7. útgáfa
13. ágúst 2020
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • „Viltu kyssa mig, aðeins lengur?“ 

  Við liggjum saman, hlið við hlið, líkamar okkar flæktir saman í slaufu. Ég ligg með vinstri höndina undir koddanum til að hafa hemil á henni og ósjálfráðu hreyfingunum. Þessi vinstri hönd hefur oftar en ekki komið mér í klandur, því þegar ég verð stressuð eða spennt kemur hún ávallt upp um mig. Þá hreyfist hún meira og nær gjarnan taki á óæskilegum hlutum, eins og til dæmis hári. Það er ekkert meira ósexý en að grípa óvart í hárið á henni í miðjum klíðum. En þessi kona sem ég ligg við hliðina á elskar þessa vinstri hönd eins og hún elskar restina af mér. Fyrir henni er höndin hluti af mér, partur af því sem gerir mig sexý. Alveg eins og lærin, kúlurassinn og brjóstin.

  Ég hef aldrei átt gott samband við þessa vinstri hönd og tala gjarnan um hana sem sjálfstætt fyrirbæri. Vinstri höndin hefur alla tíð verið óstýrilát og gjarnan valdið mér sársauka. Ég hef oft viljað losna við hana og faldi hana lengi vel á myndum því mér fannst hún ljót. Með aukinni áherslu minni á líkamsvirðingu og sjálfsást hefur þessi blessaða vinstri hönd oftar verið tekin út fyrir sviga og útilokuð frá virðingunni, sem hún þarf svo sannarlega á að halda. Mér hefur fundist hún of fötluð, of pirrandi til að fá að vera með. Að kynnast konu sem elskar þessa vinstri hönd hefur smám saman breytt hugarfari mínu til handarinnar. Það hefur hjálpað mér meta og sjá líkama minn í öðru ljósi. 

  Þegar líkami þinn fellur út fyrir normið verður það að virða, fagna og elska líkaman að róttækum gjörningi.

  Líkamsvirðing og sjálfsást fá sífellt meira rými í femínískri umræðu og á samfélagsmiðlum spretta fram herferðir sem fagna fjölbreyttum líkömum og við hvött til sjálfsástar. Á sama tíma hefur okkur hins vegar tekist að markaðssetja sjálfsást sem eitthvað persónulegt markmið sem við þurfum öll að ná.

  „Þú verður fyrst að elska sjálfa þig til þess að geta vænt þess að aðrir elski þig“, segjum við í einhverri tilraun til valdeflingar og er ég sjálf engin undantekning þar. Ég hef ansi oft hamrað á þessu bæði við sjálfa mig og aðra. En vandinn við fullyrðinguna er sá að við setjum upp skilyrði fyrir ást og gerum aðeins sum okkar verðug ástar.

  Í menningu sem markvisst kennir okkur að hata líkama okkar, vanvirða hann og þrá að breyta honum er ótrúlega ósanngjarnt og í raun kúgandi að gera einstaklingana sjálfa ábyrga fyrir því að vera verðuga ástar. Það er einmitt svona sem við sköpum og viðhöldum ofbeldismenningu – þegar við setjum skilyrði fyrir ást.


  Alex Dacy er ein þeirra fjölmörgu fötlunaraktívista sem hefur fjallað um fötlun, líkamsvirðingu og kynþokka. Dacy notar Instagram í sínum aktívisma en reikningnum hennar hefur margoft verið lokað vegna þess að myndirnar sem hún birtir þar, af fáklæddum líkama sínum, þykja óviðeigandi og eru oftar en ekki tilkynntar af öðrum notendum sem barnaklám. Það að barngera fatlað fólk og líkama okkar er gömul saga og ný og hefur þau áhrif að almennt er ekki litið á okkur sem kynverur. Auk þess að vera barngerð er gengið út frá því að fatlað fólk sé óánægt með líkama sinn og þykir sjálfsást fatlaðs fólks svo róttæk að við lokum markvisst fyrir slíkan ‘áróður’ á internetinu. 

  Ljóst er að fordómar, staðalmyndir og kúgun valda því að líkamsvirðing og sjálfsást reynast okkur miserfið. Oftar en ekki er það þó ást annarra á líkömum okkar sem eflir okkar hvað mest. Áherslan á líkamsvirðingu og sjálfsást er frábær og nauðsynleg þróun innan femínismans. En til þess að losna undan kúgandi kaptíalískum áherslum af skipaðri sjálfsást þurfum við að breyta um stefnu og varpa ábyrgðinni annað.

  Við þurfum í sameiningu að skapa samfélag sem virðir og fagnar fjölbreyttum líkömum. Við gerum það meðal annars með því að sýna líkömum annarra virðingu og ást. Það gerist ekki fyrr en við sjálf hættum að óttast feita, fatlaða eða kynsegin líkama annarra.

  Ég vil enda á orðum fötlunar- og hinsegin aktívistans Stacey Milbern sem féll frá fyrr á þessu ári aðeins 33 ára gömul. „I want my legacy to be loving disabled people. By loving each other we start to love ourselves.“  — — —

  Félags- og kynjafræðingurinn Embla Guðrúnar Ágústsdóttir er ein stofnenda Tabú, femínískrar baráttuhreyfingar fatlaðra kvenna. 
  Tabú er femínísk hreyfing þar sem sjónum er beint að margþættri mismunun gagnvart fötluðu fólki. Hún er sprottin af baráttukrafti kvenna, sem hafa ekki einungis upplifað misrétti á grundvelli fötlunar og kyngervis, heldur einnig mögulega kynhneigðar, kynþáttar og aldurs svo eitthvað sé nefnt.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Pólitísk sjálfsást