6. útgáfa
16. apríl 2020
Flokkar
Höfundar
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • „Hvert er samband mitt við líkamann minn?“ er spurning sem ég spyr mig stundum að þegar ég stend inni í eldhúsi og er að vigta matinn sem ég ætla að borða. Ég er að telja hitaeiningar eins og önnur hver manneskja árið 2020. 

  Hitaeiningarnar sem ég neita mér um eru tengdar einhverri rótgróinni og þrautþjálfaðri menningarlegri hugsun. Sú hugsun er marglaga. Fyrst og fremst er ég að reyna að komast nær því að búa yfir betri líkamsímynd, að komast í tæri við að eiga líkama sem er viðurkenndur, af flestum í samfélagi mínu, sem flottur. Á hinn bóginn gef ég mér að ég geti notað líkamann minn eins og tæki. Hann er hlutur, sem ég skarta hversdagslega, á meðan ég er „ég-ið“, persónan innra með honum. Þar af leiðandi ætti ég að geta borðað færri en þúsund hitaeiningar á dag og það ætti ekki að hafa áhrif á „mig-ið“ heldur einungis á líkamann minn. Þar að auki ætti að passa, samkvæmt ýmiss konar popp kúltúr, sjónvarpsefni, tímaritum og Instagram að ef ég grennist og lít betur út þá verði lífið mitt betra. Þess vegna ætti það að vera röklega satt að ég geti borðað færri en þúsund hitaeiningar á dag og lífið mitt verði betra án þess að það hafi nokkurs konar áhrif á persónuleikann minn, á „ég-ið“ mitt.

  Ég hef velt þessu svolítið fyrir mér, hvað það er skrýtið að ég pæli ekki meira í hver andlegu áhrifin á mig séu þegar ég neita líkamanum mínum um hitaeiningar og bý þannig til hitaeiningaskort. Ég gæti orðið þreytt, pirruð og hugsunin orðið óskýr. Þetta er augljóst.

  Tökum ímynd þjáða listamannsins sem dæmi um svipaða hugsun/hugsunarvillu, hún drekkur bara kaffi, hugsar illa um sig, neytir eiturlyfja, reykir eins og strompur og deyr úr skorpulifur. Ég veit ekki með þig en ég get ekki gert nokkurn skapaðan hlut þegar ég er þunn – hvað þá skapað einhverskonar tímamótaverk.

  Auðvitað hugsa ekki allir svona og ég hugsa ekki alltaf svona en ég dett samt oft í þennan gír og ég veit að ég er ekki ein. Það að hugsa um líkama og hug sem eitthvað tvennt og að það sé sjálfstætt frá hvoru öðru getur opnað á þann hugsunarhátt að hægt sé að fara hvernig sem er með líkamann. Til dæmis með því að fara illa með hann. Gott líkamlegt form á að veita hamingju á meðan ill meðferð til að ná fram góða forminu á ekki að hafa áhrif á hamingjuna.  Því finnst mér vert að spyrja: hvaðan kemur sú hugmynd að ég geti aftengt mig frá líkama mínum og verið eins og fljótandi hugur í líkama sem ég get mótað eða hundsað að vild?

  Í sögu vestrænnar heimspeki er í djúpan brunn að sækja. Heimspekingar hafa nefnilega átt hlut sinn, bæði í að móta en líka að túlka og koma í orð þeim hugmyndafræðilegu hreyfingum sem voru uppi á þeirra tímum. Byrjum bara á Platóni (f. 427 f. kr.) en tvíhyggju hugar og líkama, sem ég hef hér gert tilraun til að lýsa, má rekja til hans. Hann skrifaði í grófum dráttum að sálin væri eilíf og ósnertanleg en líkaminn veraldlegur og bundinn í tíma. Ef þetta hljómar kunnuglega þá er það vegna þess að þetta viðhorf hafði mikil áhrif á kristni og hélst á lífi í gegnum kristna trú. Ég myndi ganga svo langt að fullyrða að tvíhyggjan haldi sínu sínu striki jafnvel fyrir fólk sem hefur kastað frá sér trúnni. Hún er menningu okkar svo töm að við tengjum hana varla við trúarbrögð á nokkurn hátt. 

  Auðvelt er að yfirgefa tvíhyggjuna nú til dags og tileinka sér vísindalegt viðhorf. Þetta viðhorf er ekkert óvinsælla en það sem ég hef rætt hingað til. Vísindi eru miðuð út frá rannsóknum á skynjunum mannsins, sem framkvæmdar eru með hinni vísindalegu aðferð, og ættu því að færa okkur nær skoðunum fólks í nútímanum.

  Samkvæmt hefðbundnum vísindum er ekkert æðra en náttúrulögmálin sjálf. Þar af leiðandi sameinar efnishyggja vísindanna hug og líkama í eitt. Setur sálina inn í heilann og gerir ráð fyrir að öll líkamleg upplifun okkar eru einhverskonar taugaboð.

  Flestir virðast sannfærðir um að þetta sé rétt en haga sér ekki eftir því. Tilraunir til að nálgast betra líf með því að stjórna og móta líkamann í fullkomið form útlitsdýrkunar með vondum og ósjálfbærum leiðum missir þar af leiðandi marks ef tvíhyggjan stenst ekki. Vísindin segja okkur að taka vítamín, hreyfa okkur reglulega og hugsa um heilsuna fyrst og fremst. Suma daga finnst mér ég vera líkami minn. Ég vakna og finn fyrir honum öllum. Get ekki hugsað án þess að vera búin að pissa og teygja aðeins úr mér. 

  Líkaminn er jú miðja míns heims. Það segja fyrirbærafræðingarnir. Ég get ekki stigið úr honum og ég er á lífi fyrir tilstilli hans. Allt sem ég skynja skynja ég út frá líkamanum. Að auki inniheldur öll mín skynjun á öðrum viðföngum upplýsingar um líkamann minn – um staðsetningu líkamans t.d.; ef eitthvað er of langt í burtu næ ég ekki í það.

  Ég get eingöngu verið á einum stað í einu og ég get bara búið yfir einum líkama. Sá líkami er einstakur, frábrugðinn öllum öðrum. Líkaminn minn er miðjan mín og hann gerir reynsluna mína mögulega. En er líkaminn aðalatriði reynslu minnar af lífinu? Felur lífið ekki meira í sér en líkamlega reynslu?

  Heimspekingurinn Friedrich Nietzsche (1844-1900) taldi það einmitt vera málið. Hann hataði tvíhyggjuna – að vísu fól hún ekki í sér neitt leyfi til þess að borða of lítið af hitaeiningum, það er minn eigin nútíma snúningur – en tvíhyggja hans tíma setti hið ósnertanlega og eilífa ofar en það sem í raun og veru er, þ.e. hið líkamlega og hversdagsleg skynjun okkar á heiminum. Hann taldi þetta vera þveröfugt; lífið felur ekkert meira í sér en líkamlega reynslu. Í sögulegu samhengi komu vísindin, sem hér um ræðir, og fyrirbærafræðin seinna. En hugmyndalega séð er gott að enda á Nietzsche því kenningar hans setja alla hugmyndafræðilega og siðferðislega ábyrgð á okkur konurnar og mennina. Nietzsche drap guð og án guðs eru víðtekin gildi og merking í lausu lofti. Guð er ekki lengur mælistika hefðbundins gildismats. Við sköpum okkar eigin gildi sem mannverur í samfélagi og þau gildi eru sköpuð af okkur öllum í sameiningu. Það á einnig við um gildið; Útlitið skiptir öllu máli.

  Kannski er markmiðið að vera þreytt og líða illa vegna hitaeiningaskorts í flottum líkama og það er gott og vel. Það er þó ekki markmiðið mitt allajafna.

  Þessi pistill snýst nær eingöngu um það að greiða úr breyskleika mínum sem falinn er því að stundum vil ég bara vera módel grönn sama hvað það kostar. Útiltsdýrkunin eltir mig alltaf uppi, þrátt fyrir að mér finnist ég hafa náð langt í því sem kalla má sjálfsást og samþykki á eigin líkama. Það er ósamræmi í þankagangi mínum, það eitt er víst. Skoðanir mínar, langanir og gjörðir virðast ekki passa saman. 

  Því vil ég spyrja í lokin: Fyrst að þráin, í þennan fullkomna líkama, kemur augljóslega ekki af himnum ofan eða frá mínum eigin löngunum til að vera sátt í eigin líkama, hvaðan kemur hún þá? 

  Úr rassgatinu á einhverjum kapítalista sem selur snyrtivörur og minnimáttarkennd. Það er mitt besta gisk.
  — — —

  Heimildir:

  Gilje, Nils og Skirbekk, Gunnar. Heimspekisaga. Þýðandi Stefán Hjörleifsson. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2008.

  Zahavi, Dan. Fyrirbærafræði. Þýðandi Björn Þorsteinsson. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2008.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Hitaeiningar og heimspeki