7. útgáfa
13. ágúst 2020
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir • af því að þú ert maður
  þá kemstu upp með endalaust blaður
  þú getur sagt að ég eigi skilið að deyja
  að í ruslið eigi mér að fleygja

  af því að ég er kona
  leggur þú mat á hvers vegna ég er svona og svona
  án þess að nokkur hafi þig spurt
  segir þú mér að ég eigi að fara burt

  af því ég er ekki eins og þú
  þykist þú eiga rétt á að segja mér nú
  að hér eigi ég ekki heima
  því Íslending hafi ég ekki að geyma

  af því ég er kona af öðrum uppruna en þú
  telur þú þig eiga rétt á að því fyrr og nú
  að segja álit þitt á mér
  og það sem ég á skilið frá öðrum og þér

  mig má lemja
  morð á helst á mér að fremja
  mig á að berja
  nettröllin öll eiga á mig að herja

  mig á að skjóta
  þið þurfið að losna við eina ljóta
  mig á að drepa og fjölskylduna líka
  heiftina berið þið þvílíka
  ofbeldi á mig að beita
  frá Reykjavík og alla leið upp til sveita
  mér á að nauðga og mig á að meiða
  því ég geri ykkur svo reiða

  þú segir að mig á að myrða
  svo þú getir fullnægt þörfum þínum og upp um þig gyrða
  þú hótar að drepa mig
  því ég raska tilveru þinni og trufla þig

  ég tilheyri ekki samfélagi þínu
  segir þú mér í annarri hverri línu
  samfélaginu sem ég er fædd í 
  en fyrir þér er ekki pláss í því

  af því ég er ekki sammála þér
  óvin þú hefur gert úr mér
  ég væri ekki á lífi ef þú fengir einhverju að ráða
  og með hverju kommenti hvetur þú aðra til dáða

  þú heldur að þú getir þaggað niður í mér
  það eina sem þú gerir er að gera lítið úr sjálfum þér
  ég mun ekki þegja
  sama hvað þú heldur áfram að skrifa og segja

  þú munt ekki vinna svo þú getur alveg eins hætt
  og þar með sjálfan þig jafnvel bætt
  því allt það sem þú gerir og segir 
  á meðan umhverfið þegir

  segir ekkert um mig
  en ansi mikið um þig
  þú sýnir okkur hver þú ert 
  og heldur að ég geti ekkert gert
  Með heygafflana á lofti undir nafni og mynd
  fremur þú mannlega synd
  sama hvað þú reynir mun skömmin aldrei verða mín
  hún verður að eilífu þín

  ég stend enn
  þrátt fyrir allar þessar konur og menn
  ég mun standa áfram sama hvað
  bara svo þú vitir það

  ég mun áfram gegn óréttlæti og mismunun berjast 
  og ég mun áfram áreitni, hótunum og ofbeldi ykkar verjast
  réttlæti og jöfnuði við munum að lokum fram ná
  og mismunun og ofbeldi og þú munu tilheyra sögunni þá

  höf. Sema Erla Serdar


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Sema Erla: „skömmin verður að eilífu þín“