6. útgáfa
21. apríl 2020
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Hvaðan ertu? Er spurning sem ég, brún kona og aðrar brúnar konur sem aldar eru upp á Íslandi, höfum fengið í gegnum tíðina. Þegar ég hef svarað því að ég sé frá Breiðholti þá virðist það aldrei vera nógu fullnægjandi svar. „Ég á ættir að rekja til Ísafjarðar“, virðist heldur ekki svara spurningunni. Ef ég bakka alveg að upphafi tilvistar minnar þá er svarið „úr leginu á mömmu minni“ heldur ekki það sem fólk virðist raunverulega reyna að komast að þegar það setur fram þessa spurningu um uppruna.  

  Mamma mín er frá Íslandi og er hvít á hörund en pabbi minn er frá Tansaníu í Afríku og er með dökkt litarhaft. Ég hef aldrei komið til Tansaníu, kann ekki tungumálið sem er talað þar og ég veit lítið um hefðirnar og menninguna í því landi.  Mér finnst ég ekki mikið geta verið frá landi sem ég hef aldrei komið til. Ég verð að viðurkenna algjöra vanþekkingu mína á landafræði og hef stundum þurft að hugsa mig tvisvar um til að muna nákvæma staðsetningu á landinu. Ég skammast mín fyrir að segja þetta, því mér þykir óendanlega vænt um þann hluta uppruna míns og vonast til þess að geta dag einn heimsótt Tansaníu.

  Í mínum huga er ég samt bara Breiðhyltingur og því frekar leiðinlegt að þurfa að draga upp mynd af fjölskyldutrénu mínu gagnvart ókunnugum þegar þau hafa spurt hvaðan ,,ég raunverulega sé“.

  Þá hef ég þurft að útskýra torveld samskipti við föður minn og að foreldrar mínir séu ekki saman. Ég veit að fólk meinar ekkert illt með þessum forvitnisspurningum en það getur verið frekar þreytandi að útskýra þessa sögu oft. Í gegnum tíðina hafa einstaklingar líka hrósað mér fyrir góða íslenskukunnáttu og jafnvel furðað sig á því að ég tali íslensku. Aðrir einstaklingar af blönduðum uppruna, þ.e.a.s. þeir sem eiga annað foreldri með brúnt eða svart litarhaft og hitt foreldrið sem er með hvítan húðlit, hafa líka greint frá þessari upplifun. Þetta var eitt af umfjöllunarefnum meistararitgerðar minnar í mannfræði við Háskóla Íslands, þar sem Kristín Loftsdóttir prófessor var leiðbeinandi minn. Ritgerðin ber heitið „En hvaðan ertu?“ Upplifun brúnna Íslendinga á því að tilheyra íslensku samfélagi. Niðurstöðurnar sýndu fram á að einstaklingarnir voru meðvitaðir um að standa út úr í íslensku samfélagi og upplifðu þar ýmiss konar forvitni í sinn garð en konur þó í meiri mæli en karlmenn. 

  Konurnar í rannsókn minni greindu til að mynda frá umræðum á Íslandi þar sem  fram kom að eftirsóknarvert þætti að stunda kynlíf með svörtum konum. Ein talaði t.d. um að hafa orðið vör við þá umræðu að menn langi að „prófa“ að sofa hjá svartri stelpu. Fleiri konur í rannsókn minni lýstu upplifun sinni á því að þessi kynferðislegi áhugi karlmanna í garð þeirra geri lítið úr persónu þeirra, þar sem litið sé á þær sem markmið en ekki manneskju. Áhuginn á þeim ætti sér stað vegna útlits sem væri óhefðbundið. 

  Óvelkomin snerting og innrás inn í persónulegt rými er eitthvað sem konur þurfa almennt oft að eiga við. Nokkrar konur í rannsókn minni greindu frá því að ókunnugir hefðu gripið í hár þeirra. Stundum hefði þó verið spurt hvort slíkt mætti og konurnar skynjuðu mikla aðdáun fólks á hári þeirra. Sjálf hef ég upplifað svona atvik og sem dæmi var ég einu sinni stödd á skemmtistað með hárið niðri og krullurnar frjálsar, þegar ég finn fingur ókunnugs manns í hárinu mínu. Hann segir eitthvað á þá leið:  „Fyrirgefðu ég hef bara aldrei komið við svona hár áður“.  Mig minnir að ég hafi frosið og hugsað að ég yrði nú að vera skemmtileg og hress og þakka fyrir hrósið en á sama tíma hugsað afhverju er maðurinn með hendina í hárinu mínu?

  Sýningargripir eru hlutir sem fólk fer að skoða t.d. á söfnum og dáist að.  Líkamar og hár brúnna kvenna eru ekki sýningargripir. Við erum lifandi fólk og erum ekki sett á þessa jörð öðrum til skemmtunar, til þess að karlmenn geti snert okkur og ,,prófað“ að sofa hjá okkur.

  Í baráttunni fyrir jafnrétti allra kynja, þurfum við að skoða allar þær hindranir sem verða á vegi okkar. Hjá mörgum konum eru kynþáttafordómar, kynþáttahyggja og afleiðingar þessa, þættir sem hafa víðtæk áhrif á líf okkar.

  Femínísk barátta og baráttan gegn kynþáttafordómum eiga ekki að vera tvær aðskildar baráttur sem eru háðar í sitthvoru horninu. Það er mikilvægt að skoða alla þá þætti sem geta mótað líf kvenna og jaðarsettra hópa þegar við berjumst gegn mismunun. Því að oft á tíðum er sú mismunun margþætt, þar sem viðkomandi upplifir t.d. neikvæða framkomu vegna kyns og húðlitar. Þess vegna er nauðsynlegt að heyra fjölbreyttar raddir frá allskonar ólíkum líkömum í baráttunni fyrir jafnrétti.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Líkamar brúnna kvenna eru ekki til sýnis