4. útgáfa
13. september 2019
Flokkar
Höfundar
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Mér fannst aldrei gaman að fara í berjamó. Mamma fór alltaf og stundum fór pabbi með. Amma og afi fóru oft. Mér fannst það aldrei spennandi og fór sjaldan eftir að ég byrjaði að ráða því sjálf. Ber eru samt góð og best fannst mér þegar mamma gerði krækiberjasaft og notaði hana í perlugraut. Hver ætli týni berin sem koma í Krónuna frá Spáni? Og hversu margar hendur meðhöndla þau? Gróðursetja, vökva, spreyja, tína, þrífa, pakka, flytja, senda. Hendur heildsalans sem tekur á móti berjunum, búðarstarfsmenn, áhugasamir kaupendur og loks ég sem að endingu hendi hálfkláraðri plastöskjunni í ruslið, í plasttunnuna ef ég er extra dugleg, sem endar í flutningi til Svíþjóðar í brennslu.

  Það er skrítið að hugsa til þess að einhver í Barcelona gæti verið að kaupa ber af sömu plöntu og ég kaupi í Melabúðinni. Berjum er flogið daglega til landsins en ég hika við að fara til útlanda einu sinni á ári. Flugviskubitið hefur tekið sér festu í sál okkar eyjaskeggjanna. Við leitum leiða til að friða samviskuna yfir flugferðinni með einhverskonar kolefnisjöfnun.

  Við reynum að grænþvo okkur sjálf en samt hugsum við okkur ekki tvisvar um áður en við röltum heim með spænsku jarðaberin, nema jú kannski því þau voru svo dýr og kannski ættum við ekki að vera að eyða svo miklum pening í nokkur jarðarber sem skemmast strax á morgun. Þurfum við kannski líka að kolefnisjafna matinn okkar?

  Einu sinni sá móðurmjólkin okkur fyrir öllu sem við þurftum, orkuefnum, vítamínum og steinefnum og með henni þroskuðumst við og uxum úr grasi. En móðurmjólkin er víðar en í ungbarnaæsku og brjóstum mæðra. Hún býr líka í jörðinni. Hún tekur á sig ýmis form en veitir okkur allt sem við þurfum til að lifa og leika. Hún finnst í sveppum, jarðeplum og í berjamó. Mannkynið liggur á brjóstum jarðarinnar, við sjúgum úr henni orku til að geta mætt í vinnuna, ræktina og byggt aðra H&M búð.

  Við gefum ekkert í staðinn. Og svo er orkuþörfin okkar alltaf að aukast. Sælla er að gefa en að þiggja, sagði einhver, einhvern tímann.

  Með breyttum tímum og breyttri hugsun gagnvart jörðinni og mannkyninu er margt sem við þurfum að breyta í lífstíl okkar og venjum. Að eyða meiri tíma með fólki sem manni þykir vænt um, að borða betri fæðu og að vinna minna í þágu stórfyrirtækja. Við þurfum að hægja á vélinni. Að fara í berjamó sameinar mörg af þeim gildum sem við viljum ná fram í bættum heimi, að nálgast náttúruna á annan hátt, að fara og vera, að nýta og njóta.

  Að átta sig á því að við erum partur af náttúrunni, steypt úr sama efni og sömu orku. Við erum hún og hún er við.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **  Af berjum, jörð og konum