2. útgáfa
3. desember 2018
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • — TW —

  Þegar ég var lítil stelpa þá var ég ótrúlega stillt og prúð. Ég setti gífurlegar kröfur á sjálfa mig og mantran mín var: „Ég verð að vera fullkomin“ í alveg ótrúlega mörg ár.

  Þegar ég varð táningskona þá var líkt og ég hefði sofið undir fullu tungli, farið með allskyns þulur og beðið kosmósinn að hjálpa mér að brjótast út úr þessari spennitreyju sem samfélagið var búið að setja mig í.

  Umbyltingin mín á unglingsárunum stafaði þó minna af því að ég hafi farið með galdraþulur undir fullu tungli heldur meira af því að ég varð fyrir ógeðslegu kynferðisofbeldi á þessum árum.

  Eftir menntaskóla hafði ég gífurlega þörf fyrir að fara út í heim og reyna að púsla sjálfri mér saman eftir mín áföll á unglingsárunum. Ég var á útopnu og tilbúin í að prófa allt sem gæti hjálpað mér að finna leiðina til baka í kjarnann í sjálfri mér. Ég fór í allskonar ferðalög, hið klassíska bakpokaferðalag með tveimur vinkonum, tvo mismunandi lýðháskóla, styttri ferðalög og skiptinemadvöl.

  Árið 2016 fann ég svo mikla þörf fyrir að tengjast inn á við. Ég fékk sterka tilfinningu fyrir því að ég yrði að fara til Indlands.

  Þegar ég byrjaði að segja nánustu fjölskyldu frá því, þá voru viðbrögðin: ,,Æ en það er svo hættulegt fyrir konur, við elskum þig og viljum fá þig heila heim.“

  Auðvitað er frábært að eiga fólk að sem að elskar mann svona mikið. En ég get þó ekki komist hjá því að pæla: Hver hefðu viðbrögðin hjá fólki verið ef ég hefði verið karlmaður að tilkynna slíka ferð? Ég hefði að öllum líkindum aldrei fengið predikun um að þetta væri hættulegt eða að ég gæti verið drepin.

  Mjög leiðinlegt en þó sannleikur: Þetta er það sem fór í gegnum hausinn á mér: „Það er búið að nauðga mér, beita mig ógeðslegu kynferðisofbeldi og misnota mig sem barn. Það sem ég óttaðist mest er þegar búið að gera mér.“

  Ég var ekki hrædd.

  Á þessum tíma kom sú hugmynd að ég ætlaði aldrei að láta neitt stoppa mig. Sérstaklega ekki þá staðreynd að ég er kona sem bý í feðraveldisheimi. Þessi hugmynd byrjaði að krauma undir húðinni fór út í blóðrásina og dreifði sér út um allan líkamann. Þangað til að hún tók yfir.

  Ég hélt fast í þá hugmynd að ég ætlaði ein til Indlands. Þegar ég byrjaði að skipuleggja ferðina þá stóð ég mig samt að því að gúgla „safe places for women india“ — langflestar leitirnar mínar samanstóðu af þessum orðum.

  Þegar ég kom til Indlands þá kynntist ég allskonar týpum af ólíkum ferðalöngum. Þegar ég gaf mig á tal við karlkyns ferðalanga þá varð ég oft öfundsjúk. Þeir pældu aldrei í því hvert þeir ferðuðust með öryggi að fyrirrúmi, þeir voru aldrei hræddir í næturrútunum. Þeir gengu um berir að ofan, meðan ég eyddi oft miklum pælingum í hvernig ég gæti bæði lifað af 40 stiga hita og líka hulið mig alla.

  Ég tók upp á því að raka af mér hárið árið 2010 og það varð mitt ,,safe point“ í öllum mínum ferðalögum, sérstaklega á Indlandi — ég fékk yfirleitt að heyra frá karlmönnum að ég væri nú miklu fallegri ef ég væri með hár.

  Ég gerði allt sem ég gat til að vera sem minnst kvenleg í augum Indverja. Ég leyfi mér að efast um að karlkyns ferðalangur velti sér mikið upp úr því hvort útlit hans geti haft áhrif á öryggi hans á ferðalögum. Ég vil skjóta því inn í að ég hef ferðast til Indlands með hár á hausnum og upplifði mikinn mun. Enn fleiri augngotur, menn að tilkynna manni að maður væri fallegur, hvort maður vildi giftast, menn að flauta á eftir manni og allt þar fram eftir götunum.

  Árið 2017 fór ég ein til Sri Lanka. Á því ferðalagi kynntist ég ungum manni að nafni Alexander (í dag er hann kærasti minn og barnsfaðir). Við gáfum okkur á tal saman og ákváðum að ferðast saman upp í frumskóginn. Ég hefði aldrei þorað að fara þangað ein en vegna þess að ég var með hvítum manni sem var með skegg og stór þá þorði ég að fara.

  Þvílíkur munur að ferðast með karlmanni! Þegar við vorum tvö saman þá var líkt og ég fengi allt annars konar virðingu frá öðrum karlmönnum.

  Þeir töluðu við mig líkt og jafningja. Ég var aldrei hrædd og hitti ótrúlega áhugavert fólk sem ég hefði aldrei þorað að gefa mig á tal við ef ég hefði bara verið ein.

  Mér er afar minnisstætt eitt skipti þegar ég þurfti að bregða mér frá til að fara á klósettið og þá beið Alexander eftir mér. Ég skaust inn á næsta gistiheimili og fékk þar hjálp frá ungum strák, kannski hefur hann verið 15 ára. Eftir að ég fékk afnot af klósettinu, þá þakkaði ég kærlega fyrir og bjó mig undir að halda áfram.

  Þessi ungi piltur eltir mig og segir svo:
  „Sex.“
  Ég verð kjaftstopp, sný mér við og bið hann um að endurtaka sig.
  „Can me and you have sex?“
  Það þurfti semsagt ekki meira en 5 mínútur til þess að verða gerð að hvítri pornókonu aftur.

  Ég hef þurft að halda mér vakandi í heila nótt í næturrútu vegna þess að ung indversk kona hafði heyrt bílstjóra rútunnar tala um hvernig þeir vildu nauðga mér. Þessir menn gengu mjög oft framhjá rúminu mínu og sögðu setningar á borð við: „Miss, why are you not closing your eyes og glottu svo út í eitt.

  Lengi vel gerði ég mjög lítið úr þessu og þorði ekki að tala um þetta því mér fannst þetta vera á mína ábyrgð.

  Þetta eru tvö dæmi af svo allt of mörgum sem ég geymi í bakpokanum mínum. Ég hef líka fengið að heyra að þetta sé allt mér að kenna, því ég sé svo vitlaus að halda að ég geti ferðast ein.

  Takk nauðgunarmenning fyrir þau fallegu orð.

  Þessi pistill er alls ekki skrifaður til að forða ungum konum frá því að ferðast einar, þvert á móti óska ég þess að allar ungar konur fylgi, upplifi allskyns ævintýri og sigri heiminn. er skrifaður í þeim tilgangi að benda á hversu fokking ósanngjarnt það er að við konur getum ekki búið við sama öryggi og karlmenn gera. Engin kona á nokkurn tíma að þurfa að gefa draumana sína upp á bátinn vegna meingallaðs kerfis.Þessar frábæru feminísku byltingar hafa virkilega klofið fjöll en við megum alls ekki sofna á verðinum — við eigum enn langt í land.

  Elsku baráttusystur, höldum þessari baráttu áfram, alltaf! Því við höfum sýnt það og sannað að við virkilega getum klofið ÖLL fjöll, ekkert fjall mun nokkurn tíma stöðva okkur.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Stillt og prúð á ferðalagi