4. útgáfa
4. september 2019
Flokkar
Höfundar
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Flokk till you drop
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Indíana Rós
 • Margeir Haraldsson
 • Miriam Petra
 • Sarkany
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Eva Sigurðardóttir
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Ísold Halldórudóttir
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Mars Proppé
 • Nadine Gaurino
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Mansour
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Sunna Ben
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Þeir einstaklingar sem tilheyra ríkustu tíu prósentunum í heiminum bera ábyrgð á helmingi þeirra gróðurhúsalofttegunda sem losna út í andrúmsloftið. Ég og þú tilheyrum þeim hópi.

  Við lítum á sjálf okkur sem tilgang alls, hringamiðju heimsins. Allt er hér til að þjónusta okkur. Auðlindir, dýr og fólk sem við höfum skipað undirmenn okkar í valdapíramídanum. Allt er mælt út frá okkur, og á sér tilverurétt á okkar forsendum.

  Foss má ekki falla í friði, hann þarf að falla fyrir okkur — án okkar dóms er hann einskis nýtur, tilgangslaus. Við þurfum að geta nýtt kraftinn sem býr í honum eða dáðst að honum. Ef foss fellur þar sem enginn sér hann, er hann fallegur?

  Við flokkum dýr sem sæt, bragðgóð eða mikilfengleg og gefum siðferðislegt leyfi til að drepa þau eins og okkur þykir eiga við. Við hvetjum fólk til að drepa minka, svo minkarnir drepi ekki lömbin. Ekki lambanna vegna, heldur okkar vegna. Aðeins við megum drepa lömbin.

  Við úthýsum ódýrri framleiðslu og tilheyrandi mengun eins langt í burtu og hún kemst, þar sem við vitum að verkafólk býr við hræðilegar aðstæður og kjör. En það er ekki á okkar ábyrgð. Þau ættu bara að vera þakklát, ef eitthvað. Við erum nú einu sinni að örva hagkerfið þeirra.

  Við skrifum reglurnar og styðjum okkur síðan við þær sem ófrávíkjanlegar staðreyndir.

  En við megum þetta. Samkvæmt okkar skilgreiningu á heiminum, þá eigum við rétt á því að haga okkur eins og við högum okkur. Við trónum efst á öllum mögulegum píramídum. Við erum skynsemisverur! Við erum gáfaðasta dýrið, við erum með svo sterkt menntakerfi, við erum svo tæknivædd! Skynseminnar vegna höfum við náð svona langt, henni eigum við velmegunina að þakka. En skynsemin virðist ekki ná lengra en svo að einmitt hún virðist ætla að verða okkur að falli. Falli sem mun kosta okkur hér um bil öll okkar lífsviðurværi. Og fórnarlömb græðgi okkar og yfirgangs áttu sér aldrei viðreisnar von og munu verða fyrst til að mæta afleiðingunum.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  Mannmiðjukenningin