1. útgáfa
15. september 2018
Flokkar
Höfundar
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Árið 2011 byrjaði ég að dj-a ásamt vinkonu minni, Lovísu Arnardóttur, og komum við fram undir nafninu Kanilsnældur. 

  Fyrsta gigg Kanilsnældna var fyrir fullum stað á Faktory og eftir það fór boltinn að rúlla. Við fengum fleiri og fleiri gigg og komum m.a. fram á Núna Now, hátíð Vestur-Íslendinga í Winnipeg í Kanada, á Secret Solstice og Sónar Reykjavík. Við Lovísa spiluðum líka í sitthvoru lagi, og í gegnum árin hef ég sjálf spilað víða í Evrópu og Tókýó. Okkur gekk vel að gigga og kunnum vel við okkur bakvið dj-borðið. 

  Fyrir tveimur árum pissaði ég á prik og fékk þau gleðitíðindi að ég ætti von á barni. Á þeim tíma var ég að spila um þrjú gigg á viku, en þar sem meðgangan reyndist mér erfið og ég fékk meðgöngueitrun varð ég fljótlega að setja græjurnar til hliðar. Síðasta giggið mitt fyrir fæðingu var off venue á Iceland Airwaves á Palóma. 

  Það var erfiðasta gigg sem ég hef upplifað, en það var um leið mjög valdeflandi að spila með kúluna út í loftið og finna barnið sparka allan tímann í takt við tónana. 

  Eftir fæðingu Snæfríðar Bjartar gat ég ekki beðið eftir að taka aftur í græjurnar og fyrsta giggið var með Lovísu á Boston. Þarna stóð ég, vansvefta og með mjólk flæðandi úr brjóstunum tæpum 2 mánuðum eftir barnsburð. Skemmst er frá því að segja að ég varð að fara fyrr heim þar sem að brjóstin mín voru farin að leka svo mikið og ég, óreynd móðirin, kunni ekki að mjólka mig í vaskinn. Nú, rúmu ári síðar hefur barnið stálpast og er komið af brjósti en ég hef þó ekki spilað mörg gigg á þessum tíma, þrátt fyrir að hafa haft samband við bókara og leitast eftir því að spila. Ég hef ekki fengið svör, hvorki já né nei. Ástæðan fyrir því er mér hulin gáta, en það er nánast eins og að við það að eignast barn verði kona ósýnileg. Það er kannski allt í lagi að hafa orð á því að plötusnúðasenan, eins og svo margar, þykir karllæg og konur hafa átt erfitt uppdráttar við að koma sér á framfæri. Sárast er að orðsporið sem man var búin að byggja upp hrynur, og upplifunin er eins og að vera dæmd úr leik. 

  Þegar kona fer í barneignafrí frá spilamennsku er það eins og að spila Hættuspilið, þú gætir hitt Sigga Sýru og endað aftur á byrjunarreit. 

  Það er erfitt að greina það hvernig hægt sé að leysa þetta vandamál, en fyrsta skrefið er mögulega að ræða að þetta sé vandamál. Ég veit líka að ég er ekki eina konan í tónlistarbransanum sem hefur upplifað svipaða hluti. Það myndi vafalaust hjálpa ef bókarar á skemmtistöðum væru meðvitaðir um vandann og reyndu á einhvern hátt að hjálpa til með því að heyra í konum, að minnsta kosti svara símanum þegar þær hafa samband eftir barneignarleyfi. 

  Þannig að hæ ég er ennþá að spila, hringið í mig!


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  DJ mamma