7. útgáfa
13. ágúst 2020
Flokkar
Höfundar
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • TW

  Mig langar að ræða það hvað staðalímyndir geta verið hættulegar. Í augum flestra er það venjan að sjá leikara í bíómyndum og þáttum, af ákveðnum húðlit, leika sömu týpuna síendurtekið. Sami orðaforðinn, sami hreimurinn og sömu taktarnir sem við tökum sem góðu og gildu án þess að hugsa okkur tvisvar um — og það setur ákveðið skotmark á bakið á okkur, lituðu fólki, þannig það er auðveldara að gera grín og niðurlægja okkur. 


  Þetta er orðið svo rótgróið í vestræna menningu að fólk áttar sig ekki á því hversu særandi þetta getur verið.

  Hvítt fólk, verandi í forréttindastöðu, getur átt erfitt með að setja sig í spor annarra, átta sig á eigin forréttindum og skilja hvað jaðarsettir hópar þurfa að upplifa daglega.

  Sem jaðarsett manneskja úr minnihlutahópi umkringd fólki hlæjandi af „bröndurum“ á minn kostnað, aftur og aftur, lærði ég fljótt að þegja og pirra mig ekki — og alls ekki að sýna það hversu mikið ég tók það inn á mig þegar allir í kring voru í hláturskasti vegna fordómafullra brandara. Týpískur hugsunarháttur í slíkum aðstæðum, er að sannfæra sjálfa sig um að „þau séu bara að djóka, ekki taka þetta inn á þig“. Þú hættir að bera kennsl á hvað er djók og hvað er bara alls ekki fyndið. 

  Það að treysta sér ekki að standa upp fyrir sjálfri sér gagnvart grófum „bröndurum“ sem eru kynbundið ofbeldi og áreiti veldur því að hausinn á manni fer ómeðvitað í vörn og maður hlær með í gegnum árin — ógeðslegar athugasemdir eru flokkaðar sem léttir brandarar og við sem bregðumst við með öðru en hlátri erum flokkuð sem viðkvæm. Maður týnir því hvar strikið er,  hvenær farið er yfir það og hvenær ekki.

  Maður hættir að bera virðingu fyrir sjálfri sér eftir að hafa verið skotin niður í hvert skipti sem maður biður fólk um að hætta  — hvernig getur maður annað?

  Allir þessir brandarar eru alvarlegir og alls ekki í lagi — en það er stigsmunur á að segja „chingchong“ og það að „asískar stelpur eru með litlar og þröngar píkur“ en maður hættir að sjá það, sérstaklega sem unglingar þegar þetta er allt stimplað sem „létt grín“ og maður hvattur til að taka þessu ekki of alvarlega. Þess vegna geta staðalímyndir verið hættulegar.

  Vegna þess að þú hættir að taka eftir hvað er ofbeldi gegnvart þér og hvað er ,,brandari“ — ég vona að þið séuð að fylgja mér hérna.


  Gerum þetta persónulegt og köfum dýpra!
  Ég sá ekki muninn á því að krakkar í skólanum kölluðu mig chingchong, grjón, núðlu og svo framvegis, og á því að mér var haldið upp við vegg og krakkar reyndu að girða niður um mig og rifust um að fá að sjá píkuna mína til að sjá með eigin augum að ég væri ekki með typpi (út frá staðalímynd um tælenska „ladyboys“). Mig langaði að öskra en gerði ekki annað en að hlæja, nákvæmlega eins og af hinum „bröndurunum“.

  Það var verið að brjóta á mér kynferðislega og ég sá ekki muninn á því og uppnefningunum.

  Það tók mig fimm ár að átta mig á því hvernig mér leið, að þetta væri ekki eðlilegt og hvað mér leið ógeðslega illa. Fimm ár að uppgötva að brotið var á mér. Skynsemin mín flaug út um gluggann og mér var sagt hvernig ég átti að vera, hvað ég átti að gera, hvernig ég átti að haga mér og tala og ekki síst hvernig mér átti að líða. Það að ég hafi ekki áttað mig á þessu fyrr en 5 árum seinna er ekki í lagi og hefði ég átt að átta mig á því strax.

  Tilfellin eru fleiri en ég er ekki tilbúin að opinbera þau strax, en það sem ég vil leggja áherslu á er að ÞETTA ER EKKI Í LAGI. Ef manneskja biður ykkur um að hætta, þá á maður að hætta. Ég er handviss um það að ef einhver hefði verið til staðar fyrir mig og staðið upp fyrir mér í stað þess að segja mér að hætta að vera svona viðkvæm, þá hefði ég vitað betur og það hefði verið hægt að koma í veg fyrir misnotkunina sem átti sér stað. Þetta er einmitt það sem ég vil koma í veg fyrir hjá næstu kynslóðum. Fyrir mig er það of seint, þetta er búið og gert, en nú er komið nóg.

  Komum í veg fyrir að komandi kynslóðir af lituðum krökkum verði fyrir aðkasti og ofbeldi fyrir það að vera ,,öðruvísi“.

  Hættum að troða í hausinn á þeim að þau séu bara viðkvæm ef þau setja út á illa framkomu annarra og stöndum með hvert öðru. Við eigum að taka þessu alvarlega — því þetta er ekki fyndið.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Staðalímynd