3. útgáfa
3. mars 2019
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Konur eru oft krafðar um að breytast til að laga sig að alls konar samfélagslegum kröfum eða kerfisgöllum. Konur þurfi bara að vera duglegri að sækja um stjórnunarstöður til að fá þær.
  Konur þurfi bara að vera duglegri að biðja mennina sína um að hjálpa til við heimilisverkin svo þær þurfi ekki að sjá um þetta allt einar. Vera ákveðnari, harðari í samningagerð eða almennt meira eins og kallakallar til að njóta vegs og virðingar.

  En gæti verið að það séum við, karlar, sem þurfum að breyta okkur?

  Ég velti því fyrir mér hvort að djúp vanvirðing karlmanna fyrir tíma, geðheilsu kvenna og álaginu sem þær eru undir – með því að taka ekki hugrænu byrðina* af ólaunuðum störfum heimilishaldsins – kunni að spila hlutverk í því hversu fáar konur eru stjórnendur. Hvort að hundurinn liggi grafinn inni á okkar eigin heimili?

  KONUR MEÐ LENGSTA HEILDARVINNUTÍMANN

  Rannsóknir sýna ítrekað fram á að konur sinna uppeldi barna, umönnun og heimilisstörfum frekar en karlar. Ójafna skiptingu á umönnunarábyrgð telur fólk vera samkomulag, en ekki að það halli á annað hvort.

  Ég velti fyrir mér hvort að fólk viti af því að konur í fullri vinnu með börn og mann eiga lengsta heildarvinnutímann (launavinna, ólaunuð umönnunarstörf, heimilisverk og barnauppeldi). Næst lengsta heildarvinnutímann eiga einstæðar mæður í fullu starfi.

  Það virðist því vera aukin vinna fyrir konur að eiga mann. Enda verja karlar þriðjungi minni tíma við heimilistörf en konur. Jafnvel atvinnulausir karlar verja ekki jafn miklum tíma og konur að meðaltali í heimilisstörf. Fyrir utan hina augljósu vanvirðingu og ábyrgðafirringu karla á heimilisstörfum, þá sýna rannsóknir að sú mikla ábyrgð sem konur bera á heimilisstörfum og uppeldi geti haft áhrif á möguleika þeirra til starfsframa.

  HLUTFALL KVENNA Í ÆÐSTU STJÓRNENDENDASTÖÐUM

  Í þessu ljósi er áhugavert að skoða hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja og í störfum æðstu stjórnenda samkvæmt skýrslu félags- og jafnréttismálaráðherra frá 2018 um stöðu og þróun jafnréttismála 2015-2017. Konur voru að meðaltali einungis 16 % stjórnarmanna í fyrirtækjum á Íslandi árið 2008, 24% árið 2012 (skömmu eftir lagasetningu um jafnari hlutföll) og 34% árið 2016. Þróunin virðist því vera í átt til jafnræðis, sérstaklega eftir lagasetningu um lágmarkshlutfall kvenna (eða karla) í stjórnum.

  Staðan er hins vegar öllu verri þegar kemur að hlutfalli kvenna í störfum forstöðumanna, framkvæmdastjóra eða forstjóra. Þrátt fyrir að hlutfall útskrifaðra háskólanema sé tæplega 70% konum í vil, gegna þær mun sjaldnar æðstu störfum í 100 stærstu fyrirtækjunum á Íslandi.

  Forstjórar 100 stærstu fyrirtækjanna eru til dæmis í 89% tilvikum karlar, framkvæmdastjórar eru í 73% tilvikum karlar og forstöðumenn eru í 67% tilvikum karlar. Þrátt fyrir að karlar séu oftast í æðstu störfum fyrirtækja, njóti þar af leiðandi frekar sveigjanleika og sjálfræðis en konur, virðist það ekki skila sér í aukinni ábyrgð á umönnun, uppeldi og heimilishaldi.

  HUGRÆNA BYRÐIN

  Vandamál annarra geta ekki réttlætt vandamálin mín. Menn hafa allt of lengi komist upp með að taka ekki ábyrgð á sínum skít. Þyrlað upp ,,not all men“-rykinu í þeirri viðleitni að þurfa ekki að horfast í augu við sjálfa sig.

  Sumir menn benda á, í slíkum tilraunum til frávarps, að konur vilji frekar hafa hreint, vera með börnunum, þvo þvott eða eitthvað annað til að réttlæta eigin hegðun (eða skort á henni). Í öðru samhengi gætu áðurnefndir menn sagt að konur séu ekki nógu duglegar að sækja um stjórnunarstörf eða að konur séu ekki nógu hæfar. Segjum sem svo að þessi ósannindi séu sönn, en þá breytir það ekki þeirri staðreynd að menn axla ekki sína ábyrgð á heimilisstörfum og uppeldi. Menn eru ekki að standa sína plikt í að taka helminginn af hugrænu byrðinni (e. mental load) á ólaunuðum störfum heimilislífsins til móts við maka sinn. Taka byrðina, ábyrgðina og stjórnina, ekki vera „duglegur að hjálpa“. Ekki bíða eftir að vera beðinn um að setja í vélina, taka úr vélinni eða ryksuga.

  Hvort sem að ábyrgðarleysi karla sé meginástæða, hluti ástæðu eða alls engin ástæða fyrir fjarveru kvenna í æðstu störfum þá tel ég það hræsni að segjast vera jafnréttissinni eða femínisti og taka ekki jafna ábyrgð á heimilishaldinu. Ekki bara hræsni, heldur vottur um djúpa vanvirðingu fyrir konum. Það elskar enginn að þrífa, vaska upp, setja í vél, taka úr vél eða yfir höfuð vinna launalausa vinnu. Nema kannski konan þín, hvað veit ég?  — — —

  * Mental load. Hugtak sem birtist fyrst í myndasögunni ‘You should´ve asked’ eftir  Emma.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Þurfa menn kannski bara að vera duglegri að axla ábyrgð?