6. útgáfa
22. apríl 2020
texti og myndir:
Mars Proppé
Flokkar
Höfundar
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Hvað heitirðu, hvaða fornöfn notarðu og hvernig skilgreinirðu þig?

  Ég heiti Regn, ég nota hán, háni, háns og ég skilgreini mig sem eikynja/kynsegin.

  Hvernig tengir þú við líkama þinn? Hvort sem er í einrúmi eða í samfélaginu?

  Ég hef átt erfitt með líkamann minn mjög lengi og það hefur oft verið vegna kynvitundar minnar. Akkúrat núna er ég í miklu sjálfsástarferli þar sem ég er virkilega að læra að sættast við líkamann minn eins og hann er, þó ég væri til í að hann væri öðruvísi. Ég hef hugsað mér að mögulega fara á hormóna einhvern tímann en það er ekki af því að líkaminn minn er ekki nógu góður heldur af því að hann samræmist ekki beint því hvernig mér líður. Ég hef oft átt mjög erfitt samband við líkaman minn og í rauninni var það ekki fyrr en ég kom út sem kynsegin að ég lærði að elska líkamann minn. Það var alltaf eitthvað að og ég vissi ekki alveg hvað það var en um leið og ég fattaði það þá var það svolítil uppgötvun. Svona „ójá, ég get unnið í þessu.“

  Finnur þú fyrir einhverskonar kynama (e. gender dysphoria)?

  Já. Ég geri það. Hann er minna líkamlegur og meira félagslegur. Það er meira að mér líður eins og ég sé ekki öruggt í sumum rýmum, ég er að reyna að  vinna svolítið í því, og að mér finnst ég oft ekki vera séð. Það er ekki gert ráð fyrir kynsegin manneskjum neinstaðar, ekki í orðræðu eða hvergi í rauninni. Þannig það er svolítið erfitt. Það er erfitt að sama hvað ég geri að þá muni fólk aldrei sjá mig sem annað en kynið sem mér var úthlutað við fæðingu sem er svolítill bömmer stundum. Já, ég hef fengið svona kynamaköst í kringum líkamann minn en mér finnst mikið auðveldara að díla við þau á meðan félagslegi parturinn er svo miklu stærri og eitthvað sem ég hef ekki stjórn á. 

  Hvaða hömlur hefur kynami sett á lífið þitt? Hverju hefur það breytt?

  Það að hafa orð yfir [kynamann] hefur hjálpað mikið. Það að geta bent á „mér líður svona“ hefur verið mjög hjálplegt. [Að koma út] hefur breytt því svolítið hvernig ég lít á kyn annarra líka. Ég reyni að kynja ekki ókunnugt fólk og að spyrja frekar um fornöfn. Ég gerði það ekki áður en ég kom út né áður en ég hafði orð yfir kynama. Það hefur líka breytt því hvernig ég díla við líkamann minn, t.d. kaupa mér binder til að líða betur, setja á mig yfirvaraskegg af og til. Það hefur hjálpað. Bara svolítið að átta mig á því hvað ég get gert til þess að láta mér líða betur.

  Finnurðu fyrir samfélagslegum væntingum á líkamann þinn? Það er að segja að hann ætti að ákvarðast meira af kyninu þínu en hann í raun gerir?

  Já, algerlega. Eins og ég sagði áðan þá hryggir það mig mjög svo að fólk muni aldrei sjá mig sem annað en kynið sem mér var úthlutað við fæðingu af því að líkaminn minn er á ákveðinn hátt og röddin á ákveðinn hátt og andlitið á ákveðinn hátt. [Hugsunin] að ég þurfi í rauninni að breyta mér til þess að fólk sjái mig fyrir það sem ég er. Það er líka þessi vænting um kynleysi (e. androgeny) sem er sett á kynsegin fólk sem er rosalega Evrópu-miðaður fegurðarstaðall. Hvítt fólk með algeran módellíkama eða allavega grannan líkama, með lítið af mjúkum línum. Það er eiginlega bara andstætt við það sem ég er nema það að ég er hvít manneskja. Sem feit, kvenleg manneskja er mjög erfitt að ná fram þessu kynleysi (e. androgeny) því jafnvel feitir karlar þykja kvenlegri. Bara um leið og maður er orðin feit manneskja er alltaf erfiðara að ná fram kynleysi. 

  Hvað er langt síðan þú fórst seinast í sund?

  Vó, það er örugglega alveg rúmt ár síðan. Ég keypti mér samt sundbol svo ég ætla að fara í sund bráðum. Já, það er alveg slatti af tíma síðan ég fór í sund og það er að miklu leyti vegna þess að líkaminn minn er berskjaldaður í sundi og það er pínu erfitt. Mér finnst það vera safespace að fara í kvennaklefann og mér líður vel þar en það væri næs að fá eitthvað sem samsamar betur og virðir kynvitund mína og annarra meira. Hvort að blandaðir klefar væru lausnin veit ég ekki, eða fjölskylduklefi. Ég hef algerlega farið miklu sjaldnar í sund síðan ég kom út sem kynsegin.

  Hvað flík er í uppáhaldi á þessari stundu?

  Hárið mitt er uppáhalds fylgihluturinn minn því ég legg mikla vinnu í það og það er stór partur af sjálfsímynd minni. Ég er að safna hári núna í fyrsta skipti í mörg ár og mullettið mitt er mér mjög dýrmætt á þessari stundu.  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Líkamsvitund: REGN