1. útgáfa
17. september 2018
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Mér hefur löngum verið hugleikin sú tenging sem ég hef skapað við persónufornafnið „hún“. Þegar ég var yngri átti ég það til að láta mig dagdreyma að um mig væru skrifaðir textar, ljóð eða lög þar sem talað væri um mig sem „hana“ — að ég væri sú sem ort væri um. Birting fornafnsins í textasmíð virtist rómantísk, blómum sveipuð! Þannig hef ég hugsað til þess frá því ég var lítil, en ég var mjög lengi að átta mig á því af hverju þetta fornafn vakti upp slíkar tilfinningar í mér.

  MANÍSKA, DRAUMKENNDA ÞUMALÍNAN MÍN

  Ég tel að ástæða þessara sterku tilfinninga minna til fornafnsins tengist við hugtak sem oft er vísað í sem „Manic Pixie Dream Girl“ eða MPDG. Ég mun koma til með að vísa áfram til hugtaksins á ensku, því ég gat ég ekki með nokkru móti fundið réttu orðin á íslensku sem grípa hugtakið eins vel. Skilgreining á hugtakinu hljóðar í stuttu máli svona: 

  ,,Manic Pixie Dream Girl“ er kvenkyns persóna sem birtist oftast í kvikmyndum og hefur litla sem enga baksögu. Hún hefur hins vegar áberandi sérkennilegan persónuleika en eina hlutverk hennar í söguþræðinum er að veita karlkyns aðalpersónunni rými til að enduruppgötva lífið, kynnast ástinni eða víkka sjóndeildarhringinn.

  Þessi lýsing á hugtakinu vakti upp forvitni mína og ég fór að lesa mér til um það. Þegar ég var svo búin að lesa allt sem ég fann fór ég að horfa á útskýringarmyndbönd og síðar að skrifa ritgerðir og vinna verkefni í skólanum um hugtakið. Ég var svo ánægð að hafa loksins fundið skýringu á þessari óeðlilegu sterku tilfinningu í garð persónufornafnsins. Ég var hugfangin. 

  Einungis sköpuð fyrir karlmanninn

  Dæmi um birtingarmynd Manic Pixie Dream Girl finnast hjá Fríðu, í Fríðu og dýrinu. Eini tilgangur Fríðu er að gefa aðalkarlinum, Dýrinu, færi á að sýna sínar mjúku hliðar. Að vísu fær Fríða að ganga um og syngja sín lög og síðan fáum við meira að segja að kynnast pabba hennar — en þar með er hennar persónuleiki uppurinn — söguþráður hennar snýst í kringum Dýrið. 

  Annað þekkt dæmi finnst í bíómyndinni Garden State, þar sem Natalie Portman leikur stelpuna Sam sem er sæt, fyndin og orðheppin. Sam hvetur karlkyns aðalsöguhetjuna til dáða og gefur honum ráð, en það er um það bil allt sem hún gerir. Hún hefur enga baksögu, enga eiginleika aðra en þá sem aðalsöguhetjunni finnast aðlaðandi. Dæmalisti Manic Pixie Girl er mun lengri en hér er talið en það eru alls ekki allir sammála um það hverjar eiga skilið, eða ekki skilið, að skipa sæti á þessum lista.

  Að vera eftirstótt af karlmanni

  Það hefur t.a.m leikið vafi á því hvort bíómyndin 500 Days of Summer samsvari sér MPDG hugtakinu. Þótt myndin segi frá sérviskulegri og duttlungafullri konu sem vekur áhuga dauflehs karlmanns og veitir honum nýja sýn á lífið, er það ekki eini tilgangur hennar. Bíómyndin hefur oft verið tekin sem dæmi um MPDG hugtakið en í raun spilar hún með satíru hugtaksins. Bíómyndin sýnir einna helst hve óraunhæft og leiðigjarnt það er að setja konur í hlutverk Manic Pixie Dream Girl. Kvenpersóna myndarinnar er vör um sín eigin mörk og að sama skapi yfirgefur hún karlmanninn þegar þau mörk eru vanvirt.  

  Ástæða þess að ég nefni þessa bíómynd er sú að með áhorfi myndarinnar varð ég fyrst vör við hversu kjánaleg ósk það er að vera eftirsótt af karlmönnum — hversu kjánalegt það er að meta sína eigin verðugleika út frá því hversu vel manni tekst að betrumbæta karlmann í umhverfi sínu. 

  Tilvera okkar er ekki metin út frá hylli karlmanna 

  Þó að tilfinning mín til fornafnsins „hún“ hafi tekið mikið pláss innra með mér, fór ég smátt og smátt að skilja að ástæða þess að orðið vakti slík hughrif hjá mér kom til vegna þess að mér hafði verið kennt að það sé fýsilegt að vera eftirsótt af karlmönnum. Tenging mín við orðið hafði komið til vegna þess að ég hafði óbeint lært að tilvera mín væri metin út frá því hversu margir karlmenn heilluðust af mér. 

  Þessi uppgötvun mín olli mér óróleika. Mér varð ljóst að mér er ekki ætlað að vera tilgangur einhvers annars — ég er meira en það — ég er ég sjálf.

  Þó svo að Hollywood reyni að þröngva upp á mig þeirri hugmynd að tilvera kvenna sé einungis ætluð karlmönnum — að þeirra eini tilgangur sé að leiðbeina þeim, styrkja og færa kraft — hef ég nú frekari skilning á því að líf mitt eigi ekki að stjórnast út frá því.

  Ég fór að skilja að fornafnið „hún“ er innantómt. Ég fór að skilja að það hugtak sem leynist á bak við hylli mína er neikvætt, en engu að síður er því troðið markvisst ofan í kokið á mér, hvort sem það er í dægurlögum, kvikmyndum eða bókmenntum. Þessu orði hefur verið troðið ofan í mig frá því ég man eftir mér — svo ef til vill er ekki að undra að ég hafi heillast af því, ég vissi einfaldlega ekki betur. Ég kannaðist ekki við annan raunveruleika. Ég er þakklát því að hafa gert mér grein fyrir því hvað hugtakið stóð í raun fyrir.

  Tilgangur, en ekki tilvera

  Mér hefur verið kennt að það sé mikilsvert að vera tilgangur, en ekki tilvera.

  Mér varð ljóst að „Manic Pixie Dream Girl“  hugtakið er ekki jákvætt heldur elur á því að konur samþykki að gefa allt en þiggja ekki neitt — elur á því að konur beiti sér fyrir því að veita karlmönnum tilgang, innblástur og stuðning á meðan konan uppsker ekki neitt. Mér er núna ljóst að þessi ómeðvitaða mýta er rótgróin í samfélaginu og að margar konur gera ráð fyrir því að þetta MPDG ástand sé sjálfsagt, að konan sé sköpuð til að þóknast karlinum. Víðast hvar sést hvernig þessi menning hefur skotið rótum  í umtali annarra um kvenmenn. Talað er um hvernig konur eiga að haga sér til betrunar karlmanninum, hvernig konur gerast sekar um óhlýðni reynist þær ekki karlmanninum til góðs. 

  Við erum alltof gjörn á að gera ráð fyrir því að ákveðinn veruleiki hjá okkur eigi bara að vera svona. Við þurfum að ala á gagnrýninni hugsun og sjá að staðalmyndir á borð við þær sem sjást í MPDG persónum eru skaðlegar. Konur skulda karlmönnum ekkert. Þetta hugtak er innantómt og elur á því konur sækjast frekar eftir hylli karlsins en sinni eigin. 

  Ég hef nú þróaðmeð mér allt aðra sýn á fornafnið „hún“. Ég sækist ekki lengur eftir samþykki á tilgangi mínum í gegnum textasmíð karlmanns — ég skil núna að æðsta samþykki á tilgangi mínum fæst hjá sjálfri mér.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Manic Pixie Dream Girl: Hún – fyrir hann