7. útgáfa
13. ágúst 2020
Flokkar
Höfundar
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Eva Sigurðardóttir
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Ísold Halldórudóttir
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Mars Proppé
 • Nadine Gaurino
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Mansour
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Sunna Ben
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir
 • Ég verð oft svo reið. Eða kannski frekar eirðarlaus. Sorgmædd. Það er oft svo ósköp ósanngjarnt að vera kona.

  Ég er ung kona. Ég upplifi eitthvað form af kynferðislegri áreitni næstum daglega. Þetta er misalvarlegt eftir atvikum en samt alltaf jafn ömurlegt. Út frá þessu endalausa, ónauðsynlega og ótrúlega leiðinlega vandamáli skapaði ég þetta verk.

  Á efri hluta verksins safnaði ég fréttafyrirsögnum um kynferðisofbeldi, sem var sorglega auðvelt. Ég setti inn leitarorð á okkar helstu fréttamiðla og það birtist mér hafsjór af atvikum. Á endanum var ég komin með um 200 fyrirsagnir sem ég valdi úr enn stærri súpu af fyrirsögnum um allskonar ofbeldi og ég var ekki búin að fletta lengra aftur í tímann en í maí 2018…

  Sú staðreynd er hryllileg út af fyrir sig. 

  Á neðri parti verksins eru setningar frá sjálfri mér og öðrum stelpum sem voru svo hugrakkar að senda mér. Þetta eru setningar sem sagðar hafa verið við eða um okkur eða við höfum heyrt einhvern segja um aðrar stelpur. Allt frá „viðreynslu“, búningsklefatali, hótunum og áreitni, að setningum sem sagðar voru fyrir, eftir eða á meðan kynferðisofbeldi átti sér stað. 

  Fyrir miðju er sjálfsmynd. Með henni segi ég það að ÉG og ÉG EIN hef stjórn á mínum eigin líkama. Enginn annar. Ég valdi stellinguna hennar Venusar, sem á tímabili í sögunni var eina konan sem var í lagi að mála án klæða, gyðja frjósemi, þokka og hreinleika. En ég er mín eigin gyðja. Ekki gyðja frjósemi eða hreinleika. Ég er ég og ég er sterk og ég er falleg og það er nóg og það sama á við um allar aðrar konur, þið eruð ykkar eigin gyðjur líka!

  Við verðum að muna það því að þetta er raunveruleikinn. Alvöru fyrirsagnir, alvöru setningar, alvöru brotaþolar, alvöru fólk.  Maður verður svo ónæmur fyrir öllu þessu ofbeldi því þetta er því miður hversdagslegt. Ný fyrirsögn á hverjum degi, komment um rassinn á þér í vinnunni og einhverjir strákar að tala um einhverja easy, nasty gellu frá Borgarnesi fyrir aftan mann í strætó.

  Það tók andlega á að gera þetta verk. En þetta er eitthvað sem við verðum að halda áfram að tala um eins hátt og við getum þangað til að það er ekki hættulegt að vera kona lengur
  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  -Dagur í lífi konu-