6. útgáfa
20. apríl 2020
Flokkar
Höfundar
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Eva Sigurðardóttir
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Ísold Halldórudóttir
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Mars / Margrét Andrésdóttir
 • Nadine Gaurino
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Mansour
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Sunna Ben
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Ég ætla að vara ykkur við fyrirfram. Ég er að fara að tala um afleiðingar nauðgunar í þessum pistli. 

  Ég er búin að hugsa mikið um líkama undanfarið. Hvernig fleiri milljónir æða vaxa fram, hver af annarri, innra með okkur. Pínu ógeðslegt. Hvernig frumur endurnýja sig á hverjum sólahring. Skapa nýja nákvæmlega eins og gamla hverfur, eða eitthvað. Hvernig heilinn, hjartað og lungun hætta aldrei að vinna? Hvílík elja. Finnst eins og ég gæti dáið á hverri sekúndu þegar ég hugsa um hve bugað hjartað hlýtur að vera, að geta aldrei tekið sér smá pásu. 

  Anatómían okkar er eitt flækjustig og svo er annað flækjustig sem taugaboð heilans eru og hugrenningatengsl okkar við eigin líkama. Skoðun heilans á samstarfsfélögum sínum. Flækjustig sem eykst þegar eitthvað kemur í veg fyrir að heilinn geti metið ástandið á rökréttan hátt. Áföll, að fæðast í líkama sem þú tengir ekki við eða annars konar röð atburða geta valdið því að við upplifum líkama okkar ekki eins og hann birtist öðrum eða eins og hann er í raun. 

  Að hata líkamann sinn er mjög flókið. Þá sérlega að eyða mikilvægum tíma og orku í eitthvað jafn órökrétt.

  Vitsmunalega veistu að líkaminn þinn er ekki ónýtur og ógeðslegur, en það er eins og það nái ekki alveg innfyrir, inn í hjartað eða eitthvað.

  Þar að auki er það mjög pirrandi og þreytandi tilhugsun að gerandi geti haft áhrif á líf þolanda í langan tíma eftir að hann brýtur á þér, eins og í mínu tilfelli. Svona fyrir utan hvað það er hjartakremjandi að lenda í því að vera nauðgað. Nauðgun hefur alveg ótrúlega margslungna og lúmska eftirmála. Oft einhverja sem þolendur gera sér ekki einu sinni grein fyrir. Hvað þá gerendur. 

  Mig hefði til dæmis ekki órað fyrir því að ég myndi fá áfallastreituröskun eftir að eignaðist barn, nokkrum árum eftir að mér var nauðgað. Vissuð þið að barnsburður getur haft mjög mikil neikvæð áhrif á þolendur ofbeldis? Ég vissi það ekki. Og hvernig gat ég, sem hef ekki alltaf hatað líkamann minn, allt í einu fundið upp á því?

  Ég hef kennt líkama mínum um það að honum var nauðgað. Ég skammaðist mín og ég skammaði hann. Skammaðist mín fyrir hann.

  Mig langaði lengi helst að losna úr þessum líkama, fannst hann svo gott sem ónýtur. Ég eyddi óratíma í sturtu, í veikri von um að skola af mér skömmina. Skola af mér ofbeldið. Skola líkamann burt. 
  Hver vill mig núna? Ekki ég í það minnsta. 

  Á einhverjum tímapunkti fann ég styrk til þess að vilja læra að elska líkamann minn. Fannst það óyfirstíganlegt en gat samt ekki annað en reynt. Mér til mikillar mæðu er ég ekki komin á áfangastað, en sennilega er enginn áfangastaður. Að mínu mati er það eitt hið verðmætasta í þessu lífi að tengja við annað fólk og sérlega í gegnum erfiðleika. Ein leiðin til þess er að deila. Ég býð ykkur því að lifa skömmina mína með mér og draga hana þannig út í dagsljósið. Þar sem hún veslast upp og hver veit nema hún deyi. 

  Að elska líkama sinn á ný eftir að hafa lent í hvers konar áfalli er stöðug vinna. Fullt starf sem hlýðir undir það lögmál, eins og svo margt, að þú ert góð í því sem þú æfir þig í. Ég lærði að varnarviðbrögð eftir áfall geta falið í sér að aftengjast líkama sínum. Hugsun sem lýsir sér einhvernvegin svona; mér var ekki nauðgað, heldur líkamanum mínum. Ekki persónunni mér, heldur húðinni minni, brjóstunum mínum, hjartanu mínu, píkunni minni. Upplifunin getur verið á þann hátt að þú hafir ekki beint verið á staðnum, og þessi aftenging getur lifað með þér lengi eftir á. 

  Mér finnst ég hafa pínt mig í gegnum allskonar sem mér datt í hug að myndi hjálpa mér. Hugsanlega hefur það hjálpað, ég bara veit það samt ekki. Kannski er þetta ástand eitthvað sem dvínar með tímanum. Eflaust bland beggja.

  Sem dæmi fékk ég hálfgerða þráhyggju fyrir því að raka ekki eitt hár líkama míns af. Þvingaði mig til þess að elska líkamann minn nákvæmlega eins og hann er. Passaði að telja mér ekki trú um að ég eða aðrir myndu elska hann frekar ef ég breytti honum á einhvern hátt.

  Kannski var málið samt á einhverju stigi málsins að langaði mig ekki að aðrir girntust líkama minn. Eins og það væri minna líklegt að verða nauðgað eða áreitt ef ég væri kanski bara smá minna girnileg. Í kapítalíska samfélaginu okkar flokkast það að vera ekki rökuð, vöxuð eða plokkuð undir einhverskonar vanrækslu. Með allri virðingu fyrir ykkur sem leggið inn vinnuna alla daga. Ég veit að mörg ykkar skilgreina slíka snyrtingu sem sjálfsást og það er gott og vel. Mörg hugsa eflaust um mig sem enn annan órakaða femínistann sem er líka gott og vel. Þegar öllu er á botninn hvolft getum við engin áhrif haft á það hvort okkur verður nauðgað eða ekki. Og við getum lært að elska okkur hvort sem við erum rökuð eða ekki.
  Á svipaðan hátt komu krem skringilega mikið við sögu í sjálfsástaræfingum. Smurði kremi á líkamsparta sem ég annars elskaði ekki sérstaklega. Ég veit að þetta er klisja og gæti hljómað fáránlega. En það eru einhverjir töfrar faldir í því að snerta og hugsa fallega til einhverrar fellingar eða líkamsparts sem ég vildi annars helst gleyma að væri partur af mér. Þar með viðurkenndi ég tilvist hans og bauð honum að tilheyra mér framvegis. Ekki bara sem partur af líkamanum mínum heldur mér. Á lélegri íslensku, að owna alla króka og kima líkama míns. Hann var ekki á förum, eftir allt saman.

  Annað sem ég lagði stund á var að fara á skemmtistaði fáklædd og undir áhrifum áfengis. Kafloðin inni á B5. Finna stjórnleysið, því það er í lagi og líka mjög plássfrekur partur lífsins. Hvort sem það felur í sér bera leggi og áfengi eða ekki. Og sko, ég ætla kanski ekki að sitja hér og hvetja til öfgafullrar áfengisneyslu á skemmtistöðum.

  En að fara meðvitað inn í aðstæður sem þú hræðist og finnur fyrir stjórnleysi í er æfing í að losa sig við ranghugmyndir, meðal annars tengdar ótta og kvíða. Því það að hafa ekki stjórn á aðstæðum er einmitt ein af sterkari tilfinningunum tengdum því að vera nauðgað. En líka bara tengdum því að lifa.

  Þeim mun betri sem ég er í að takast á við stjórnleysi með æðruleysi, því meiri stjórn hef ég. Þversagnakennt en satt. Stjórn á eigin viðbrögðum sem er, þegar allt kemur alls, það eina sem við höfum stjórn á. 
  Það þarf ekki áfall til að elska ekki líkama sinn. Þvert á móti eru það tilfinningar sem sennilega hvert einasta okkar glímir við einhvern tímann á lífsleiðinni. Ef við þorum að vera berskjölduð, horfast í augu við eigin ófullkomleika og fyrirgefa okkur svo fyrir að vera ófullkomin, getum við komist á stað þar sem pláss er fyrir sjálfsást. Okkur er öllum fært að læra að elska okkur sjálf. Órökuð eða ekki, berleggja eða ekki og kremsmurð eða alls, alls ekki. Læra að lifa og elska í stjórnleysinu.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  Sjálfsást eftir ofbeldi