5. útgáfa
12. desember 2019
Flokkar
Höfundar
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Eva Sigurðardóttir
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Ísold Halldórudóttir
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Mars / Margrét Andrésdóttir
 • Nadine Gaurino
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Mansour
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Sunna Ben
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Ég hafði fundið draumamasternámið erlendis og komist í viðtal. Þetta voru spennandi tímar og ég ætlaði sko að sigra heiminn. Ég viðurkenni þó að samtímis var ég mjög stressuð. Þetta yrði stór ákvörðun sem myndi breyta lífi mínu.

  Um nætur lá ég andvaka og ímyndaði mér hvað ég myndi segja í viðtalinu til að undirbúa mína fullkomnu framtíð.

  Þetta var farið að loða við þráhyggju og mér tókst að koma þessu inn í allar samræður sem ég átti við vini og vandamenn. Til þess að dreifa huganum ákvað ég að skreppa í stutt ferðalag nokkrum dögum fyrir viðtalið mikla og skráði mig í fimm daga hópferð á Suðurlandið. Þannig væri ég fersk í viðtalinu daginn eftir að ég kæmi heim.

  Á ferð minni um Suðurland kynntist ég skemmtilegu fólki, þar á meðal bandarískum strák og okkur kom fljótt vel saman. Hann var með þykkt svart hár og ólívulitaða húð, enda var hann ættaður frá Gvatemala. Ég hafði aldrei séð jafn blá augu og hans og þau mynduðu mikla skerpu í andlitinu. Ekki leið á löngu þangað til að ég fór  að vera smá skotin í honum.. Tortryggin spurði ég nokkrar stelpur sem ég hafði vingast við: ,,Er augljóst að ég sé skotin í honum?“’ Þær svöruðu: ,,Nei það er ekki augljóst, hins vegar er það sjúklega augljóst að hann er hrifinn af þér! Hann er alltaf að horfa á þig, er alltaf að reyna að tala við þig og að vera nálægt þér.’“ Maginn á mér hringsnerist og mér leið eins og innyflin mín væru úr bleiku glimmeri. Allt var gott í heiminum. 

  Í partýi á þriðja kvöldi ferðarinnar fórum við afsíðis að spjalla. Hann hrósaði mér fyrir fallegt hár og falleg augu. Við spjölluðum til tvö um nóttina og það var ótrúlegt hvað við náðum miklu upp úr hvort öðru. Það sem eftir lifði af ferðinni vorum við eins og kærustupar, héldumst í hendur hvert sem við fórum. Þegar ferðinni lauk og til Reykjavíkur kom, sýndi ég honum strax borgina mína þar sem hann var að fara heim daginn eftir.

  En búmm! Allt í einu var sem glimmertilverunni hefði verið kippt undan mér. Aðeins nokkrar klukkustundir voru í viðtalið sem ég hafði haft þráhyggju fyrir og átti að breyta lífi mínu.

  Ég gerði mér fyllilega grein fyrir að ég þyrfti ró og næði. En á sama tíma hafði ég mikla löngun til að eyða þessum örfáu klukkustundum sem hann átti eftir á landinu, með honum. Ég varð ringluð. Hvað átti ég að gera? Ég reyndi að slá tvær flugur í einu höggi og haga því þannig að hann yrði hjá mér á meðan Skype-viðtalinu stæði, en héldi sig úr augsýn. Ég er sannur Íslendingur og taldi mér trú um að  þetta hlyti að reddast. Í reynd var þessi ákvörðun alls ekki góð. Ég tók tölvuna mína og settist inn í stofu. Hann settist í sófann beint á móti mér sem hjálpaði ekki til við einbeitinguna. Þegar að viðtalinu kom hafði ég gleymt öllum spurningum sem ég var búin að æfa. Ég hafði gripið röng gögn með mér til að hafa við höndina og að auki gleymt að láta meðleigjanda minn vita að ég væri í mikilvægu viðtali á þessum tíma.

  Þarna sat ég sveitt við að reyna að einbeita mér að tala við fulltrúa frá einum besta og virtasta háskóla Evrópu. Þessir þrír aðilar sem birtust mér á skjánum héldu á lyklinum að framtíð minni, framtíð sem ég hef verið að vinna að síðan ég var sjö ára gömul.

  Mér leið vægast sagt ömurlega eftir að viðtalinu lauk. 

  Stuttu seinna fór hann aftur til Bandaríkjanna. Ég vildi halda sambandi við hann og sjá hvert þetta myndi leiða okkur en hann ekki. Við kvöddumst og ég veit ekki hvort ég muni nokkurn tíma sjá hann aftur. Varðandi skólann þá fékk fréttir nokkrum vikum síðar um að ég væri þriðja efst á biðlista og það var betra en ég hafði búist við eftir þetta mjög svo klúðurslega viðtal. En ég komst ekki inn að lokum.  

  Ég kom sjálfri mér algjörlega á óvart. Í sannleika sagt hefur mér alla tíð þótt strákamál vera truflun frá hlutum sem skipta raunverulega máli.

  Þarna var ég ekki einungis stödd á bleiku skýi, heldur bleikri þoku og innst inni skammaðist ég mín fyrir  að nánast fórna þessu mikilvæga tækifæri til að þess eins að eyða meiri tíma með strák sem ég þekkti lítið.

  Ég hafði alltaf sagt og hugsað að ég myndi aldrei fórna neinu sem myndi bitna á frama mínum fyrir einhvern strák og botnaði ekkert í því þegar aðrir konur virtust gera það. Það var ekki fyrr en nokkrum dögum síðar sem ég áttaði mig á hvað ég var í raun mikill hræsnari. 

  Því miður búum við í samfélagi þar sem gerðar eru meiri kröfur til kvenna en karla. Gagnkynhneigðar konur eiga það stundum til að fórna hlutum fyrir mennina sem þær elska og taka á sig ólaunuð störf.  Ég hef alltaf verið dauðhrædd um að falla í þá gryfju. Oft er það meiri og ósanngjarnari barátta fyrir konur að klífa metorðastigann og vera teknar alvarlega sem æðstu stjórnendur. Að benda á óréttlætið og berjast fyrir réttindum kvenna hefur alltaf verið mín hugmynd um femínisma en staðreyndin er sú að hann snýst um svo miklu meira.

  Kjarni femínisma snýst að mínu mati ekki um að gagnrýna þau sem taka ákvörðun um að setja sjálf sig til hliðar fyrir aðra, heldur snýst málið öllu heldur um frelsi einstaklinga til að hafa val um hvernig þeir vilja haga lífi sínu.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  Mun ég glata sjálfri mér ef ég fylgi hjartanu?