5. útgáfa

14. desember 2019
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Leyfum okkur að fullyrða að sköpun komi í bylgjum og að núna sé flóð – einhver gróska í íslenskri listsköpun. Ef við einblínum á skrif þá eru Meðgönguljóð og Svikaskáld áberandi en einnig má nefna netrit á borð við Flóru og smásögur Maríu Elísabetar á Útvarp 101, sem vettvang fyrir þessa grósku. Í kjölfarið eru ritform eins og smásagan, ljóð og pistlar að taka miklum breytingum. Skrif eru að brjóta hefðir og snúa upp á uppskriftir, þar sem bæði form og innihald fá að flæða meira villt og frjálst.

  Yfir jólin og áramótin bretta íslenskir lesendur upp ermarnar og gleypa í sig nýjasta nýtt í sem mestu magni svo þau séu samræðuhæf yfir hátíðirnar. Eftir fríið eru lesendur fullmettir af nýjungum og kerfið, hvort sem það sé námskerfi eða algóriþminn að mæla með ,,must read“ listum, tekur við.

  Þrátt fyrir núríkjandi sköpunar-flipp er stanslaust verið að tyggja ofan í lesendur mikilvægi klassískra bókmennta. Enda er fínt að þekkja hefðina sem er byggt eða brotið á. 

  Við vinkonurnar viljum mæla með tveimur klassískum bókum sem við höfum lesið undanfarið og fannst frábærar.   GUNNLAÐAR SAGA – SVAVA JAKOBSDÓTTIR

  Svava Jakobsdóttir rannsakaði þátt Gunnlaðar í Hávamálum og notaði til grundvallar í Gunnlaðarsögu eins og nafnið gefur til kynna. Hún taldi Snorra Sturluson hafa breytt hlutverki Gunnlaðar í Snorra-Eddu sem Svava svo endurheimti í skáldsögu sinni. 

  Söguþráður bókarinnar er tvískiptur og á sér stað í hinni goðafræðilegu fortíð annars vegar og í „samtímanum“ fyrir þrjátíu árum hins vegar. Í þessum nútíma átti Tjernobyl slysið sér stað en það er í bakgrunni söguþráðarins. Móðir segir frá atburðum sem áttu sér stað sumarið áður í Kaupmannahöfn þegar dóttir hennar Dís var gripin glóðvolg við að stela fornu gullkeri úr Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn. Dís „stelur“ kerinu, kerið er enn fremur ker Gunnlaðar sem gætti skáldskaparmjaðarins, en Dís hélt því fram að hún hafi ekki stolið því heldur endurheimt það. Saga Dísar afhjúpar hina raunverulegu sögu Gunnlaðar og endurheimtir þannig sögu hennar líkt og femínismi endurheimtir verk eftir konur. En femínismi er í þessu að endurskrifa konur inn í sögu flestra fræði- og listgreina. Sem dæmi eru verkefni eins og www.skald.is, sem skrásetur íslensk kvenskáld svo þær séu auðfundnari og sýnilegri, mikilvægur þáttur í þessari endurheimt.

  Sagan er margbrotin og höfðar meðal annars til lesenda með því að skoða menningarlega arfleifð Íslendinga. Nútíminn í sögunni er ekki fjarri nútímanum okkar: tíminn virðist ganga í hringi. Margir eru nýlega búnir að endurupplifa Tjernobyl undanfarið í sjónvarpinu eða tala um það aftur.

  Hin goðafræðilega fortíð á sér sömuleiðis ekki stað í tómarúmi og samband okkar við náttúruna er þar í forgrunni með ljóðrænum lýsingum eins og væri verið að tala beint til okkar á tímum hamfarahlýnunar. 

  ORLANDÓ – VIRGINIA WOOLF

  Virginia Woolf er þekkt fyrir ritstíl sinn sem gengur undir nafninu vitundarstreymi en textar hennar lesast eins og hugsanir sem flakka frjálst. Orlandó er ævisaga einstaklings sem spannar yfir 300 ár, þannig samræmist aldur sögupersónu ekki áratugunum sem líða í frásögninni.

  Rétt undir miðja bókina hefur kyn Orlandó breyst en þetta hefur áhrif á framvindu sögupersónu meira en persónueinkenni hennar. Í kjölfarið glímir Orlandó við breytt viðhorf samfélagsins en upplifir oft sömu langanir og tilfinningar; Orlandó er tvístígandi yfir eigin kyni og upplifir sig sem bæði kvenkyns og karlkyns í senn.

  Þrátt fyrir að bókin hafi komið út árið 1928 bergmálar hún nútíma hugmyndir um flæði kyns og kynhneigðar.

  Erfitt er að lýsa heildarmynd bókar sem teygir arma sína yfir svo mismunandi vinkla þess að vera manneskja; ástina, kyn og kynferði, sköpun/skrif, tengslanet, samskipti, tímabil, áhrif náttúru og umhverfis og margt fleira þannig við ætlum ekki að reyna það frekar hér. Þrátt fyrir að efni sögunnar sé svona gríðarlega viðamikið er hún skoplega skrifuð, þar sem vangaveltur innan sögunnar eru frjálsar og ótakmarkaðar, djúpar og smávægilegar. 

  Bækurnar tvær leika sér fallega með það hvernig við skynjum veruleikann. Þær bjaga framvindu með hugsunum persóna og í kjölfarið hvernig lesandinn skynjar söguheiminn. Sem dæmi leikur Orlandó sér með breytingar innan bresks samfélags í tengslum við aukinn raka í veðráttu og persóna í Gunnlaðarsögu er borin saman við fisk og gengur út frá því undir nafninu „Fiskurinn.“ Hugsanir sögupersóna gegna lykilhlutverki í báðum bókum, sem er fallegt því lesendur eru sjálfir sekir um að bjaga veruleikann gegnum eigin lestur/upplifanir. 

  Það er ekki óalgengt að detta í þá gryfju, sérstaklega þegar lesandi er að vinna sig í gegnum klassísku bækurnar, að ranka við sér og átta sig á því að seinustu fimm bækurnar eru eftir karlmenn.

  Ef til vill er þessi grein tilraun til að aðstoða við endurskrif á hvað við teljum vera klassík. Þannig að næst þegar lesanda þyrstir í gúmmelaði í bókaformi, sé hann jafn líklegur til að teygja sig í Svövu Jakobs eða Virginiu Woolf eins og Orwell eða Laxness.   ((Skáld er hvorugkynsorð))


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Júllur og jólabækur