6. útgáfa
21. apríl 2020
Flokkar
Höfundar
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Eva Sigurðardóttir
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Ísold Halldórudóttir
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Mars / Margrét Andrésdóttir
 • Nadine Gaurino
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Mansour
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Sunna Ben
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Ég finn fyrir mér þegar bassinn drynur svo hart að það er næstum sárt. Ég finn fyrir mér þegar tónlistin öskrar hærra en höfuðið á mér. Ég verð að líkama þegar ég gleymi mér í smá stund. Þegar líkamarnir kringum mig eru jafn himinlifandi, jafn týndir, jafn mikið hér og ég. Bassinn. Ekki hugsa. Ljósin. Dansa. Hitinn. Ég svitna, en ég get ekki hætt að dansa. Ég verð að dansa, annars byrja ég að hugsa aftur og það má ekki, það má ekki. Ekki í nótt. Dansa. Ekki hugsa. 

  Um daginn sagði einhver að ég virkaði eins og manneskja sem getur ekki slappað af þegar allt er kyrrt. Það er satt. Ég get ekki einbeitt mér að sjálfri mér í logni; þegar það er bara ég. Mig langar í, nei, mig vantar eitthvað annað. Eitthvað sem er framandi, sem er andstætt mér. Eitthvað sem staðfestir mörkin mín eins og hafið staðfestir strandlengjuna þegar öldurnar skella á klettunum. Ég vil skynja brimið.

  Ég reyndi að ná í mig, í body-awareness tímanum, en það eina sem það sýndi mér var hversu fjarri fætur mínir voru frá mér og hvað það er erfitt að veita líkama sem virkar ekki athygli. Sem var uppspretta sjálfshaturs og vonbrigða. Ég yfirgaf hópinn eftir hálftíma.

  Ég týndi öllu hári á líkama mínum við fjórtán ára aldurinn. Það byrjaði þegar ég var sjö ára. Það heitir alopecia areata.

  Árið 2012, á sama tíma og ég ætlaði að breytast úr barni í stelpu, breyttist það í alopecia universalis. Universalis. Alls staðar. “Það er ekkert vont, ekkert hættulegt“, segja læknarnir. „Ekki líkamlega, nei“, segi ég. Breytingin á lífi mínu var þó universalis. Skömmin varð universalis. Ég þurfti að kenna mér að geta horft á sjálfa mig og lifa með því að vita ekki  hvað það var sem starði á mig. Ég breyttist ekki í stelpu. Stelpan fór með lokkunum í ruslið. Ég breyttist í það sem var eftir: Missinn. 

  Þegar ég fékk hárkollu í fyrsta skipti fór fjölskyldan mín með mér. Við vorum öll fimm í búðinni. Allir voru með skoðun. Nema ég. Ég keypti þá sem leit út mest eins og ég, samkvæmt fjölskyldunni. Það tók nokkra daga fyrir mig að geta notað hana. Mér leið eins og ég væri að ljúga að öllum.

  Núna, nokkrum árum seinna, get ég valið sjálf. Ákveðið sjálf hvað lítur út eins og ég.

  Það er munur á milli þess að vera nakin og að vera nakin án hárs. Hið fyrra er auðvelt. Hið síðara er viðkvæmt, berskjaldað. Nakið. Þessi tilfinning fer ekki burt, þó að ég sé í fötum. 

  Stundum fer ég út og skil kolluna eftir heima eða í fatahenginu. Fólk hagar sér þá aðeins öðruvísi í kringum mig. En samt dansa ég. Hugsa ekki. Skil skömmina eftir. Skil að það er ekki alopecia sem er universalis. Það er ég.

  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  Dans universalis