5. útgáfa
13. desember 2019
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Öll höfum við heyrt um kvenlæg gildi, sem jafnan eru tengd mýkt, samkennd og næmi. Þá eru hin karllægu gjarnan meira í áttina að styrk, hugrekki, ákveðni og festu. Þau síðarnefndu eru ráðandi í viðskiptalífinu og vissara fyrir þá sem ætla sér stóra hluti að tileinka sér. En við eigum öll okkar karllægu og kvenlægu hlið, þó önnur kunni að vera ráðandi.

  Mjúku gildin eiga ekki bara heima í starfsmannafélaginu, mannauðsdeildinni og á heimilinu, heldur hafa þau (að mínu mati) mikið erindi í viðskiptalífið — kannski aldrei meira en akkúrat núna. 

  Á síðustu misserum hef ég haldið erindi á vegum vinnunnar minnar um víðan völl. Sem er ekki í frásögur færandi, nema vegna þess að þessum verkefnum hefur fylgt mikil sjálfsskoðun. Sem framkvæmdarstjóri hjá hagsmunasamtökum skipaumboðsmanna á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum hafa málefnin oft falið í sér ferðamennsku tengda skipaumferð og framtíðarsýn á ógnanir og tækifæri þeim tengdum. Komandi úr stórum systkinahóp hef ég alltaf haft mikið keppnisskap og hefur það eflaust áhrif á að ég vil yfirleitt standa uppúr, skila mínu og fá hrós fyrir, hvort sem er frá yfirmönnum eða áhorfendum. Til þess að ná árangri er mikilvægt að byrja á því að skilgreina hann. Hvernig lítur velgengni út fyrir mér? Fyrir yfirmönnum mínum? Hvað gerir það að verkum að kynning, erindi eða ræða slái í gegn meðal þátttakenda á ráðstefnu? Á mínum (tiltölulega stutta) ferli sem fyrirlesari hefur eitt erindi staðið uppúr. Þar valdi ég að tala hreint út og tala frá hjartanu. Á glærunum voru engin gröf, engar tölur og engar tilvitnanir, einungis myndir. Ég ákvað að tala um kærleika, sem kann að virðast einkennilegt í jafn ókynþokkafullu samhengi og skipaumferð. Þetta var þó það erindi sem vakti mesta hrifningu. Þarna talaði ég „með huga og hjarta“ og vakti mikil viðbrögð hjá áhorfendum. Kærleikur er eitt af mínum gildum, ég þarf að sýna sjálfri mér kærleika, koma fram við samstarfsfólk og viðskiptavini af kærleika og hef fundið að með hann að leiðarljósi næ ég að taka betri ákvarðanir. Það er nefnilega mikilvægt fyrir mig, manneskju með mikið keppnisskap, að sá tími og orka sem ég nota í vinnuna mína sé „þess virði“ og skilji eitthvað eftir sig. 

  Þegar við erum þess heiðurs aðnjótandi að hafa athygli fólks, til dæmis þegar við erum að ávarpa samkomu, flytja erindi eða skrifa grein sem þessa, þá verðum við að gera okkur grein fyrir forréttindunum sem felast í því trausti sem okkur er sýnt. Að mínu viti snýst þess háttar einhliða upplýsingagjöf um hvaða tilfinningu þú vilt skilja eftir hjá viðkomandi. Tilfinningar hafa oft meiri áhrif en rök og án þess að vilja hljóma allt of útsmogin (e.manipulative), þá er mikilvægt að skilgreina fyrir sjálfum/ri/u sér hvernig þú vilt láta muna eftir þér.

  Ef áhorfendur ættu að muna eina setningu, hver myndi hún vera? Tilfinningar eru alfa og omega þegar kemur að því að hrífa fólk með okkur en til þess að sýna þær verðum við líka að vera í tengingu við okkar eigin. 

  Þegar við þorum að vera einlæg, berskjölduð og taka tilfinningarnar með í vinnuna þá gerast áður óséðir hlutir. Það er nefnilega munur á að mæta í vinnuna sem við sjálf eða mæta sem starfstitillinn okkar.  Við megum ekki kasta öllum „mjúkum“ gildum til hliðar í von um að sýna styrk og klífa metorðastigann — haldandi að þannig skörum við framúr. Þess heldur eigum við að rækta og tengja við þessi gildi og leyfa þeim, ásamt keppnisskapinu, baráttunni og kjarkinum, að leiða okkur í ákvarðanatökum og framkomu. Kærleikur getur verið misskilinn sem óþarft gildi, en í raun er kærleikur ein sterkasta tilfinning sem við getum upplifað og hefur eiginleika sem leiðir fólk áður óþekktar slóðir. Kærleikurinn getur þannig, ásamt dassi af þolinmæði, samkennd og einlægni, vísað leiðina að velgengi sem „mjúkt“ gildi.

  Við þurfum einnig að skilgreina velgengni í stærra samhengi. Velgengni í starfi, sem leiðtogi, sem fyrirtæki. Velgengni fyrirtækja er mæld í afkomu á ársfjórðungi. Góða afkomu færðu með að halda kostnaði í lágmarki, auka afköst, auka sölu og þar fram eftir götunum. Þannig er leikurinn hannaður, við kunnum reglurnar (hvort sem við fylgjum þeim eða ekki), vitum hvað við þurfum að gera til að ná í fleiri stig og komast í næsta borð. En hvernig væri ef við breyttum því hvað telst vera stig og hvað þarf að gera til að komast í næsta borð? Hvað ef við keppumst um að vera fyrirtækið sem skilar mestu í sameiginlegar stoðir samfélagsins okkar (kallast að borga skatta), fyrirtækið sem miðar að því að allir hlekkirnir í virðiskeðjunni verði betri, þar sem við lyftum hverju öðru upp við hvert tækifæri. Það er velgengni. Þar sem virðiskeðja fyrirtækisins gefur sem mest af sér á hverjum einasta hlekk. Viðskiptalífið verðlaunar fólk sem elskar að keppa og keppnisskap er oft drifkrafturinn á bak við velgengni. Þess vegna væri svo spennandi ef við myndum þora að keppa í öðru en gróða. Þora að stíga úr kappinu á botninn (e. race to the bottom), þar sem 99% virðiskeðjunnar tapar en 1% græðir. 

  Það er hér sem áðurnefnd mjúk gildi koma inn. Hin kvenlægu gildi sem eru á undanhaldi í viðskiptalífinu.

  Það er mín von að við, af hvaða kyni sem við erum, þorum að skilgreina velgengni okkar upp á nýtt.

  Ekki fara í svartan blazer og keppa (við strákana) um að græða meira í þessum ársfjórðungi en þeim síðasta. Verum við sjálf og keppum í því að hafa jákvæð áhrif á okkar nærumhverfi, í því að gera breytingar til hins betra, í að kenna öðrum það sem þú kannt, í að ekki bara viðhalda heldur bæta náttúruna, í að stuðla að jafnrétti, í að stuðla að uppbyggjandi menningu á vinnustaðnum okkar og í að lyfta eins mörgum upp og við getum í leiðinni. Þetta gæti kannski hljómað eins og draumhyggja um fyrirtæki þar sem allir sitja í hring, haldast í hendur og syngja Kumbaya. En fatamerkið Patagonia er gott dæmi um fyrirtæki sem hefur tekið skýra afstöðu og hlotið hylli almennings og viðskiptavina að launum. Nýlega tilkynnti stofnandi fyrirtækisins, Yvon Chouinard, að Patagonia væri í viðskiptum til að bjarga jörðinni. Frá stofnun hefur fyrirtækið gefið 1% hagnaðarins til góðgerðarmála og gaf $10 milljónir (sem hlutust af skattalækkunum Trump) til sprotafyrirtækja í umhverfisvænum lausnum. Fyrirtæki geta nefnilega hagnast á sama tíma og þau hafa góð áhrif í heiminum.

  Þegar mér fallast hendur yfir því að allt sé að fara á versta veg í heiminum og ég sé ekki að gera neitt í því, þá held ég fast í ráð sem ég fékk frá föður mínum. Hann benti mér á við verðum að byrja að rækta okkar eigin bakgarð. (Mjög viðeigandi ráð frá garðyrkjufræðingi). Í hans tilfelli átti það við um börnin, fyrirtækið, starfsfólkið og hjónabandið.

  Það geta ekki allir verið Greta Thunberg, en það geta allir gert eitthvað og flestir geta gert helling. Listin felst í að meta hverju þú stjórnar og hverju ekki. 

  Það var áskorun að skrifa þessa grein því það krefst mikils að vera einlæg og tala frá hjartanu. En það er eitthvað sem mig langar að styrkja hjá sjálfri mér; að mæta aftur og aftur, gefa af mér, taka af skarið, hjálpa hinum, treysta sjálfri mér og treysta vegferðinni. Við erum hér til að vinna saman og skapa í sameiningu eitthvað stærra en við gætum gert ein okkar liðs. Veljum vel í hvaða leik við ætlum að keppa í og sigra.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Mýkt er máttur