6. útgáfa
18. apríl 2020
Flokkar
Höfundar
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Eva Sigurðardóttir
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Ísold Halldórudóttir
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Mars / Margrét Andrésdóttir
 • Nadine Gaurino
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Mansour
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Sunna Ben
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • hugleiðingar um hið viðurstyggilega í listinni, staðalímyndir um kvenlíkamann og af hverju okkur finnst næs að kreista bólur

  Hvað veldur því að við fáum hroll þegar við sjáum einhvern rífa af sér tánögl? Af hverju finnst okkur ógeðfelldara að stíga í mannaskít en hundaskít? Hvað veldur því að sumir hlutar líkamans eða afleiðingar líkamlegra athafna gefa okkur gæsahúð? Við gætum til dæmis fundið fyrir þessum hrolli ef við rækjumst á afskorna hendi úti í göngutúr, uppgötvuðum að við hefðum sest á blauta klósettsetu eða jafnvel bara þegar við fjarlægjum hárlubba sem hafa safnast fyrir á sturtubotni.

  Tilfinningarnar ógleði, fyrirlitning og hryllingur sem líkamsvessar eða -hlutar vekja með okkur hafa verið skoðaðar í gegnum myndlistina í því sem oft hefur verið kallað úrkastslist. Úrkast er íslenska þýðingin á orðinu abject, sem hin fransk-búlgarska Julia Kristeva notaði fyrst í riti sínu Powers of Horrors (1980). Þar fjallaði hún einmitt um þessa tilfinningu sem vekur með okkur óhug. Þannig beinir úrkastslist sjónum áhorfandans að „leyndarmálum“ líkamans sem sjaldnast eru opinberuð. 

  Úrkastið vekur ekki aðeins með okkur óhug heldur einnig nautnatilfinningu, svona eins og sumir upplifa við hryllingsmyndaáhorf, morðhlaðvarpshlustun eða djúsí bólukreistingu.  

  Samkvæmt Kristevu er það sem vekur upp þennan óhug aðallega áminning um okkar eigin dauðleika, um hið líkamlega, sem á endanum mun rotna og hverfa og spennan við að standa andspænis því. Úrkastið reynist okkur þó óþægilegt, þar sem við sjáum það hvorki sem hluta af eigin líkama, né algjörlega ótengt honum. Það minnir okkur á einhvern hátt á hið óæðra við okkur sjálf.

  Upplifun okkar af úrkastinu er í sjálfu sér frumstæð; það læðast að okkur tilfinningar á borð við ótta eða hrylling fremur en rökhugsanir þegar við erum minnt á okkar náttúrulegu eða jafnvel dýrslegu líkamsstarfsemi.

  Úrkastið er það sem eitt sinn var hluti af okkur en vekur nú með okkur viðbjóð eða ótta. Þannig er úrkastið á skjön við það sem er samfélagslega samþykkt.

  Margir listamenn hafa tileinkað sér hugmyndafræðina um úrkastið og notast við hana í feminískri listsköpun sinni. Úrkastið afhjúpar nefnilega á margan hátt hvernig kvenlíkaminn hefur verið (og er enn) hlutgerður af feðraveldinu. Til að nefna örfá dæmi telst hárlist Hrafnhildar Arnardóttur sem úrkastslist ásamt innsetningu listakonunnar Kiki Smith, Tale, en það sýnir konu á fjórum fótum með hægðir lafandi fleiri metra út úr skítugum rassinum og verksería Rhine Bernardino, Regla, þar sem hún fyllir glerskúlptúra sína með tíðablóði.

  Á þennan hátt er hægt að skilgreina úrkastið sem mótsvar við hinni gegnumgangandi hlutgervingu kvenlíkamans. Úrkastið afmáir mörkin milli þess ytra og innra, í bókstaflegri merkingu.

  Kvenlíkaminn verður þar af leiðandi ekki lengur skilgreindur eftir ímynd karlmannsins af hinni fullkomnu konu. Sú staðalímynd er nefnilega afar ótengd veruleikanum.

  Í sögu myndlistar hefur sýn á hið kvenlega oftar en ekki verið miðuð út frá hinu karllæga bliki (e. male gaze). Kvenmaðurinn hefur þannig verið hlutgerður og er vanmáttugur gagnvart bliki karlmannsins. Hins vegar upplifum við gegnum hið líkamlega viðbragð sem úrkastið er, að þessi aðgreining á milli kvenmannsins og karlmannsins er ekki lengur til staðar. 

  Í gegnum blik hins karllæga er kvenlíkaminn aðeins hulstur sem er fallegt ásýndum. Hin fullkomna kona kúkar hvorki né blæðir henni; það er ekkert pláss fyrir náttúrulega líkamsstarfsemi konunnar í hugarheimi karlmannsins.

  Úrkastslist sýnir samfélaginu hið forboðna sem við viljum hvorki sjá, tala um, né taka afstöðu til – að minnsta kosti ekki á opinberum vettvangi en kannski á bak við luktar dyr.

  Til að öðlast mátt og vald yfir eigin líkama hafa ýmsir femínískir listamenn notast við úrkastið til að afmá þetta bil milli gerandans og þolandans, eða hugverunnar og hlutverunnar. Blóð, hland eða jafnvel saur, sem er venjulega ekki hluti af því sem við álítum sem hið kvenlega, blasir við, og eyðileggur þannig hugmyndir okkar um hinn fullkomna kvenmann. Í andstæðu sinni við hið samfélagslega samþykkta er úrkastið staðfesting á hlutgervingunni sem kvenlíkaminn upplifir í gegnum hið karllæga augnaráð.

  Hin fullkomna kona er nefnilega ekki til, jafnvel þótt samfélagið reyni eins og það geti að sannfæra kvenmenn um að seilast eftir fullkomnun, og þar af leiðandi að fela allan líkamlegan úrgang.

  Þröskuldurinn fyrir ógeðistilfinningunni gagnvart úrkastinu er nefnilega lægri hvað varðar kvenlíkamann. Dömubindi eru mörg hver með blómalykt, svona til að ‘kæfa alveg örugglega ógeðslega blóðþefinn af tíðum kvenna’. Tíðir eru ekki einungis duldar með lykt, heldur einnig með líkingamáli eins og Rósa frænka og aðgerðum eins og að fela túrtappann vel og vandlega á leið á klósettið. Þörf samfélagsins til þess að skilgreina hvað hið kvenlega og karlmannlega felur í sér, jafnvel þegar kemur að náttúrulegri líkamsstarfsemi, er óraunhæf og óraunveruleg. Tvíhyggjan ræður því miður enn ríkjum, og hún þráir mörk á milli þess ytra og innra, milli kvenleikans og karlmennskunnar. Tvíhyggjan þráir mörk sem eru ekki til, og þess vegna er hún skaðleg öllum, bæði þeim sem falla innan og utan hennar. Þess vegna er mikilvægt að við æfum okkur í að hugsa út fyrir okkar úrelta kynjaramma og munum að við erum í raun bara líkamar sem munum á endanum deyja. Við eigum að fagna allri líkamsstarfsemi okkar, hvort sem við erum konur, karlar, bæði eða hvorugt. Hættum að halda prumpinu inni heilu og hálfu dagana, hættum að vera vandræðaleg yfir að það blæði í gegn og munum að vera vakandi fyrir því hvernig samfélagið á það til að njörva okkur niður í afmörkuð, óraunsæ hlutverk.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ÚRKASTIÐ