1. útgáfa
17. september 2018
texti og myndir:
Steinunn Ólína Hafliðadóttir

translation:
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Þegar nemandi útskrifast úr grunnskóla er hægt að gera ráð fyrir því að hann hafi hlotið fullnægjandi kennslu í fögum á borð við ensku, íslensku og stærðfræði. Í gegnum grunnskólagöngu hans er gert ráð fyrir því að hvert fag fái nægilegt vægi í stundatöflu nemandans svo nemandinn mæti hæfniskröfum námsskrár við útskrift. Nemandinn mun koma til með að nýta sér þá þekkingu sem honum var fengin í grunnskóla í ýmislegt nytsamlegt á lífsleiðinni og að öllum líkindum mun nemandinn sækja í frekara framhaldsnám. Það er þó ýmislegt annað sem þarf að lærast á lífsleiðinni sem ekki er lögð eins rík áhersla á í skóla. Þegar nemandi útskrifast úr grunnskóla er nefnilega einnig hægt að gera ráð fyrir því að hann hafi hlotið ófullnægjandi kynfræðslu.

  Kynfræðsla snýr að mestu að kynjuðum líkamleika. Hún kennir nemendum um líkama og þróun þeirra að því leyti sem þeir eru kynjaðir. Kynfræðslan snertir þess að auki á kynsjúkdómum, auk réttrar notkunar getnaðarvarna. Það hefur títt verið talað um að gera kynfræðslunni frekari skil innan menntakerfisins en nú er gert og margar herferðir hafa komið og farið sem barist hafa fyrir markvissari kynfræðslu í grunnskólum.

  Í þeim herferðum sem hafa vikið að kynfræðslu reynist megininntak herferðanna oftar en ekki snúast að endurmati á kynfræðslu í skólum landsins. Herferðirnar krefjast þess að kynfræðsla hefjist fyrr á grunnskólastigi og einnig að kynfræðikennsla líti handan hins kynjaða líkamleika. Til þess að hægt sé að tala um fullnægjandi nám í kynfræðslu þyrfti nefnilega að taka mið af öðrum þáttum en aðeins þeim líkamlegu; kenna þyrfti grundvallaratriði heilbrigðra samskipta hvað viðkemur „kyn-lífi“ sem slíku.

  „ÉG VISSI BARA EKKI BETUR“

  Venjan virðist vera sú að nemendur hljóti kynfræðslu í 6. og 9. bekk. Þótt til sé uppskrift að markvissri kynfræðslu frá 1. til 10. bekkjar fyrir skólahjúkrunarfræðinga í grunnskólum þá er þeirri uppskrift sjaldnast fylgt. Gera má því ráð fyrir því að útskrifaður grunnskælingur hafi hlotið að meðaltali um tvær til þrjár klukkustundir af kynfræðslu. Það væri ólíklegt að foreldri eða forráðamaður samþykkti að barn þeirra fengi einungis örfáar klukkustundir til þess að ná færni í öðrum fögum svo sem stærðfræði eða íslensku. 

  Merki þess að kynfræðsla sé hvorki nógu markviss né hefjist nægilega snemma eru því miður auðfundin. 

  Árlega koma ungir gerendur fram sem brotið hafa á öðrum einfaldlega ,,því þeir vissu ekki betur“

  og algengt er að þolendur kynferðisofbeldis beri ekki kennsl á ofbeldið sem átti sér stað fyrr en mikið seinna. Ungmenni sem hafa útskrifast úr grunnskóla, menntaskóla og jafnvel háskóla ganga um með óljósa hugmynd um hugtök á borð við samþykki, ofbeldi, mörk og virðingu — og það er óásættanlegt. 

  Það að fyllileg fræðsla á þessum hugtökum sé ekki veitt skipulega innan menntakerfisins veldur því að ungmenni leita sjálf á aðrar lendur sér til þekkingaröflunar, svo sem í gegnum sjónvarpsþætti, kvikmyndir, netspjöll eða klám. Allir þessir miðlar, ef svo má kalla, skapa brenglaða ímynd af heilbrigðum samskiptum. Löðrungurinn sem kærastan veitir kærasta sínum í vinsælum sjónvarpsþætti er talinn tákna ástríðu, stjórnun kærastans á kærustunni þykir sýna ást hans í garð hennar, jafnvel þótt hún megi þar með ekki hitta vini sína, og klámið sýnir að óþarfi sé að fá samþykki fyrir kynlífi, að hlutgerving og kúgun kvenna sé eðlileg og að það sé jafnvel eitthvað sem konur þrá.

  Það er bæði ósanngjarnt og raunar stórhættulegt að viðhalda menntakerfi sem veitir nemendum sínum ekki almennilegt tækifæri til þess að ala með sér gagnrýna hugsun gagnvart þeirri nauðungarmenningu sem ríkir. Hér er vert að benda á hversu hjálplegt væri að flétta kynjafræði saman við kynfræðslu nemenda. Inngangsþekking á kynjafræði getur veitt nemendum góða byrjunarinnsýn í heim samskipta og samþykkis með því að skoða líkama í ljósi hlutverkanna sem við spilum.

  BÖRNIN ÞÍN FARA AÐ SKOÐA KLÁM FYRR EN ÞÚ HELDUR

  Sumir foreldrar og forráðamenn hafa lýst áhyggjum yfir því að kynfræðsla hefjist fyrr á skólagöngu barna sinna þar sem þau sum hver telja að slík kennsla sé ekki við hæfi á ungum aldri. Svo þessum áhyggjum sé svarað verður að skiljast að börn verða óhjákvæmilega snemma forvitin um kynlíf, og jafnvel þótt þau sæki ekki sjálf í frekari upplýsingar því tengdu er engu að síður líklegt að barnið komist óvart í tæri við klámfengið efni. Þá er langtum betra að börnunum sé tryggð heilbrigð og nákvæm fræðsla innan skólakerfisins en að þau verði fyrir áhrifum af öðrum eitraðri miðlum. 

  Rannsóknir sýna að íslenskir strákar séu að meðaltali um ellefu ára þegar þeir byrja að horfa á klám. Út frá þeim niðurstöðum einum saman er deginum ljósara að efla þarf fræðslu og gagnrýna hugsun gagnvart klámi í kynfræðslu. Það er nefnilega hægt að ræða klám við nemendur með því að leggja áherslu á virðingu, mörk og samþykki við börn á yngri stigum, svo að nemandinn geti metið skaðsemi kláms með gagnrýninni hugsun þegar það mætir honum. Slík fræðsla mun einungis bæta mat nemendans á því samfélagi sem hann tilheyrir, sem og á honum sjálfum.

  GEFUM KYNFRÆÐSLU MEIRA VÆGI

  Krafan um markvissari kynfræðslu sem hefst fyrr á skólastigi kemur til vegna óska um að okkur eigi að líða betur. Kerfið hefur sýnt í verki að það hefur verið glórulaust þegar viðkemur því að meta hvaða vitneskju sé gott að hafa í farteskinu. Uppvaxtarár okkar skipta sköpum þegar kemur að því að þróa með okkur samskiptahæfileika sem og virðingu gagnvart okkur sjálfum og öðrum. 

  Það er því ólíðandi að ætlast til þess að nemendur ,,finni bara út úr þessu“ þegar slíkt viðhorf getur leitt til afbrota. 

  Það er nefnilega auðvelt að meðtaka þá brengluðu mynd af samskiptum og kynlífi sem finnst í kringum okkur og halda sig við hana um ókomin ár. Það er auðvelt að brjóta á einhverjum sem þér er annt um, einfaldlega því enginn útskýrði fyrir þér mikilvægi samþykkis.

  Kynfræðsla ætti að hafa jafn mikið vægi í skóla og hvert annað fag, þá sérstaklega þar sem kynfræðslan hefur tök á því að leiðbeina nemendum í átt að heilbrigðum samskiptum, eitthvað sem er svo gífurlega mikilvægt í okkar nærumhverfi. Það dugir ekki að setja einungis fáeinar klukkustundir til hliðar fyrir fræðslu heldur á kynfræðsla að vera fag sem skipulögð vinna er lögð í — það þarf að sigta kynfræðslu inn í hausinn á nemendum líkt og við látum nemendur margendurtaka sagnir í ensku til að festa þær í minni. Við þurfum að ráðast á rót vandans og gefa þann tíma og starfskraft sem þarf svo nemendur geti útskrifast með sanngjarna og fullnægjandi fræðslu. Það hlýtur að vera hverjum ljóst að það sé ósanngjarnt að nemandi þurfi að vera heppinn til þess að hljóta ákjósanlega kynfræðslu. 


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  ,,Ég vissi ekki betur“ – Kynfræðsla og gerendur