8. útgáfa
14. október 2020
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Margir muna eftir því þegar milljónir Egypta þustu út á götur Kaíró í arabíska vorinu árið 2011 til að krefjast aukins frelsis, betri lífskjara og afsagnar spilltra stjórnvalda. Færri veittu því þó athygli að egypskar konur spiluðu gríðarstóran hluta í hreyfingunni en voru þær um helmingur mótmælenda. Eflaust vita enn færri að í Persaflóaríkjum á borð við Sádi-Arabíu og Katar hljóta fleiri konur háskólagráður á sviði vísinda, tækni, verkfræði og stærðfræði en á Vesturlöndum miðað við höfðatölu. Þá eru konur í Mið-Austurlöndum hvað iðnastar og frumlegastar í stafrænum femíniskum aktívisma á heimsvísu, en á síðustu árum hafa þær látið raddir sínar heyrast í gegnum fjölda myllumerkja á borð við #Women2Drive, #MosqueMeToo og #InsideOutAbaya. Þrátt fyrir aragrúa tilvika um femínískar hreyfingar í Mið-Austurlöndum allt frá 1923 ríkja hins vegar miklar ranghugmyndir og skaðlegar staðalímyndir um konur í þessum heimshluta á Íslandi og víðar – en hvers vegna?

  Þegar ég skrifaði BSc-ritgerðina mína um kvenkyns frumkvöðla í Sádi-Arabíu árið 2017 voru það algeng viðbrögð fólks að flissa og spyrja hvort það fyrirbæri væri til yfir höfuð. Þvert á slíkar hugmyndir, þá gerast sífellt fleiri konur í Sádi-Arabíu frumkvöðlar á hinum ýmsu sviðum og nýta sífellt fleiri þeirra samfélagsmiðla til að vekja athygli á kynjabundinni mismunum þrátt fyrir möguleika á hörðum viðurlögum. Sem dæmi leiddi hreyfingin #Women2Drive í Sádi-Arabíu að endingu til þess að konur mega nú keyra í landinu en konur í forystu hreyfingarinnar þurftu að sæta fangelsisvist, pyntingar og kynferðislegt ofbeldi af hálfu ríkisins fyrir sína þátttöku. Sé litið til allra þeirra hugrökku kvenna sem berjast ötullega fyrir auknum réttindum í hinum ýmsu kimum Mið-Austurlanda eru ríkjandi staðalímyndir þeirra á Vesturlöndum í algjörri mótsögn við raunveruleikann.

  Því spyr ég aftur: hvers vegna er svo algengt að konum í Mið-Austurlöndum sé lýst sem undirgefnum, kúguðum húsmæðrum sem ekki gera annað en að bugta sig og beygja fyrir karlmönnum? 
  Svarið má að stórum hluta rekja til nýlendustefnu vestrænna ríkja í Norður-Afríku og á Arabíuskaganum á nítjándu og tuttugustu öld og því hugmyndakerfi sem upp úr stefnunni spratt. Fræðimaðurinn Edward Said nefndi það orientalisma, en í grunninn lýsir orientalismi því hvernig heiminum var skipt upp af þeim sem höfðu menningarleg og fræðileg yfirráð í „við og hin“ eða „austrið“ og „vestrið“ þar sem það seinna er æðra því fyrra. Hugmyndafræðin var mikilvægur liður í því að réttlæta yfirráð evrópskra nýlenduherra í Mið-Austurlöndum en voru íbúar þeirra framandgerðir og lýst sem vanþróuðum og lægra settum hvort sem er af vestrænum fræðimönnum eða í vestrænni dægurmenningu. Leifar þessarar hugmyndafræði má finna víða á tuttugustu og fyrstu öldinni en tölfræðin sýnir skýrt fram á áhrif hennar á framsetningu mið-austurlenskra persóna í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þar eru arabískar konur í flestum tilfellum í hlutverki kúgaðra kvenna og þjónustustúlkna auk þess sem þær eru iðulega bendlaðar við hryðjuverkastarfsemi. Eflaust kunna þá einhverjir að spyrja sig hvort slíkt sé ekki endurspeglun á raunveruleikanum, en það er vel þekkt staðreynd meðal fræðimanna að mið-austurlenskt, svart og annað litað fólk er hlutfallslega miklu oftar sett fram í vestrænni dægurmenningu sem glæpamenn eða persónur með neikvæða eiginleika heldur en fær við raunveruleikann staðist. Til dæmis má þess geta að síðustu ár hafa hryðjuverk af völdum hvítra öfgasinna verið margfalt fleiri í Bandaríkjunum en hryðjuverk af völdum íslamskra öfgasinna. Rannsóknir sýna að slíku ójafnvægi í framsetningu fylgja afleiðingar; múslimskar konur búsettar á Vesturlöndum og þá sérstaklega þær sem kjósa að bera höfuðklút eða annan múslimskan klæðnað þurfa iðulega að sæta áreiti og mismunun á vinnumarkaði, svo eitthvað sé nefnt. 
  Réttindi kvenna í Mið-Austurlöndum eru heilt yfir vissulega meðal þess sem verst gerist í heiminum. Flest landanna í þeim heimshluta eiga það sameiginlegt að hafa öðlast sjálfstæði um miðja síðustu öld og hefur pólitískur óstöðugleiki og jafnvel stríð einkennt mörg þeirra síðan þá.

  Slíkt ástand kemur alltaf verst niður á viðkvæmustu hópum samfélagsins, þá sérstaklega konum.

  Breytir það þó ekki þeirri staðreynd að femínískar hreyfingar innan heimshlutans hafa látið til sín taka í tæplega hundrað ár og það í mun meira krefjandi samfélagslegum, lagalegum og pólitískum aðstæðum en venjulega þekkjast í Evrópu og Bandaríkjunum. Eiga þær kjörkuðu konur sem berjast fyrir sínum réttindum þrátt fyrir hættu á áreiti annarra samfélagsþegna eða harðra viðurlaga af höndum yfirvalda ekki meiri viðurkenningu og virðingu skilið en gengur og gerist? Og eiga ekki einnig þær konur sem kjósa að bera höfuðklúta eða starfa innan veggja heimilisins virðingu okkar skilið? Þegar allt kemur til alls, þá snýst femínismi ekki um að ákveða fyrir aðrar konur hvað er þeim fyrir bestu, heldur að konur hafi það frelsi og þau réttindi sem þær þurfa til að lifa lífi sínu eins og þær kjósa.  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Af femínisma í Mið-Austurlöndum og orientalisma