6. útgáfa
19. apríl 2020
Flokkar
Höfundar
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Eva Sigurðardóttir
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Ísold Halldórudóttir
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Mars / Margrét Andrésdóttir
 • Nadine Gaurino
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Mansour
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Sunna Ben
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Ég sat og horfði á mig í speglinum. Sá nakinn líkamann bylgjast yfir sjálfan sig. Ég tók eftir öllum slitunum, ójöfnunum og fellingunum. Þessum fellingum þar sem liðamótin beygjast og vöðvar, skinn og holdið allt þjappast saman öðrum megin við liðinn og hinum megin strekkist á því. Þessar mjúku fellingar sem renna saman, bugðóttar og ávalar línur. 

  Ég einblíni á maga, rass og læri og býsnast yfir fellingum þar. Á sama tíma tek ég ekki eftir olnboga, úlnlið, ökkla eða hné. Allir þessir staðir eiga það sameiginlegt að húðin krumpast þegar liðamótin leggjast saman.

  En af hverju ætli það sé að sumar fellingar séu óvelkomnar og aðrar velkomnar? Af hverju ætli mér finnist fellingin á mjöðminni, milli maga og læris, verri en sú sem er á olnboganum, milli upp- og framhandleggs?

  Þetta er sama innihald. Bein, vöðvar og skinn að beygjast um liðamót. Af hverju hefur samfélagið, hefðin, útlitsdýrkunin og brenglaða sjálfsmyndin ákveðið að ein felling sé betri en önnur? Af hverju þarf húðin að vera lýtalaus en ekki með þessar náttúrulegu mjúku línur sem myndast? Afhverju eru fellingar, ör, hár, litbrigði, slit og allt það sem gerir hana að húð dæmt sem lýti þegar líklega engin húð í heiminum er laus við þessa eiginleika? Þessi húð sem er utan um eintak af manneskju sem verður ekki endurgert sama hversu miklar tækni- og vísindaframfarir verða í heiminum.

  Það er auðvelt að segja bara „Elskaðu sjálfan þig!“ og „Þér á að þykja vænt um allt á þér!“ en það er ekki svo auðvelt að hundsa þessar raddir sem eru til staðar í hausnum á hverri manneskju.

  Hugsunum um að þú sér ekki nóg, þú eigir ekki að líta svona út heldur hinsegin. Að ÞÚ sért vandamálið, en ekki samfélagið. Útlitsdýrkandi samfélag sem græðir á því að manneskjur vilji breyta því hvernig þær líta út.

  Við erum alltaf að bera okkur saman við „draumalíkamann“ sem er aðeins ímynd okkar byggð á brengluðum fótósjoppuðum líkömum á samfélagsmiðlum. 

  Allir líkamar heimsins eru ólíkir. Það eru 7,8 milljarðar manneskja í heiminum og engin þeirra er með nákvæmlega eins líkama og þú. Kannski svipaðan en ekki alveg eins. Ekki með alveg eins slitum, fellingum, hárum, húðflúrum, götum, litbrigðum, freknum, fæðingarblettum og öðru sem gera líkamann einstakan. Og þetta eina eintak sem þú átt af þínum eigin líkama má vera nákvæmlega eins og þú vilt hafa það. Það hefur enginn ákvörðunarvald yfir þessum líkama nema þú. 

  Ég stend upp og strýk yfir allar þessar fallegu fellingar, ör og slit sem segja lífssögu mína. Segja frá því hvernig ég hef gengið í gegnum hóla og dali á þessi lífsferðalagi. Ég ákveð að reyna að hlusta ekki á röddina í höfðinu. Ákveð að láta mína rödd yfirgnæfa röddina í höfðinu. Ákveð að reyna að bæta um betur fyrir næstu kynslóð. Ákveð að ég ætli að vera nákvæmlega eins og ég er.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  Af örum, slitförum og fellingum