5. útgáfa
15. desember 2019
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • – Hvernig það er að lifa með innri Grinch í miðjum spíralnum

  Ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurt þessarar spurningar seinustu mánuði. Seinasta ár. Stundum kemur svarið léttilega, eins og ég sé að svara við búðarkassa í amerískri bíómynd. „Já, ég hef það bara fínt. En þú?“ Stundum er ég tilbúið með svar, búið að matreiða og blanda akkúrat fyrir bragðlauka þess sem spyr. „Ágætt bara, svona skítsæmilegt 🙂 .“ En suma daga er þessi spurning svo hlaðin. Hún er svo svakalega, gríðarlega blýþung af tilfinningalegum væntingum að ég á erfitt með að svara. Ég horfi á móti og velti því fyrir mér, stendur það ekki utan á mér að það er ekki allt í lagi?

  Málið er að það er ekki allt í lagi og hefur ekki verið í lengri tíma. En ég veit ekki hvernig ég á að tjá það þegar eina fólkið sem spyr er fólkið sem vill svo innilega að allt sé í lagi. Hvernig segir maður einhverjum að það séu ekki komin nein græn lauf á plöntuna sem þau hafa verið að vökva reglulega í marga mánuði? Að vatnið dropi bara niður í gegnum botninn á blómapottinum og að moldin sé alveg jafn skrjáfþurr og hún var áður en þú helltir fyrst vatni á hana.

  Málið er kannski að ég veit ekki nákvæmlega hvernig ‘allt í lagi’ lítur út.

  Það er svo langt síðan ég hef kannast við það hugtak og sú útgáfa af sjálfu mér virðist eiga lítið sem ekkert sameiginlegt með þeirri sem ég er núna. Núna lifi ég lífinu með Grinch, innri röddinni minni og aflinu, sem lætur mér líða eins og það sé ekkert annað í stöðunni en að skríða uppí rúm og draga fyrir. Að það sé hvort eð er allt svo ömurlegt og óyfirstíganlegt. Hann er kvíðinn og depurðin og dysphorían og vonleysið. Og hann er með hjarta sem er tveimur stærðum of lítið. 

  Um daginn þá sá ég bók á náttborðinu hjá manninum sem ég elska sem heitir „Það er alltaf eitthvað“. Ég hef aldrei tengt jafn mikið við bókatitil. Ekki misskilja mig. Stundum á ég góð kvöld, jafnvel góða daga! Þar sem ekkert er að í nokkra tíma. Ég er í hópi fólks þar sem ég get verið ég sjálft. Er ekki að pæla í líkamanum mínum og hvernig fólk sér hann og les mig og hvort ég sé í eins miklu rugli og ég held stundum að ég sé. Málið með slíkar stundir er að ég veit að þær munu líklega ekki endast. Það eru ekki svo margir sem sjá mig eins og ég sé mig. Það er tilfinning sem er tiltölulega ný í lífinu mínu. 

  Til útskýringar: Fyrstu 18 ár ævi minnar lifði ég hamingjusamt sem stelpa og velti því ekki mikið fyrir mér. Eftir það uppgötvaði ég smám saman að það var eitthvað sem passaði ekki. Það var að ég er ekki stelpa, heldur kynsegin (hvorki karl né kona, eða bæði).

  Seinustu tvö ár hef ég uppgötvað meira um sjálft mig en mig óraði fyrir að hægt væri. Það hefur verið gríðarlega erfitt á köflum en stundum ótrúlega óvænt frábært. Ég hafði ekki hugmynd um að ég gæti verið svona spennt fyrir nærfötum úr strákadeildinni í H&M (sem ég keypti í útskriftarferðinni minni og faldi í töskunni minni og þvoði ekki í nokkrar vikur) eða fyrir fyrsta bindernum* mínum. Eða því þegar ég keypti fyrstu sundskýluna mína í Ástralíu og byrjaði að fara á ströndina bara í henni.

  Eftir nokkra mánuði af sjálfsuppgötvun og baráttuhug, mánuðum sem fóru í það að koma út fyrir vinum og fjölskyldu og leiðrétta fornöfn þá varð þessi raunveruleiki venjulegur. Ég var ekki lengur hrætt við að setja boxernærbuxurnar mínar í óhreinatauið. Smám saman varð samt erfiðara að leiðrétta mína nánustu. Fyrst þau notuðu ekki rétt fornöfn nú þegar þá var það ekki tungumálið sem var vandamálið, heldur að þau sæju mig ekki eins og ég er, hvorki karl né kona, bara ég. Að vera í sundbol var orðið óþægilegt, skárra að vera bara í sundskýlu, þá skildi ég hvaðan störurnar komu. Erfiðara að sættast við líkamann minn. Hann er ástæðan fyrir því að fólk miskynjar mig stöðugt.

  Með tímanum hef ég einangrað mig. Ég á erfiðara með að tala við ókunnuga, segja frá mér og mínu. Mér finnst léttara að gráta fyrir framan lækna og sálfræðinga en foreldra mína. Ég græt svo oft. Sjaldnar eftir lyfin, en samt oftar en flestir sem ég þekki. Mér líður eins og ég þekki ekki vini mína, það hefur skánað eftir að ég byrjaði að tala opið um það hversu erfitt þetta er allt saman. En það er samt alltaf eins og það sé smá veggur á milli. Ég kann ekki að tala um kynáttunarvandann minn því ég hef engar fyrirmyndir. Sam Smith var bara að koma út í ár! Og það veit enginn að Miley Cyrus er kynsegin, eða Jonathan Van Ness. Suma daga finnst mér erfitt að líta á mig í speglinum, erfitt að fara í sturtu! Þetta heitir dysphoría, vinir góðir.

  Og hún verður svo mikið verri þegar þið talið um mig í kvenkyni eða kallið mig stelpu / vinkonu / frænku / sæta / duglega / klára / konu / fallega / kurteisa / góða. 

  Suma daga er kvíðinn svo líkamlegur að ég þarf vart að stíga fram úr til þess að annað hvert líffæri gefi sig. Eða þannig er tilfinningin að minnsta kosti. Hausverkur, hrollur, kláði, skjálfti, svimi, stirðleiki, kippir, sársauki, yfirlið … Upptökin eru andleg, ég veit það vel, en það þýðir samt ekki að einkennin séu ekki nákvæmlega jafn líkamleg og ef þau væru komin frá vírusum og bakteríum. Málið er samt sem áður að öll mín vanlíðan, minn kvíði og mitt þunglyndi er ekki einungis komið frá samfélaginu og þeirri tilviljanakenndu staðreynd að ég sé kynsegin. Þetta er sjúkdómur sem ég hef og mun alltaf koma til með að díla við. Þessi blanda af dysphoríu, kvíða, depurð og breytingum í lífi mínu hefur bara reynst extra erfið. 

  Nú ert þú eflaust að hugsa „Grey Mars“ og „Ég vissi ekki að hán hefði það svona slæmt, gott að flestir hafa það þó betra.“ Málið er að það hafa það ekki allir mikið betra. Það er gríðarlega algengt að ungt fólk í dag eigi við andlegan vanda að stríða, svo algengt að nær helmingur instagramfylgjenda minna (já, ég ætla að tala um menntaskólakunningja mína og 10 „aðdáendur“ sem follow-uðu mig út í bláinn sem fylgjendur mína) hafa strítt við þunglyndi. Þá hafa 87% fundið fyrir kvíða og tæp 40% glímt við aðra geðsjúkdóma.** Þessi tölfræði ein og sér er sláandi, en þó finnst mér ennþá verra að við tölum ekki meira um þetta. Ef meira en önnur hver manneskja sem ég tala við á hverjum degi hefur gengið í gegnum svipað af hverju er þetta þá svona mikið tabú?

  Og af hverju líður okkur svona illa?

  Ég hef engan heilagan sannleika til að segja þér. Það er enginn fallegur endir á þessari sögu. Ég er bara statt í miðjunni á spíralnum og kannski enda svona sögur aldrei. Það er ekki þar með sagt að hlutirnir verði aldrei betri, það gerist bara ekki eins og í ævintýrum.

  Tíminn líður, aðstæður breytast og við með. En það er mikilvægt að við tölum um það.

  Þegar maður er í holunni og heyrir bara í manns innri Grinch sem hvíslar að manni alls konar lygum, þá breytir öllu að vita að maður er ekki eitt, ekki eina brotna eintakið. Þakklæti mínu ausið yfir þau sem hafa hjálpað mér og gera enn, þá get ég ekki lokið þessarri grein án þess að viðurkenna það hvað ég er gríðarlega þakklátt fyrir rúmið mitt.
  — — —

  * Binder: Flík í stíl við íþróttabrjóstahaldara sem fletur bringuna hjá fólki sem í þeim ganga. Ef þú hefur áhuga á að prófa þig áfram með slík tæki þá er mikilvægt að passa vel upp á líkamann sinn. Fylgja því þegar þú þarft að taka pásur og alls ekki nota límband eða sárabindi.

  ** Upplýsingar fengnar í óformlegri instagramkönnun á aðganginum @marsandresdottir fyrir um það bil 2 mánuðum. Niðurstöður má sjá í sögunni ´Brjálaðar tölur’.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Hvernig líður þér