2. útgáfa
2. desember 2018
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • JAFNRÉTTISPARADÍS

  Það er vissulega freistandi að trúa því að Ísland sé jafnréttisparadís, þar sem enginn verður eftir eða dregst aftur úr og tækifærin bjóðist okkur öllum jafnt. Við viljum trúa því að við fáum öll viðeigandi tól til að geta síðan nýtt okkur þau tækifæri sem í boði eru.

  Þær stofnanir sem við viljum hvað mest trúa að gæti jafnræðis í hvívetna eru menntastofnanir, allt frá leikskólum og upp í háskóla. Við viljum trúa því að það hafi allir á Íslandi jafnt aðgengi að námi sem og möguleikann á að þroska eiginleika sína á eigin forsendum. Það er jú þjóðfélaginu (að ógleymdu hagkerfinu *blikkkall*) fyrir bestu að allir geti lagt sitt af mörkum.

  En staðreyndin er því miður sú að þetta er alls ekki raunveruleikinn. Það verða ótrúlega margar hindranir á vegi fólks, innan og utan menntakerfisins, og langt í frá að við stöndum öll jöfnum fæti. Margt fólk verður einfaldlega eftir.

  Það er hægara sagt en gert að lista upp allar þær hindrandir sem fólk upplifir, enda höfum við ekki hugmynd um margar þeirra. Hindranir einstaklinga að námi eru ótrúlega margvíslegar. Þær eru bæði fýsískar, hugmyndfræðilegar og huglægar. Tilgangur þessarar greinar er þó ekki að telja hindranirnar upp, heldur fremur að tala aðeins um það hvernig við áttum okkur á því hvar þær liggja og hvernig við skilgreinum þær.

  FÉLAGSLEG VÍDD

  Hugtakið félagsleg vídd (e. social dimension) var þróað meðal evrópskra stúdenta sem berjast fyrir auknu jafnrétti til náms. Þetta hugtak er afar gott mælitæki á aðgengi, og þá ekki bara innan háskóla heldur á öllum sviðum samfélagsins.

  Hugtakið mætti skilgreina (með mikilli einföldun) á þann hátt að ef háskólasamfélagið innihéldi félagslega vídd þá væri það nánast algjör þverskurður af samfélaginu.

  Án þess að vilja tala um fólk sem hlutföll, þá er það stundum gagnlegt. Út frá þessu mælitæki ætti prósenta fatlaðs fólks í háskólanum að vera sú sama og prósenta þeirra í samfélaginu. Sama gildir um prósentu innflytjenda, einstaklinga af erlendum uppruna, hinsegin fólks, ADHD púka, örvhentra, blindra, heyrnarlausra, ljóshærðra eða hvaða einkennis eða eiginleika þú vilt taka út fyrir sviga. Ef við byggjum raunverulega við jafnt aðgengi allra að námi — þá ætti það að vera sviðsmyndin. En raunveruleikinn er fjarri því.

  Í rauninni vitum við ekki hvernig við stöndum gagnvart jöfnu aðgengi þar sem háskólar á Íslandi eru ekkert sérstaklega góðir í því að safna þessum tilteknu upplýsingum um nemendur. En það leiðir okkur að annarri spurningu: Viljum við að skólinn sé yfir höfuð með þessar upplýsingar um okkur? Vil ég að háskólinn geti flokkað mig sem ljóshærða, hvíta konu með ADHD á háu stigi og kvíðaröskun? Það er truflandi tilhugsun, en ég tel það nauðsynlegt því við þurfum á einhverjum tímapunkti að geta litið yfir samfélagið sem stúdentar skapa, og spurt okkur: Hverjir eru ekki hér?

  Þegar við erum búin að átta okkur almennilega á því hvaða samfélagshópar eru ekki að skila sér inn í háskóla, þá fyrst er hægt að vinna með þeim hópum til að greina hindranir þeirra. Við getum ekki tæklað þessar hindranir fyrr en við áttum okkur á því hverjir þessir hópar eru og eigum samtal við þau. Það er hindrun að þekkja ekki neinn sem hefur farið í háskóla, það er hindrun að tala ekki íslensku, það er hindrun að hafa ekki aðgang að upplýsingum.

  Rannsóknir sýna að ein af stóru ástæðum þess að úrræði sem eru til staðar eru ekki betur nýtt, er að upplýsingarnar um téð úrræði rata aldrei til þeirra sem myndu nýta sér þau.

  EKKI NÓG AÐ VERA BARA BOÐIÐ INN FYRIR

  Aðgengi einstaklinga að námi er ekki einungis bundið við það að komast inn í háskóla; aðgengi snýr líka að tækifærum til að stunda námið sitt. Lélegt lánakerfi er stór hindrun og skerðir verulega jafnrétti til náms (LÍN er efni í aðra grein), kennsluhættir geta skert aðgengi og skortur á aðstoð getur hindrað fólk í að stunda nám sitt á eigin forsendum.

  Að hafa aðgengi er ekki bara að fá boð í partýið — sem gestur verður þú að geta fengið aðgengi að salerni, geta tekið þátt í samtölum, borðað matinn og liðið vel. Það er ekki aðgengi að fá að sitja í anddyrinu og berjast við að fá sömu upplifun og öll þau sem eru inni í veislunni. Sama hverjar ástæðurnar eru fyrir því að þú situr föst frammi á gangi — Líkamlegar, andlegar eða hugmyndafræðilegar.

  Háskólamenntun á ekki að vera eitthvað sem er einungis á færi þeirra sem heppilega fæðast inn í fjárhagslega sterka fjölskyldu, eru ófatlaðir, án raskana og/eða af ákveðnu þjóðerni. Háskóli á að vera leiðandi í að skapa samfélag sem sækir stanslaust í að þroska sig.

  Tilgangur menntunar á ekki að vera hagfræðilegur, heldur á hann að koma til vegna þekkingar, þroska og á forsendum þeirra sem sækja sér menntunina.

  Ísland á að vera leiðandi í jafnréttisbaráttu; munum að fylgja því eftir á öllum sviðum þar sem óréttlæti fær enn að grassera. Mismunun á sér svo ótal margar birtingarmyndir sem við verðum að kanna til hlítar og passa að við séum öll með í partýinu. Alltaf, ekki bara á tyllidögum.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  ,,Þér er boðið í partý, en samt ekki alveg“ – Jafnréttisparadísin Ísland