5. útgáfa
10. desember 2019
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Um daginn sagðist ég, í hópi ófatlaðs fólks, vera forréttindapési og mér mætti þögn — undrun. Fyrir mörgum er ég örugglega holdgervingur jaðarsetningar; verandi fötluð kona í samkynja sambandi. Okkur er nefnilega alltof tamt að líta á forréttindi í því ljósi að fólk hafi annað hvort forréttindi eða ekki og þegar minnst er á forréttindi birtist mörgum miðaldra karl í jakkafötum. Málið er hins vegar ekki svo einfalt. Reynsla okkar og upplifanir eru lagskiptar og flóknar. Ég hef forréttindi því ég er hvít, ég hef hlotið framhaldsmenntun í háskóla, ég hef vitsmunalega færni til þess að falla inn í, og leika eftir reglum samfélagsins. Það gerir mér einnig kleift að þekkja kerfin og leita eftir þeim stuðningi sem ég þarf og á rétt á.

  Ég upplifi stundum að ófatlað fólk sé nýlega byrjað að taka eftir fólki eins og mér. Fötluðu fólki. Veita því eftirtekt að fatlað fólk er allskonar; hefur dýrmæta þekkingu og reynslu, drauma, þrár, hugmyndir.

  Fatlað fólk er nefnilega forvitnilegur hópur sem hingað til hefur verið falinn samfélaginu, þar sem fatlað fólk hefur búið á stofnunum, gengið í sérskóla eða sérnámsbrautir og haft lága rödd. Okkar fjölbreytileiki er ekki talinn æskilegur eða dýrmætur.

  Á sama tíma og fólk virðist vera farið að opna augu sín fyrir þeim fjölbreytileika sem fatlað fólk færir samfélaginu, þá virðist mörgum finnast yfirþyrmandi að ná utan um reynsluheim okkar og þarfir. Allt í einu áttar þú þig á því að fá kaffihús og næstum engir barir eru aðgengilegir. Fatlað fólk hoppar ekki bara inn á næsta veitingastað. Allt í einu áttar þú þig á því að húsnæðismarkaðurinn er gerður fyrir ófatlað fólk; húsnæði fyrir fatlað fólk er af skornum skammti og dýrt. Allt í einu áttar þú þig á því að fatlað fólk, hvað þá fólk með þroskahömlun, hefur ekki sömu tækifæri á atvinnumarkaði eða til menntunar. Alls staðar eru hindranir, veraldlegar og samfélagslegar. Og ég skil að það er yfirþyrmandi. Mér finnst það sjálfri. Mér finnst sjálfri erfitt, til dæmis, að geta ekki eftir skyndihugdettu skroppið á Siglufjörð, án þess að leggjast í ítarlega rannsóknarvinnu um hvar ég geti gist, hvar ég geti komist á salerni á leiðinni þangað og hvaða veitingastaðir eru aðgengilegir.

  Oft hefur fólk samband við mig til þess að nýta þekkingu mína til þess að fá ráðleggingar og hugmyndir. Ég skil vel að það er þægilegt að leita til aktívista eða fólks sem þekkir jaðarsetninguna á eigin skinni.

  En þegar þú hefur samband við mig til þess að fá lista yfir aðgengileg kaffihús eða ráðleggingar um hvernig þú eigir að vera inngildandi (inclusive) ertu að biðja mig um að vinna vinnuna þína.

  Því í hvert skipti sem ég fer á viðburð eða ætla út að borða á nýjum stað þarf ég að hringja og kanna aðgengi. Ég þarf að spyrja ítarlegra og snjallra spurninga um inngang, salerni og uppröðun salar. Oft segja þjónar að það sé aðgengi þó að það sé ein trappa inn. Þegar ég fer í afmælisboð, sæki um nýtt starf eða fer í kennslustund í nýrri byggingu þarf ég að gera ráðstafanir. Á meðan ég var í háskólanámi þurfti ég oft að mæta 20 mínútum áður en kennslustund hófst til að endurraða borðum og stólum svo ég gæti tekið þátt því það var ekki hægt að gera ráð fyrir mér og mínum þörfum. Margt fatlað fólk þarf að gera ráðstafanir varðandi þjónustu við sjálfsagðar athafnir eins og að komast á milli staða, nærast og komast á salernið.

  Við megum búast við fordómum og óviðeigandi ummælum og spurningum í formi gæsku. Hvergi óhult. Klapp á kollinn frá samstarfsfélaga. Vorkunn frá bankastarfsmanni. Hunsun af hálfu læknis.

  Þegar við erum beðin um ráðleggingar og stuðning frá ófötluðu fólki eykur það á ólaunað álag þess að vera með fötlun. Álag sem fyrir er gífurlegt. Mér er stundum hugað til hvetjandi tilvitnana (inspirational quotes) á netinu um að þú hafir jafn marga klukkutíma í sólarhringnum og Beyoncé. Hún er þó með aðstoðarfólk á öllum vígstöðvum og þarf ekki að díla við mismunandi kerfi sem talast ekki við, tví- og þrítjékka á öllu aðgengi og þjónustu og upplifa ableisma á ótrúlegustu stöðum, oft á dag. Hún er kannski með 99 vandamál en ableismi er ekki eitt þeirra.

  Því segi ég: Þú ert með 24 tíma í sólarhring rétt eins og fatlað fólk.

  Nýttu tímann til að lesa þér til um veruleika fólks, til þess að hringja á staðina sjálf/t/ur sem þú vilt athuga með aðgengi á, til þess að leggja smá andlega vinnu (emotional labour) á þig. Reyndu að ráðstafa fjármagni í verkefnum til að borga fötluðu fólki fyrir sérþekkingu þeirra. Fylgdu fötluðu fólki á samfélagsmiðlum. Í guðanna bænum gúgglaðu! Og helst af öllu — vertu meðvitaður um álag sem þú setur á fatlað fólk með því að láta það vinna vinnuna þína og fræða þig. Sumir eru til. Aðrir ekki. Sumir eru stundum til. Ekki gera ráð fyrir að jaðarsett fólk reki ókeypis ráðgjafarþjónustu.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Ekki biðja mig að vinna vinnuna þína