5. útgáfa
9. desember 2019
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Ég hef verið að hugsa um hugtakið intersectionality. Það merkir að hægt sé að verða fyrir lagskiptu ójafnrétti byggðu á mörgum breytum, til dæmis kyni, þjóðerni, fötlun, kynhneigð o.s.frv. o.s.frv. Ef þú google-ar orðið þá færðu upp myndir sem líta nokkurn veginn svona út. Stundum fleiri breytur, stundum færri. En alla jafna finnst mér að einni ákveðinni breytu er sleppt – tegundum. Eiginlega hef ég verið að hugsa um þetta síðan ég skrifaði ritgerð í kúrsi um mannréttindaheimspeki við háskóla í Austur-Evrópu. Þar langaði mig að byggja upp röksemdafærslu fyrir því að önnur dýr ættu að fá að njóta ákveðinna réttinda, til dæmis yfir eigin líkama, því mér fannst að grunnréttindi ættu ekki að einskorðast við mannfólk. Löng saga mjög stutt þá fékk ég ömurlega gagnrýni til baka frá kennaranum. Hún var bæði móðguð og pirruð yfir því að ég skyldi dirfast að líkja saman líkama dýra og kvenna í tilraun til að skoða hvort frelsisbarátta þessara hópa gæti mögulega heyrt undir sama hatt. (Jebb, we’re going there.) Henni fannst þetta tvennt fullkomlega ósamrýmanlegt og að með þessu væri ég í raun að smætta konuna niður í hugmyndir feðraveldisins um að hún væri ‘bara’ framleiðsluvél fyrir afkvæmi karla. Að ég væri að móðga konur með því að líkja þeim við dýr … og það vakti mig enn frekar til umhugsunar.

  Mig langar til þess að bjóða ykkur með mér í smá ferðalag um hugmyndaheim. Einskonar gönguferð um skóg, sem kannski er svolítið snúið að fóta sig í vegna arfans sem er orðinn samdauna honum. Sem er kannski ástæðan fyrir því að við náum ekki að sjá trén eins og þau raunverulega eru undir öllum arfanum.

  Byrjum á þessum hérna forsendum. Víða var, og er enn, litið á líkama konunnar sem útungunarvél. Það mætti því alveg segja hana hafa verið einhvers konar húsdýr, sem notað er til að sinna húsverkum og öðru tilfallandi. Þá er víða ennþá komið fram við hana af virðingarleysi og vonsku, eingöngu vegna kyns hennar. Blessunarlega virðist það smátt og smátt vera að batna, en það breytir því ekki að i) komið er fram við dýr eins og útungunarvélar, ii) dýr eru látin vinna alls konar verk og virðast til þess eins fallin að þjóna mannfólkinu og iii) komið er fram við þau af algjöru virðingarleysi – eingöngu vegna tegundar þeirra. Ég veit ekki með ykkur, en þetta mynstur eitt og sér hringir viðvörunarbjöllum hjá mér.

  Einu sinni var ég ólétt. Ég var komin það stutt á leið að ég varð að bíða í eina, tvær vikur til að komast í meðgöngurof. Á þeim stutta tíma byrjaði ég að samsama mig kúm. Skrítið og óvænt. Ég varð sjálf mjög hissa, en það var eitthvað við það að upplifa mig fullkomlega valdlausa gagnvart eigin líkama. Ég hugsaði um hvernig mér myndi líða ef ég væri ólétt kýr í verksmiðju, hversu óréttlátt mér myndi finnast að líkami minn væri misnotaður á þennan hátt, á grundvelli kyns míns og tegundar. Þá ekki eingöngu til þess að framleiða kálfa sem teknir eru af mér, heldur líka eftir á til þess að framleiða mjólk fyrir aðra en mín eigin afkvæmi. Að afurðir líkama míns séu sogaðir úr mér án þess að ég fái neinu um það ráðið.

  Kannski hugsar þú núna, lesandi góður, að kýr langi alveg að eignast afkvæmi. Að þeim sé mögulega slétt sama.

  Ég er alveg til í að kaupa þau rök, eða allavega að leyfa þeim að njóta vafans í bili, en einungis varðandi fyrsta afkvæmið. Ég er ekki tilbúin að kaupa það að skynugar verur, á borð við kýr, gleymi því að afkvæmi þeirra sé tekið af þeim og að þær finni ekki til við þann aðskilnað. Þannig held ég að kýr hljóti að gera sér fulla grein fyrir þeirri síendurteknu martröð sem þær eru staddar í. Að þær væru jafnvel til í að sleppa því að vera til. Myndir þú ekki vilja sleppa því, værir þú í þeirra stöðu?

  Allavega. Planið var ekki að reyna að bomba einhverju persónulegu tilfinningaklámi í andlitið á þér til að vinna þig yfir á mitt band.

  Það sem ég er að reyna að segja er að kannski, mjög líklega, eru upplifanir og tilfinningar einstaklinga af sama kyni (og leg-eigenda yfirhöfuð) – mannkyns eða kúa – sambærilegar. Og að einmitt þess vegna ættum við sem femínistar að standa okkur betur í að standa saman gegn því kynbundna ofbeldi sem við allar virðumst verða fyrir, hvernig sem það kann að birtast. Vígvellirnir eru víða. Þér finnst ég kannski vera að tala um þetta allt eins og ég viti hvernig dýrum líði. Að ég sé að gera þeim upp upplifun út frá sjálfri mér. Og þér gæti fundist þetta óþægilega mannmiðjað hjá mér. Kannski – ég skil þig. En hérna ætla ég að benda á að í tilfelli dýra erum við að ræða um einstaklinga sem hvorki geta varið sig né svarað fyrir sig. Hverjir í veröldinni eru að fara að vera málsvarar þeirra aðrir en kúgarar þeirra, þú og ég? Og ef við pælum í hvaða líf á rétt á að lifa og hver það er sem ákveður það – hvort sem um mannslíf eða dýralíf er að ræða – þá fyrst byrjar kanínuholan að dýpka. En það er efni í aðra og lengri grein …

  Höldum aðeins áfram að spekúlera í þessu. Hvers kyns ill meðferð – bæði á konum og dýrum – hefur verið og er enn fáránlega normalíseruð í nútímasamfélagi. Eins og hún sé framkvæmd í algjöru hugsunarleysi. Eins og um sé að ræða einn risastóran blindblett (e. blind spot) í rökhugsun okkar. Mig langar aðeins að skoða orðræðuna sem við notum í dag gagnvart dýrum til þess að reyna að komast að því hvort viðhorf okkar sé mögulega gegnsýrt af leyndri (og ekki svo leyndri) tegundarembu.

  Þegar við segjum að komið sé fram við einhvern eins og dýr erum við að segja að illa sé komið fram við viðkomandi. En er þá allt í lagi að koma fram við dýr eins og dýr – vegna þess að þau eru ,,bara“ dýr? ,,Að slátra“ er hatursorðræða hjá mannfólki, en er daglegt brauð hjá dýrum.

  Pældu aðeins í því. Síðan, þegar upplifun á konu er neikvæð, er „níðyrðum“ hreytt í hana á borð við tík eða belju. En hvað það er skringilegt að lítilsvirða kvenmenn með því að kalla þær heitum kynsystra af öðrum tegundum. Er möguleiki á því að þetta sé enn ein birtingarmynd „divide and rule?“ Er það í alvörunni annars flokks að vera af annarri tegund? Af hverju er sama orðið notað á íslensku fyrir bæði „other“ og „second“ – og hvernig hefur það áhrif á hugmyndir okkar um tilveru og tilgang dýra á jörðinni? Fattarðu hvert ég er að fara?

  Það sem ég er að reyna að segja er að við, sem valdamesta tegund plánetunnar, verðum að bera ábyrgð og staldra við og skoða á hvaða grundvelli hugsun okkar er byggð, hvaða forsendur við höfum verið að gefa okkur hingað til og hvort að það sé ekki meiriháttar tilefni til þess að endurskoða þær. Við verðum að þora að horfast í augu við eigin blindu og hafa kjark til þess að viðurkenna þá kúgun sem við höfum beitt, og í framhaldinu að reyna að rétta af þennan ójöfnuð. Og jú, það er víst hægt.

  Þú sem einstaklingur hefur mun meiri völd en þú heldur.

  Talaðu um þetta. Spurðu spurninga. Þú tekur afstöðu með veskinu þínu, hvað ertu að kaupa?

  Lítum aðeins aftur til orðsins intersectionality. Sífellt fleiri hópar stíga fram sem segja frá því að þau hafi verið beitt misrétti og kúgun, fyrir það eitt nánast að vera til. Vegna þess að þau eru öðruvísi en „ríkjandi normið.“ En mér finnst að það ætti ekki einu sinni að vera „norm“ að vera manneskja. Og að vera slík ætti heldur ekki að vera skilyrði fyrir því að hafa réttindi, vegna þess að grunnréttindi eiga ekki að vera forréttindi „normsins.“ Er ekki kominn tími til að taka þetta skrefinu lengra og viðurkenna rétt annarra tegunda til að vera partur af flórunni?


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Dýrin í skóginum