7. útgáfa
13. ágúst 2020
Flokkar
Höfundar
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Eva Sigurðardóttir
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Ísold Halldórudóttir
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Mars Proppé
 • Nadine Gaurino
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Mansour
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Sunna Ben
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Kæra 16 ára Donna

  Ég ætla að hafa þetta stutt því í minningunni þá varst þú ekkert rosalega þolinmóð.

  Mig langar að byrja á því að segja þér að anda.
  Ég veit að árið byrjaði ekki vel hjá þér og þú þurftir að kveðja afa Egil sem hafði, og hefur enn, áhrif á það hvernig þú ert sem manneskja.
  Það er ótrúlega sárt að kveðja manneskju sem þú lítur svo mikið upp til og elskar.

  Ég ætla ekki að skafa ofan af því en þetta verður eitt erfiðasta ár sem þú munt upplifa.

  Það koma tímar þar sem sársaukinn er það mikill að þú vilt ekki halda áfram en ekki missa vonina því framtíðin er svo miklu bjartari en þú getur ímyndað þér.

  Í dag ert þú 26 ára og á þessum 10 árum ert þú búin að áorka svo miklu!

  Á þessum 10 árum hefur þú upplifað margt – mikið af því erfitt en miklu meira af því er yndislegt og gott.


  Langþráður draumur þinn að leika í bíómynd varð að veruleika og ekki nóg með það heldur heimsfrumsýndirðu bíómyndina í Suður-Kóreu.

  Þú kemst yfir óttann þinn að tala fyrir framan hóp og ert ákveðin að berjast fyrir fólk sem hafa ekki rödd.

  Það tók sinn tíma en þú klárar skólann og færð stúdentshúfuna.

  Á þessum 10 árum munt þú ekki bara áorka allt þetta en þú munt líka kynnast því að verða ástfangin og elska með öllu þínu hjarta en mikilvægast af öllu er að þú munt læra að elska sjálfa þig.

  Það er samt margt sem hefur ekki breyst eins og t.d. hvað þú hatar að brjóta saman þvott og hvað þú elskar ís mikið þrátt fyrir að vera með mjólkuróþol… 

  Ef það er eitthvað sem ég vil að þú takir út úr þessu þá er það að njóta þín og hafa trú.

  Trú að þú getir allt, trú að þetta verði betra.

  Þú getur nefnilega allt sem að þú ætlar þér.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  Bréf til 16 ára mín