1. útgáfa
14. september 2018
texti:
Eva Sigurðardóttir
@evasigurdar

myndir:
Ljósmyndasafn Reykjavíkur (Guðni Þórðarson)
Listasafn Íslands
Listasafn Reykjavíkur
Hildur Hákonardóttir
Guðmunda Guðrúnardóttir

translation:
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Sem myndlistarnema er mér skylt að læra listasögu; hvernig listin hefur þróast meðfram samfélaginu og hvernig fólk og list hafa talað saman frá upphafi mannkyns. Hvað hefur verið gert og hvernig listamenn og konur hafa skapað og túlkað líðandi stund.
  Nema hvað… Það vantar eitthvað, en hvað? Jú, listakonurnar. Voru þær of uppteknar að sinna heimili og börnum til að gera list og skapa?
  Nei, nefnilega ekki. 

  Staðreyndin er sú að það voru og eru fullt af konum að gera list. En af hverju er ekki talað um þær? Hvers vegna fá þær ekki pláss innan listasögunnar? Ég velti fyrir mér hvar ábyrgðin liggur að fjalla um konur innan listarinnar. Er það á mína ábyrgð sem myndlistarnema að kynna mér þær konur sem hafa gert list í gegnum tíðina eða er það á ábyrgð listfræðinga, sýningarstjóra og sögukennara að hafa þær í námsefninu og inni í senunni?

  Þurfa konur kannski bara að vera duglegri að koma sér á framfæri?

  Á mínu daglega skrolli gegnum „instagram“ rakst ég á síðuna Myndlist íslenskra kvenna. Þar birtast myndir af og eftir íslenskar listakonur og mörg af þeim verkum sem þar er að finna hef ég aldrei séð eða heyrt um. Ég hafði samband við forsprakka þessarar síðu og bað hana að hitta mig og spjalla um hvað fyllti hana andagift og fékk hana til að koma síðunni á laggirnar. 

  GUÐMUNDA GUÐRÚNARDÓTTIR ER ÞRÍTUG REYKJAVÍKURMÆR OG SAGNFRÆÐINEMI. UPPALIN Í ÁRBÆNUM OG SÍÐAR HLÍÐUNUM OG LÆRÐI TUNGUMÁL Í FJÖLBRAUTASKÓLANUM VIÐ ÁRMÚLA ÁÐUR EN HÚN HÓF NÁM Í SAGNFRÆÐI OG LISTFRÆÐI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS. 

  Áður en ég byrjaði í sagnfræði vissi ég ekki mikið um list, hef ekkert endilega verið að hugsa um list og kem ekki úr menningarlegri fjölskyldu, þannig lagað. Þegar ég byrja svo í listfræði fyrir tveimur árum fer ég að læra um nokkrar listakonur svo ég ákvað síðasta haust að taka íslenska listasögu. Þá fór ég að heyra nöfn kvenna sem ég hafði aldrei heyrt um, fór svo heim að „gúggla“ til að læra meira um þær og það kom rosa lítið upp. Það er lítið hægt að lesa sér til um þessar konur á netinu, sem er fáránlegt. Svo kemur náttúrulega í ljós að það er fullt til af frábærum listakonum sem komust ekkert á glærurnar hjá kennurunum heldur. Það eru helstu nöfnin, Nína Tryggvadóttir, Guðmunda Andrésdóttir og Gerður Helgadóttir sem rata á glærurnar en svo er fullt af öðrum konum sem „tekur því ekki að tala um“.

  Ég ákvað að halda áfram að leita og byrja á þessari síðu í jólafríinu mínu í fyrra og fór upp á bókasafn, fór að skanna inn myndir og lesa mér til um þær. Mig langaði að gera öðrum auðveldara að finna verk eftir þessar konur og fræðast í leiðinni aðeins meira um þær. Ég hef náttúrulega ekkert verið að skrifa neitt um þær þannig séð en myndi alveg vilja breyta því. 

  ÁTTU ÞÉR EINHVERJA UPPÁHALDS LISTAKONU?

  Mér finnst Nína Tryggva mjög skemmtileg og einnig Ragnheiður Jónsdóttir. Hún gerði femíníska list á áttunda áratugnum, t.d. tvö verk sem tengjast kvennaverkfallinu. Hún tengdist sjálf aldrei rauðsokkunum. Hún var heimavinnandi húsmóðir og fannst rauðsokkur gera svolítið lítið úr henni en verkin hennar eru mjög femínísk samt sem áður, mjög skemmtileg. Hildur Bjarnadóttir líka, hún gerir hannyrðalistaverk. Ég sjálf hekla og sauma út og finnst gaman þegar konur gera hannyrðaverk og þeim er leyft að vera list, þrátt fyrir að vera eitthvað sem „allir kvenmenn eigi að kunna“ og því oft ekki talið sem alvöru list.

  Eins Hildur Hákonardóttir. Var að skoða hana. Hún vefur stór veggteppi sem eru mjög falleg og femínísk og brjóstapoka sem hún óf á áttunda áratugnum. 

  HEFUR ÞÚ SAMEINAÐ VERKEFNIÐ NÁMINU Á EINHVERN HÁTT?

  Nei, hef ekkert verið að nota þetta í skólanum en langar að halda áfram með þetta verkefni. Fann bara síðasta haust að ég þyrfti að gera eitthvað í þessu, koma þessum konum aðeins fram. Ég hef síðan í desember 2017 verið að setja eina mynd inn á dag og finnst það fínt. Ég byrjaði frekar einfalt og notaði konur úr áfanganum Íslensk listasaga í HÍ, sem eru ekki margar konur. Ég byrjaði á þessum þekktustu og hef verið að reyna að finna aðrar sem eru minna þekktar og líka þær sem eru enn að. Og stundum fæ ég sendar ábendingar um listakonur og skoða þær. 

  Ég er helst að nálgast efni á bókasafninu og vefsíðum listasafnanna, t.d. vef Listasafns Reykjavíkur, þau eru dugleg að setja inn myndir á netið. En ég finn jú rosa mikið í bókum og langar að gera þessar myndir aðgengilegri með því að setja þær á netið, safna þeim á einn stað. Svo er ótrúlega gaman að skoða gömul blöð á timarit.is — maður byrjar og svo fer maður bara á bólakaf og er búin að eyða heilu kvöldstundunum að lesa og skoða. 

  íslenskar listakonur

  ÉG SÁ HJÁ ÞÉR AÐ ÞÚ SETTIR INN SPURNINGUNA: GETUR ÞÚ NAFNGREINT 5 ÍSLENSKAR LISTAKONUR? MEÐ MYLLUMERKINU #5WOMENARTISTS/#5LISTAKONUR. ER ÞETTA EITTHVAÐ SEM ÞÚ BYRJAÐIR MEÐ?

  Þetta kemur erlendis frá og mig langaði að „starta“ þessu hér — gera þetta að smá átaki. Því þetta getur verið ströggl. Yfirleitt ef talað er um konur í erlendri listasögu þá eru það kærustur eða konur listamanna — og fengu að vera með því þær voru tengdar körlum. 

  Það læra ekki allir listfræði eða myndlist og stúdera þetta. Það er ekki fyrr en þá sem maður fer að heyra smá um þessar konur, annars ekki. Ég verð mjög pirruð. Mig langar að leggja mitt af mörkum að reyna breyta þessu. Ég setti þetta í „storí“ á Instagram, en mig langar að gera meira. Koma þessu áfram. Koma þessum konum OUT THERE.

  Þær voru svo margar — þetta voru ekkert bara þessir karlar, Kjarval og Einar Jónsson o.s.frv., heldur eru og voru ógrynni kvenna að gera list. Þær lögðu sig svo mikið fram og komu með margt inn í listina og senuna á Íslandi, t.d. erlendar stefnur.

  Þetta er rosa karllægur heimur í list, sagnfræði og sagnaritun. Það lítur út eins og konur hafi ekkert skapað eða skrifað. Þær voru mikið í tímaritum og blöðum, en þá var það oft nafnlaust ― til að fá athygli og svo frekar yrði tekið mark á þeim.

  HVERNIG FINNST ÞÉR KENNSLAN Í SAGNFRÆÐINNI VERA?

  Mjög karllæg. Það eru helst kvenkyns kennarar sem eru að reyna að koma konunum inn en karlarnir eru meira í pólitíkinni og stríðunum, og ef konur koma fyrir þá eru það Bríet kannski og ástandið — konurnar svolítið tæklaðar bara með því að tala um ástandið — það er ekkert um rauðsokkahreyfinguna, svolítið talað í kringum þær, smá tabú.

  Konurnar koma jafnvel fyrir á öftustu glærunum sem kennarinn kemst ekki yfir í fyrirlestrinum og nemendur eiga svo að kíkja á það heima ― sem fáir gera.

  Það virðist vera svo lítill áhugi á að rannsaka hvað konur voru að gera á Íslandi. Kennarinn minn hefur nefnt það. Það virðist vera sú hugmynd uppi að konur hafi ekki gert neitt og verið bara heima með börnin og séð um heimilið. Við heyrum ekkert um þær og gerum ráð fyrir því að þær hafi ekki verið að gera neitt — en þær gerðu heilmargt annað. Engin furða að maður viti það ekki, því manni er ekki kennt. Til þess að vita það þarf að heyra um það og tala um það. En maður fær enga kennslu og þarf að stúdera þetta sjálfur — sem er galið. Ekki allir fara í rannsóknir sjálfir og hafa hvorki tíma né áhuga. Þetta ætti að vera hluti af skyldufögum allt niður í grunnskóla og mögulega leikskóla.

  Ég þakka Guðmundu fyrir spjallið og það einstaklingsframtak sem hún hefur lagt á vogarskálarnar.
  En hversu mörg einstaklingsframtök þurfum við til þess að koma þessu inn í kennslu í skólum og sögubækur?
  Hvað þarf til?

  Listnám snýst um svo miklu meira en að mála, leira og framkvæma skrýtna gjörninga. Það snýst um að sjá samfélagið og þig og þá þörf að túlka það. Þörfina að skapa. Spegla þig og þína í því sem þú sérð og lærir. Ég sem kona vil lesa um aðrar konur jafnt sem karla í listheiminum ― fyrirmyndirnar þurfa að vera alls konar. Finnum og kynnum konurnar og gerum þá kröfu að jafnræði ríki í því plássi sem list allra kynja fær innan sögunnar.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Íslenskar listakonur: Þær voru svo margar ― þetta voru ekkert bara þessir karlar