7. útgáfa
13. ágúst 2020
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir • Þegar við vorum beðnar um að skrifa stutta grein fyrir þessa útgáfu um „nauðgunarmenningu“ frá sjónarhorni kvenna af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi, vildum við nota tækifærið til að útskýra hinar margvíslegu tegundir varnarleysis og kúgunar sem konur af erlendum uppruna upplifa.

  Konur sem ákveða að taka sig til og flytja hinumegin á hnöttinn til Íslands ættu ekki að vera álitnar varnarlausar þar sem sú ákvörðun krefst í sjálfri sér hugrekkis og þols. Hins vegar eru hlutir sem geta átt sér stað eftir komuna til Íslands sem gera okkur berskjaldaðar.

  Ísland er talið fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Raunin hefur þó sýnt að konur af erlendum uppruna upplifa ekki alltaf sama jafnrétti og íslenskar kynsystur okkar. Í mörgum tilfellum er okkur ekki veitt næg vernd frá kynbundnu ofbeldi og jafnvel lagalegri mismunun, hvort sem það er á vinnustöðum eða innan ýmissa stofnanna sem eiga að stuðla að jafnrétti og öryggi.

  Konur af erlendum uppruna geta upplifað kynbundið ofbeldi og mismunun á ýmsum vettvangi; innan fjölskyldna og menningarsamfélaga, á vinnustöðum eða almennt í samfélaginu. Við komumst að því við vinnu okkar í kring um #MeToo-sögurnar árið 2018 að gerendur ofbeldis eru meðal annars fólk sem er okkur náið, kunningjar, vinnuveitendur, vinnufélagar og fólk sem er okkur alveg ókunnugt. Við komumst einnig að því að varnarleysi kvenna gagnvart ofbeldi er oft aukið fyrir tilstilli stofnana innan stjórnkerfisins. Allt of oft hafa konur af erlendum uppruna látið í ljós að við höfum upplifað færri valmöguleika um hvernig við getum dvalið hér og dafnað.

  Konur upplifa vandamál tengd mismunun og útilokun meðan þær reyna að aðlagast nýju lífi á Íslandi. Tungumálamismunun er kraftmikið tól sem margar konur segja að sé notað til að halda þeim á lægri þrepum samfélagsins þar sem þeim eru ekki veitt jöfn tækifæri til frekari frama á vinnumarkaði og til dæmis íslensku kynsystur okkar. Þessi sama tungumálamismunun hefur einnig verið notuð í tilfellum þar sem misnotkunin felur í sér að halda sumum okkar óupplýstum eða gefa okkur misvísandi upplýsingar um réttindi okkar.


  Konur sem koma til okkar hjá W.O.M.E.N. í leit að stuðningi eða ráðgjöf lýsa upplifunum af mismunun sem hefur áhrif á tilfinningu þeirra fyrir eigin mikilvægi og valdeflingu. Á meðal frásagna frá #MeToo-byltingunni voru mörg tilfelli þar sem konum var haldið í stöðu þar sem þær upplifðu sig óverðugar og valdalausar. Tilfelli þar sem þær voru neyddar til að vinna og búa við aðstæður sem þær hefðu að öðrum kosti aldrei samþykkt. Til dæmis sögðu konur, sem var útvegað íbúðarhúsnæði í gegnum vinnu sína, frá berskjöldun sinni gagnvart mismunun, kynferðisofbeldi, öðru ofbeldi og jafnvel mansali þar sem búist var við að þær „borguðu“ fyrir húsnæðið með kynlífi. 

  Auk þess standa konur af erlendum uppruna frammi fyrir fjárhagslegu óöryggi sem gæti orðið til þess að þær verði fyrir ofbeldi. Þær eru oft ráðnar í störf sem krefjast engrar sérþekkingar, eru fyrir neðan menntun þeirra og getu, illa borguð og óstöðug að því leyti að þau bjóða litla samfélagslega eða lagalega vernd. Nýleg rannsókn á ferðaþjónustu varpaði ljósi á upplýsingar um erlent starfsfólk, mikið af því konur, sem vinna óregluleg störf og stundum án viðunandi upplýsinga um réttindi sín. Rannsóknin lýsir tilfellum þar sem konur fengu ekki borgað og farið var fram hjá samningsbundum réttindum þeirra sem eiga sér stoð í íslenskum lögum. Slíkt vinnuumhverfi er mjög óöruggt og berskjaldar konur fyrir mismunun og jafnvel ofbeldi af hálfu vinnuveitenda.

  Fyrir konur af erlendum uppruna sem eru þolendur ofbeldis er óöryggi þeirra aukið vegna skorts á lögbundinni vernd. Allt of oft stafar þessi skortur af lagalegri stöðu konunnar sem innflytjanda.

  Til dæmis eru konur sem eru með dvalar- eða atvinnuleyfi sem tengist maka þeirra eða atvinnuveitanda oft hræddar við að biðja lögreglu, útlendingaeftirlit eða heilbrigðisyfirvöld um aðstoð af ótta við að verða sendar úr landi. 

  Berskjöldun kvenna felst oft í því að þær hafa ýmist óviðunandi eða enga þekkingu á réttindum sínum. Konur hafa nálgast samtökin okkar í leit að aðstoð eða stuðningi til dæmis; þegar þær reyna að yfirgefa ofbeldissamband eða vinnustað, þegar þær ganga í gegnum skilnað eða eru í forsjárbaráttu, þegar þær borga skatta eða fást við húsnæðisvandræði. Í mörgum tilfellum höfum við komist að því að þessum konum er ekki boðið upp á túlkaþjónustu, þeim eru veittar upplýsingar sem þær skilja ekki eða eru einfaldlega rangar. Þessar konur eru í aðstæðum sem krefjast mikils styrks en eru skildar eftir í varnarlausri stöðu þar sem þær eru einangraðar og þeim ógnað. Það er okkur þungbært að greina frá því að allt of oft halda konur halda kyrru fyrir eða snúa til baka í ofbeldisfullar aðstæður sem þær hafa reynt að forðast.


  Berskjöldunartilfinning kvenna magnast upp í gegnum kyn- og kynþáttabundna mismunun. Oft verða konur einangraðar, sem gerir það að verkum að þær trúa ekki að ofbeldið eða mismununin gegn þeim sé viðurkennd eða tekið alvarlega.

  Margar konur hafa lýst ofbeldi af hendi maka sem var aldrei tekið alvarlega af lögreglu, heilbrigðisstarfsfólki, skólastjórnendum og/eða barnaverndaryfirvöldum. Konurnar útskýra að oft sé mismununin og skorturinn á stuðningi sem þær upplifa rakin til „menningarlegs“ mismunar. Stofnanabundnir og kerfislægir fordómar geta komið í veg fyrir að yfirvöld átti sig á, og taki alvarlega, hinar mismunandi birtingarmyndir kynþáttabundins og kynbundins ofbeldis sem konur af erlendum uppruna verða fyrir. Þetta er vandamál sem er ekki einskorðað við Ísland en þetta er eitthvað sem við á Íslandi getum gert eitthvað í. 

  Öll atriðin sem við nefnum hér eru dæmi um hvernig konur verða berskjaldaðar og geta auðveldlega orðið að fórnarlömbum ýmiss konar ofbeldis, áreitis og kynferðisofbeldis. Ekki því þær eru varnarlausar að eðlisfari heldur af því þær lifa í þeirri trú að leiðir til verndar og stuðnings séu takmarkaðar. Hvað getum við gert til að breyta þessu?

  Því meira sem við hlustum á konur af erlendum uppruna í umræðum um hvernig við sjáum jafnrétti kynjanna og viðurkenningu á „nauðgunarmenningu“, því betri verðum við í að koma í veg fyrir að þessir glæpir verði framdir.

  Þegar við sem samfélag metum raunverulega raddir og hugmyndir kvenna af erlendum uppruna og nýtum samtímis styrk þeirra og ákveðni, munum við skapa kraftmeira, opnara og raunverulegra jafnrétti hér á Íslandi. 
  — — —

  1 Halldórsdóttir og  Júlíusdóttir. 2020. „Aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustuSjónarhorn stéttarfélaga og starfsfólks.“ Rannsóknamiðstöð ferðamála sótt 20.07.2020 af http://www.rmf.is/static/research/files/rmf_adstaedurerlendsstarfsfolks_2020_lokapdf

  — — —

  Nichole Leigh Mosty er formaður og stjórnarmeðlimur W.O.M.E.N, samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Hún er með B.Ed í leikskólakennslufræði og M.Ed frá Háskóla Íslands í kennslu- og uppeldisfræði, með áherslu á bókmenntir og tungumál.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Hvernig verður man berskjölduð? Hinar margvíslegu tegundir varnarleysis og kúgunar sem konur af erlendum uppruna upplifa.