snyrtivörum eða frægu fólki.

  Mér er þó í mun að skilja hvernig ,,me-time“ nútímakonunnar snýst um að smyrja sig kremum sem stinna, slípa og slétta, að lita á sér augabrúnir og fjarlægja hin ýmsu líkamshár. Tími sem á að vera tileinkaður okkar velferð og ánægju fer alfarið í að breyta sér sem allra mest.

  Ég velti fyrir mér hvílíkt þrekvirki markaðsaflanna það er að hafa selt okkur þessa pælingu. Hugsum okkur hve mörg fyrirtæki færu á hausinn ef konur myndu vakna einn daginn og ákveða að vera ánægðar með sjálfa sig.

  Við sem samfélag þyrftum að girða okkur í brók, gera meiri kröfur og vanda okkur meira. Skrifa fegrunarráð sem er ekki ætlað að breyta konum, minnka, sminka, skera af og grafa niður í sand. Skrifum um það hvernig allir geta verið heilbrigðari, hamingjusamari og liðið betur í eigin skinni. Hættum þessari áráttuhegðun um hvernig líkamar eru eftirsóknarverðir og spyrjum kannski frekar hvernig heili er eftirsóknarverður?

  Hugsum okkur frelsið sem fælist í því að hafa ekki áhyggjur af hvaða máltíð kemst fyrir í hnefafylli og geta frekar snúið okkur að einhverju sem skiptir í alvöru máli.

  Hér erum við komnar, flokkur kvenna sem langar að vanda til verka . Okkur langar að femínismi sé ekki undirgrein félagsfræðinnar heldur alltumlykjandi. Fjölmiðlaefni ætti að vera fjölbreytt og valdeflandi fyrir alla, hvetja alla til að láta drauma sína rætast og líða vel. Vitiði hvað ég meina?


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Alltumlykjandi femínismi