áður fyrr
rak hún nefið inn um bæjardyrnar
eins og til að segja okkur
að vorið kæmi sannarlega
á endanum
núna
er hún hitabeltisrigning
og fólk liggur í sólbaði
á Kosta del vest
í október
langt fram eftir vetri
berast okkur fréttir
af drukknuðum haustlaufum
og stífluðum niðurföllum
meira að segja andapollurinn
er orðinn að beljandi stórfljóti
ég læt mig dreyma
um bítandi morgunfrost
hóstandi bílvélar
og spólandi dekk
í kóklituðum snjó
síðast en ekki síst
alvöru
Þorláksmessuhláku
kannski
er það ekki of seint