8. útgáfa
14. október 2020
Flokkar
Höfundar
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Flokk till you drop
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Indíana Rós
 • Margeir Haraldsson
 • Miriam Petra
 • Sarkany
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Eva Sigurðardóttir
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Ísold Halldórudóttir
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Mars Proppé
 • Nadine Gaurino
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Mansour
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Sunna Ben
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Kórónuveiran er fyrirbæri sem hefur áhrif á okkur öll, forréttindi geta hvorki forðað okkur frá smiti né stjórnað því hversu alvarlega við veikjumst af henni. Veiran beitir hvorki manngreiningarálit né sér húðlit, kynvitund eða kynhneigð. Hún ræðst vissulega á efnahagskerfið (sem ég ætla ekki að taka fyrir því við erum öll meðvituð um það nú þegar) en veiran ræðst ekki persónulega á einstaklinga vegna einkenna þeirra eða samfélagsstöðu. Þar sem samfélagsstaða er vítt hugtak langar mig að bera saman veiruna við nokkrar útvaldar samfélagsstöður sem finna má í íslensku samfélagi

  Ein þeirra er að vera vinafá manneskja sem veldur því að vegna heimsfaraldursins einangrast  þú óþægilega mikið sama hvort þú sért í eðli þínu einfari eða hvort þér líki almennt vel að eyða tíma með sjálfum þér eða ekki. 


  Eldri bogarar á hjúkrunarheimilum eru einnig í stöðu sem ég giska á að fæstir myndu kjósa sjálfir. Hjúkrunarheimilin eru undirmönnuð, fólkið fær ekki nægar heimsóknir og ofan á það eru umönnunaraðilar sviptir brosi sínu vegna álags, sem þeir nota gjarnan sem sitt helsta verkfæri til að sýna hlýju og velvild. 

  Jaðarsetning hópa af erlendum uppruna eykst gjarnan, því nú hefur fólk gjarnan meiri tíma á alnetinu en áður og erfiðara er fyrir þetta fólk að flýja rasísk ummæli. Það getur ekki hitt fólkið sem það vill taka utan um og ræða hlutina við — þetta fólk hættir að treysta samfélaginu og lokar sig af. 

  Hinsegin fólk hefur ekki sömu tækifæri og áður til þess að upplifa og kynnast sjálfu sér, hvað þá öðrum í sömu sporum? Tækifærum til að tala einlægt í eigin persónu um ástina, sem við öll upplifum, fækkar. 

  Fatlaðir einangrast enn fremur þar sem aðgangur er takmarkaður nú þegar og nú fækkar samkomum í aðkomuhæfum húsum enn frekar. Svo ekki sé minnst á að hingað til (fyrir faraldur) hafa stofnanir verið í stökustu vandræðum með að gera undanþágur eða að sníða umhverfi að einstaklingnum.

  Nú þekki ég nokkra fatlaða einstaklinga sem upplifðu höfnun og skilningsleysi þegar þeir óskuðu eftir að til dæmis nám og námsumhverfi yfir sniðið að þeirra líkamsbyggingu.

  Einstaklingur óskaði eftir að fá að taka þátt í kennslustundum í gegn um fjarbúnað en því var hafnað en hvað gerist þegar aðstæður breytast þannig að ófatlað, andlega heilbrigt fólk verður fyrir barðinu á aðstæðum sem það ræður ekki við svo þurfi að laga aðstæður og umhverfi að þeim? Aðstæðurnar eru lagaðar og nú er fjarbúnaður inni á öllum stofnunum? 

  Fólk í áhættuhópum leggur allt sitt traust á að almenningur sjái sig og muni að hver sem þú mætir geti tilheyrt þeim hópi, því þó að þú eigir kannski á minni líkum að veikjast alvarlega, þá gildir það ekki um manneskjuna sem þú tróðst þér framfyrir í röðinni í Bónus. 

  Samfélagsstaða okkar hefur áhrif á hvernig við sjáum þennan vágest sem nú herjar á heiminn með þeim afleiðingum að hann speglar okkur sem manneskjur í leiðinni.

  Það má sjá í þessum pistli, hlutlægari gerist hann ekki. Ég er ekki vinamörg, ég er heilbrigðisstarfsmaður, ég er hinsegin, ég er fötluð og ég er lituð. Ég kýs ekki að tjá mig út frá sjónarhornum og einstaklingum sem ég þekki ekki nægilega til og hér er því mitt sjónarmið á samfélagsstöðu og veiruna. 

  Bestu kveðjur,

  Steinunn Anna.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  Veiran og samfélagsstaða