9. útgáfa
Read in English    
18. nóvember 2020
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Í júní síðastliðnum voru samþykkt lög á Alþingi sem kveða á um að frá og með 1. janúar 2021 skuli niðurgreiða sálfræðiþjónustu með sama hætti og aðra heilbrigðisþjónustu. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2021 til 2025 er hins vegar ekki ljóst hvernig niðurgreiðslan verður fjármögnuð.

  Líðan Íslendinga virðist bera þess merki að aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu sé ábótavant.

  Í evrópskri samanburðarrannsókn frá 2015 var Ísland í 4. sæti þegar kom að fjölda fólks með þunglyndiseinkenni og í 2. sæti með tilliti til fjölda einstaklinga með mikil einkenni. Sama rannsókn benti til þess að þunglyndiseinkenni væru algengari meðal ungra íslenskra kvenna en meðal kynsystra þeirra í öðrum löndum Evrópu. Hjá ungum íslenskum karlmönnum hefur er ein algengasta dánarorsökin sjálfsvíg en um þriðjung andláta karla á aldrinum 15-29 ára má rekja til sjálfsvíga. Þegar horft er almennt til fólks á framhaldsskólaaldri benti könnun frá 2016 til þess að sjálfsskaði og sjálfsvígshegðun væru algengari en ætla mætti, t.d. höfðu rúm 10% stúlkna skaðað sig og tæpur fjórðungur drengja hafði hugleitt sjálfsvíg.

  Hingað til hafa lyf oft verið fyrsta eða eina meðferðin sem fólk má búast við þegar það leitar til heilbrigðisstofnana vegna andlegra erfiðleika. Þetta er ekki síst vegna skorts á sálfræðingum og öðrum meðferðaraðilum á heilsugæslustöðvum, sem í sumum tilvikum leiðir til þess að bið eftir meðferð hjá hinu opinbera verður löng. Til marks um þetta eru tölur yfir notkun geðlyfja á Íslandi. Á árunum 2012 til 2017 jókst hlutfall þeirra sem leystu út þunglyndislyf um rúm 20% og lyfjanotkun ungmenna jókst um rúm 60%. Í lok tímabilsins höfðu tæp 20% kvenna fengið uppáskrifuð þunglyndislyf og rúmlega 10% karla. Árið 2015 var notkun Íslendinga á þunglyndislyfjum rúmlega tvöföld á við meðaltal OECD. 

  [myndin að ofan er fáanleg hér á Uppskeru listamarkaði]


  Þjónusta sálfræðinga og annarra löggildra meðferðaraðila utan hins opinbera er dýr. Árið 2017 taldi um þriðjungur fólks sig ekki hafa efni á því að nýta sér geðheilbrigðisþjónustu.

  Það er ekki ástæða til að ætla að það hafi breyst. Stakur tími hjá sálfræðingi kostar allt að 20.000 krónur og ef einstaklingur sækir 5-15 tíma, sem er algengur tímafjöldi til að tryggja að meðferð skili árangri, getur kostnaður nálgast 300.000 krónur. 

  Hugrún, Öryrkjabandalagið og aðrir hagsmunaaðilar hafa bent á mikilvægi niðurgreiðslu á geðheilbrigðisþjónustu en eins og staðan er núna er meðferð ekki á færi hvers sem er. Nemar, láglaunafólk, einstaklingar án atvinnu, öryrkjar eða jaðarsettir hópar hafa ekki efni á að greiða fyrir þjónustu sem getur hlaupið á hundruðum þúsunda. Með niðurgreiðslu geðheilbrigðisþjónustu væri komið verulega til móts við þessa hópa. Niðurgreiðslan veitir einstaklingum, sem annars hefðu ekki átt þess kost, aðgengi að gagnreyndum meðferðum sálfræðinga, félagsráðgjafa og annarra löggiltra aðila. Slíkar meðferðir skila hvað bestum árangri í baráttu við andleg veikindi líkt og kvíða og þunglyndi og ættu með réttu að vera fyrsti meðferðarkostur vegna slíkra kvilla. 


  Líkt og kom fram í upphafi tilgreinir ný fjármálaáætlun ekki hvaðan fjármagn muni koma til þess að tryggja að af niðurgreiðslu geti orðið. Á þingfundi í byrjun mánaðar kom fram að málið væri í skoðun. Ef lögin komast í framkvæmd með þeim hætti sem lagt var upp með má ætla að niðurgreiðslan muni virka með sama hætti og gildir nú fyrir t.a.m. lyfjakostnað, þjónustu sérgreinalækna, sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga, svo eitthvað sé nefnt. Þar er niðurgreiðslan með eftirfarandi hætti: Þegar mánaðarleg útgjöld fyrir þjónustu ná ákveðnu hámarki, eða rúmum 26.000 krónum, lækkar verðið sem einstaklingur greiðir fyrir þjónustuna þaðan í frá (næsta mánuð/mánuði) niður í rúmar 4.400 krónur. 

  Í nýju lögunum er talað um að niðurgreiðsla muni gilda fyrir nauðsynlega sálfræði-/samtalsmeðferð. Lögin kveða á um að sjúkratryggingar, sem sjá um að niðurgreiða, geti áskilið sér rétt til að biðja um vottorð frá heimilslækni, eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni, um að einstaklingur þurfi á meðferð að halda. Svona gæti ferlið litið út: Þú leitar til heimilslæknis eða almenns læknis á heilsugæslu og útskýrir vanda þinn. Ef viðkomandi telur að þú hafir gagn af meðferð hjá sálfræðingi eða sambærilegum meðferðaraðila mun hann/hún skrifa út vottorð sem Sjúkratryggingar taka við. Þegar þú ferð svo að nýta þér þjónustuna muntu að hámarki greiða sem nemur rúmum 26.000 krónum á mánuði fyrir þjónustuna. Ef þú nærð þessu mánaðarhámarki, sem er lítill vandi ef tími hjá sálfræðingi kostar 20.000 krónur, greiðir þú að hámarki rúmar 4.400 krónur fyrir þjónustuna mánuðina á eftir. Niðurgreiðslan er í gildi svo lengi sem þú nýtir þér þjónustuna í hverjum mánuði. Þetta ferli er sjálfvirkt, sem þýðir að þú þarft ekki að fylgjast með því hvort og hvenær þú nærð umræddu hámarki. Kerfið heldur því til haga og niðurgreiðsla virkjast sjálfkrafa. 


  Þangað til ljóst verður hver framkvæmd laganna verður viljum við benda lesendum á eftirfarandi: Þeir sem greiða í stéttarfélag og hafa gert um nokkurra mánaða skeið eiga í flestum tilvikum rétt á niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu frá sínu stéttarfélagi.

  Við hvetjum öll sem telja sig eiga rétt á niðurgreiðslu til að heyra í sínu stéttarfélagi. Auðvelt mál er að senda tölvupóst til að grennslast fyrir um uppsöfnuð réttindi og senda síðan inn kvittun úr heimabanka, ef við á, fyrir þjónustunni sem nýtt var. Berist kvittun nægilega snemma er niðurgreiðsla oft greidd út strax um næstu mánaðamót.


  [myndin að ofan er fáanleg hér á Uppskeru listamarkaði]
  — — —

  Heimildir

  Alþingi. (2020). 5.löggjafarfundur 151.löggjafarþings. Sótt 29. október 2020 af https://www.althingi.is/altext/upptokur/thingfundur/?lthing=151&fundnr=5

  Embætti Landlæknis. (2020). Sjálfsvíg – tölur. Sótt 25. október 2020 af https://www.landlaeknir.is/tolfraedi-og-rannsoknir/tolfraedi/danarorsakir/sjalfsvig/

  Embætti Landlæknis. (2018). Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000-2016. Sótt 23. október 2020 af https://www.landlaeknir.is/

  Embætti Landlæknis. (2017). Mikil aukning í ávísunum þunglyndislyfja á undanförnum árum. Sótt 19. október 2020 af https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item31934/Mikil-aukning-i-avisunum-thunglyndislyfja-a-undanfornu

  Hagstofan. (2017). Þunglyndiseinkenni algeng á Íslandi. Sótt 20. október 2020 af https://www.hagstofa.is / utgafur / frettasafn / heilbrigdismal / heilsufarsrannsokn-2015-thunglyndiseinkenni / 

  Hagstofan. (2017). Tekjur hafa áhrif á það hvort fólk sækir sér heilbrigðisþjónustu. Sótt 23. október 2020 af https://hagstofa.is / utgafur / frettasafn / heilbrigdismal / heilsufarsrannsokn-2015-adgangur-ad-heilbrigdisthjonustu/

  Lög um aðgengi að sálfræðiþjónustu og annarri gagnreyndri samtalsmeðferð nr.93/2020. Sótt 14. október 2020 af https://www.althingi.is/altext/150/s/0008.html 

  Sjúkratryggingar Íslands. (e.d.) Greiðsluþátttökukerfi vegna læknisþjónustu, þjálfunar o.fl.. Sótt 27. október 2020 af https://www.sjukra.is / heilbrigdisthjonusta / greidsluthatttaka / almennt/ 

  Vísir. (2020). Vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Sótt 29. október 2020 af https://www.visir.is/g/20202021896d


  [myndin að ofan er fáanleg hér á Uppskeru listamarkaði]


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Ef ekki núna — ný lög um niðurgreiðslu geðheilbrigðisþjónustu