2. útgáfa
3. desember 2019
Flokkar
Höfundar
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Eva Sigurðardóttir
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Ísold Halldórudóttir
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Mars / Margrét Andrésdóttir
 • Nadine Gaurino
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Mansour
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Sunna Ben
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • — TW —

  Það má ekki nauðga,
  en má vera vinur nauðgara?
  Mega nauðgarar eiga líf eftir brot?
  En hvað ef þú nauðgar, máttu vera til?


  Kynferðisbrot eru af flestum okkar talin meðal ógeðfelldustu brota sem hægt er að fremja. Kynferðisbrot beinast gegn frelsi fólks yfir líkama sínum og afleiðingar þeirra geta verið mjög alvarlegar og langvarandi fyrir brotaþola. Vegna eðlis brotanna og þeirra hagsmuna sem þau beinast að eru viðbrögð samfélagsins oft hörð og endurkoma gerenda í samfélagið þyrnum stráð. Það á ekki síst við þegar gerendur hafa verið dæmdir af dómstólum. Eðlilega eru viðbrögð okkar oftast sú að útskúfa gerendum, sérstaklega í grófari brotum sem brjóta harkalega á réttlætisvitund okkar. En eru það endilega rétt viðbrögð og til þess fallin að fækka brotum? Það er nauðsynlegt og sjálfsagt að bregðast við þegar einstaklingur brýtur af sér en hversu langt á sú refsing að ná og hvert skal vera markmið hennar?

  Orsakir kynferðisbrota geta verið margvíslegar, bæði persónulegar og samfélagslegar. Það hefur sýnt sig að meðferð vegna orsakanna að baki slíkum brotum getur hjálpað og hin ýmsu meðferðarúrræði hafa gefið góða raun og stuðlað að því að gerendur brjóti ekki af sér aftur.

  Því þrátt fyrir að eðlilegt sé að einstaklingar gjaldi fyrir brot sín þá er það einnig öllum fyrir bestu að þeir fái jafnframt hvata til að leita sér aðstoðar og að reynt sé eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér aftur.

  Að sjálfsögðu er mikilvægast að efla forvarnir og auka samskiptafærni í því skyni að kenna öllum að fara ekki yfir mörk annarra. Í þessum pistli verður sjónunum þó aðallega beint að þeim sem hafa nú þegar brotið af sér og hvernig unnt sé að stuðla að enduraðlögun þeirra í samfélaginu í því skyni að tryggja hagsmuni þolenda og annarra hugsanlegra þolenda sem gætu orðið fyrir broti af hendi sama einstaklings sé ekki brugðist við. Þeir sem fremja kynferðisafbrot, líkt og aðrir afbrotamenn, eiga að gjalda fyrir brot sín, það er ákveðið réttlæti fólgið í því og refsingar koma einnig í veg fyrir brot með fælingarmætti sínum. En afbrotamenn verða líka að eiga afturkvæmt út í samfélagið og hafa hvata til að verða þátttakendur í betrunarferlinu. Sá hvati er ekki til staðar ef þeir standa frammi fyrir því að samfélagið muni útskúfa þeim til frambúðar. Í flestum tilfellum hlýtur það að vera markmið okkar sem samfélags að stuðla að betrun þessara afbrotamanna líkt og allra annarra afbrotamanna.

  Stjórnvöld hafa tekið við sér í þessum efnum og nú stendur yfir innleiðing á aðgerðaáætlun fyrir árin 2018–2022 um bætta meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. Í drögum að þeirri áætlun er áherslan ekki aðeins á refsingar heldur önnur úrræði fyrir gerendur og þá sem telja sig í hættu á að beita kynferðisofbeldi á borð við stuðningshópa, sálfræðiaðstoð og neyðarsíma. Þessar breytingar eru kærkomnar og fallnar til árangurs. Má í því tilliti nefna að það var niðurstaða meistararitgerðar höfundar um refsingar og önnur úrræði fyrir unga kynferðisafbrotamenn að aukin meðferðarstefna reyndist vel í tilvikum þess hóps. Til að mynda hafi gott starf verið unnið í málaflokknum með samstarfi Barnaverndarstofu og sálfræðingateymis sem starfrækja sálfræðiþjónustu fyrir börn sem sýna af sér óæskilega eða skaðlega kynferðishegðun. Þá benda gögn til þess að úrræði fyrir þá sem brjóta gegn börnum, t.a.m. hugræn atferlismeðferð og stuðningshópar, dragi úr líkum á ítrekuðum brotum.

  Áhrif þessara meðferðaúrræða beina þannig ekki aðeins lífi gerenda í betri farveg heldur eru þau til hagsbóta fyrir samfélagið í heild.

  Til þess að styðja við þessa þróun er nauðsynlegt að samfélagið horfi í átt til aukinnar betrunarstefnu í þessum málaflokki. Það getur strítt gegn réttlætisvitund okkar að ætla að nálgast kynferðisbrot með þessum hætti, en því má heldur ekki gleyma að kynferðisbrot eru samfélagslegt vandamál sem eiga sér samfélagslegar rætur. Lausnin á þessu vandamáli hlýtur því að vera samfélagsleg að einhverju leyti líka.

  Með það í huga skulum við velta fyrir okkur spurningunum sem var varpað fram hér í byrjun. Hver eru rétt viðbrögð við kynferðisbrotum? Það eru allir sammála um að það megi ekki beita aðra kynferðisofbeldi. Samfélagið hefur tilhneigingu til þess að útskúfa einstaklingum sem gerast sekir um slík brot en hinsvegar vandast málin þegar einhver nákominn, eða maður sjálfur, verður gerandi.

  Það að standa frammi fyrir útskúfun í samfélaginu fyrir að gangast við broti af þessari tegund er letjandi og til þess fallið að einstaklingar neiti ásökununum, jafnvel gegn betri vitund.

  Það gerir einstaklingnum síðan erfitt fyrir við að leita sér hjálpar. Neitun geranda leiðir til aukinnar vanlíðunar fyrir brotaþola sem getur upplifað að honum sé ekki trúað. Í því sambandi má nefna að það getur verið mikilvægara í bataferli þolenda að gerendur gangist við brotinu og að þolendur fái að koma sinni upplifun á framfæri heldur en að sakfelling fáist. Þolendur hafa margir lýst því að þeir upplifi að brotið sé á þeim í annað sinn innan réttarvörslukerfisins þar sem þeir hafa einungis stöðu vitnis í málinu og fái ekki að koma sinni hlið á framfæri á eigin forsendum. Þarna myndast ákveðinn vítahringur þar sem réttlætistilfinningu þolenda er ekki fullnægt en gerendur upplifa að þeir geti ekki gengist við brotum án afleiðinga sem þeir álíta úr samhengi við eðli brotsins. Hér verðum við auðvitað að horfast í augu við það að það er líklega ekki þannig í alvarlegustu tilfellunum, þ.e. grófustu brotunum, en hér er fjallað almennt um málaflokkinn. Aðkastið og útskúfunin sem gerendur verða svo fyrir þegar upp kemst um brot geta svo leitt til einangrunar, skertra félagslegra tengsla og annarra neikvæðra afleiðinga sem geta verið áhættuþættir í að gerendur brjóti aftur af sér, þeir hafa jú engu að tapa.

  Magnað dæmi um rof á þessum vítahring eru samskipti Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur og Tom Stranger sem hófust með margra ára bréfaskiptum sem urðu að bók og svo loks fyrirlestri þar sem þolandinn fékk frelsi til að koma sinni líðan á framfæri við gerandann og hann aftur á móti tækifæri til að axla ábyrgð með samtali þeirra á milli.

  Þessi leið hentar auðvitað ekki öllum en er innblástur til þess að stíga svipuð skref á öðrum vettvangi.

  Þetta gerum við með því að beita almennri reglu: trúa brotaþolum en gefa gerendum á sama tíma svigrúm, innan skynsamlegra marka, til þess að axla ábyrgð á gjörðum sínum.

  Til þess að viðbrögð okkar við kynferðisbrotum miði að betrun gerenda verður að hverfa frá þeirra hugmynd að einu réttu viðbrögðin við kynferðisbroti séu algjör útskúfun gerenda eða að hafna þeim um endurkomu í samfélagið. Þessi viðbrögð eru e.t.v. afleiðing fyrirbæris sem hefur verið nefnt skrímslavæðing en það felur í sér að horft er framhjá mennsku gerenda og þeir þannig aðskildir frá öðrum samfélagsþegnum og þar með samfélaginu sem skóp þá. Þannig hugsum við um gerendur sem einhvern afbrigðilegan afmarkaðan hóp í stað venjulegs fólks á borð við vini okkar, ættingja eða aðra sem við tengjumst. Á meðan raunveruleikinn er sá að flest kynferðisbrot eiga sér stað á milli aðila sem þekkjast, en ekki af hálfu einhverra huldumanna sem ganga um götur borgarinnar í leit að fórnarlömbum.

  Að sjálfsögðu er það ósanngjörn krafa og ekki fallið til árangurs að neyða fólk til að fyrirgefa eða umgangast þann sem hefur brotið á þeim, heldur er þetta spurning um gera einstaklingi kleift að taka ábyrgð á gjörðum sínum og leita sér aðstoðar án þess að vera hafnað á öllum sviðum samfélagins.

  Óskandi væri að með auknu rými fjölgi þeim sem taka ábyrgð á gjörðum sínum og tjái iðrun sína.

  Í slíkum tilvikum ættu gerendur afturkvæmt í samfélagið auk þess sem það hefði í för með sér að auðveldara væri að eiga vini, ættingja eða ráða einstakling í vinnu sem hefur gerst sekur um kynferðisbrot, án þess að slíkt yrði talið afstaða með brotinu sem viðkomandi framdi og um leið gegn þolandanum. Það að við horfumst í augu við að gerendur eru venjulegt fólk er einnig til hagsbóta fyrir þolendur þar sem margir eiga erfitt með að trúa því að einhver sem það þekkir geti gerst sekur um kynferðisbrot.

  Á síðustu árum hefur umræðan um kynferðisbrot breyst mjög mikið til hins betra og brotaþolar fengið löngu tímabæran vettvang til að segja frá og skila skömminni. Nú þegar við höfum opnað umræðuna er mikilvægt að stíga næstu skref og hefjast handa við að græða samfélagið. Við getum haldið áfram að trúa, styðja og standa með þolendum. Við þurfum ekki að fyrirgefa, hundsa, eða gleyma brotum. Almennt ættum við hins vegar að huga að því að gefa gerendum rými. Rými til að axla ábyrgð, iðrast og leita sér aðstoðar.

  Samfélag sem gefur fleirum færi á að axla ábyrgð aðstoðar ekki aðeins gerendur við að feta betri braut heldur færir þolendum aukið réttlæti og bætir vonandi enn meiru við umræðuna um þessi viðkvæmu brot — með jákvæðum afleiðingum fyrir okkur öll.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  Rými til ábyrgðar — Þögnin um kynferðisbrot rofin en hvað svo?